Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1947, Page 20

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1947, Page 20
Norrœn jól gráhærðir öldungar, en ljómandi af gleði með barnahópinn sinn. Úr svipnum mátti lesa gleði þeirra yfir því að vera nú aftur frjálsir og mega nú óhindraðir fagna frelsi þjóðar sinnar. Sumstaðar höfðu nokkrir unglingar safnast saman í hópa og hrópuðu óspart húrra fyrir gömlu kennurunum og skólasystkinum er framhjá gengu. Það var óblandin gleði og fögnuður ríkjandi hjá mannfjöld- anum. Allt var frjálsmannlegt og innilegt. Þannig gekk þetta allan daginn, skrúð- göngur, hljóðfærasláttur, söngur og leikfylkingar, sem fóru um bæinn með leikjum og söng. Drukkinn mann sá ég hvergi og allt bar vott um græskulaust gaman og gleði, en skrílslæti voru engin, þótt þarna væru margir tugir þúsunda saman komin á götum og torgum. Það yrði of langt mál, að lýsa nákvæmlega 17. maí hátíðahöldum í Noregi hér og verða þessi orð að nægja. I Osló ræddi ég við formann Norræna félagsins Harald Grieg forstjóra og aðalritarann Henry N. Bache. Norska félagið hefur nú hafið starfsemi sína af fullum krafti á ný eftir stríðið og hefur tvöfaldað félagsmannatölu sína á einu ári. Áhuginn fyrir norrænu samstarfi er þar mjög mikill eins og sést af þessu. Fjöldi félaga og fjlagasambanda hafa gerst styrktarfélagar og er það mjög mikill stuðn- ingur. Eins og áður hefur verið skýrt frá afhenti Noregssöfnarstjórnin hér Norska Rauða-Krossinum og norska Norræna félaginu, það sem óráðstafað var af Noregs- söfnunarfé hér á landi þegar stríðinu lauk. Þessi félög skiptu fénu jafnt á milil sín. Rauði Krosinn óskaði eftir að við keyptum saltkjöt fyrir sinn hlut, og var það gert og sent sumarið 1945 til Osló. En Norræna félagið óskaði að geyma að ráðstafa sínum hluta. Nú hefur stjórn félagsins ákveðið að stofna norsk-íslenzkan styrktarsjóð af þessum peningum, til þess að styrkja menningarsamskipti þessara tveggja þjóða og óskaði stjórn félagsins eftir því að ég gerði uppkast að reglugerð fyrir þennan væntanlega sjóð, sem ég hefi nú gert og sent stjórn félagsins til at- hugunar. Sjóður þessi verður stofnaður af þeim tæpl. 100 þús. kr. sem eftir eru af þessu fé. Væntanlega verður þessi sjóður til eflingar menningarsamskipta og per- sónulegra kynna íslendinga og Norðmanna á ókomnum árum. Heimsókn til Finnlands. All oft hafði stjórn Norræna félagsins í Finnlandi farið þess á leit við mig að ég kæmi til Finnlands og héldi þar fyrirlestra um ísland. Loks gat orðið af 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.