Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1947, Page 23

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1947, Page 23
Norrœn jól Norðurlöndunum ræður. Ég talaði af okkar hálfu og ræddi nokkuð um þá skoðun, sem fram hefði komið í blöðum víðsvegar á Norðurlöndum, að ísland væri að ameríkaníserast og hugur okkar stefndi allur í vesturátt. Ég benti á að þetta væri all mikill misskilningur og taldi fjölmörg dæmi er sýndu að vér vildum hafa sem nánast og bezt samband við Norðurlandaþjóðirnar. Á þeim undirtekt- um, sem ræða mín fékk og á því hve mikið blöðin gerðu úr því, sem ég sagði þarna um vilja okkar íslendinga til samskipta við hin Norðurlöndin, var það ljóst að Svíar óska þess af heilum hug að vér höldum nánum menningartengslum við þá og raunar allar Norðurlandaþjóðirnar. I Danmörku. Að loknum fundinum í Kalmar, og hátíðahöldum þar, fór ég til Kaupmanna- hafnar og hitti þar formann Norrænafélagsins Bramsnæs þjóðbankastjóra og ritara þess W. Wendt. Á stríðsárunum klofnaði Norræna félagið þar í tvö félög út af pólitískum ágreiningi. Annað þessara félaga stækkaði ört á stríðsárunum og starfaði að nokkru leyti sem andstöðufélag gegn nazistunum. Eftir stríðið sameinuðust þessi tvö félög aftur í Norræna félaginu og eru nú um 30 þúsund manns í félaginu þar. Danska félagið starfar á sama hátt og það sænska, rekur upplýsingastarfsemi með fyrir- lestrum, fundahöldum og kynningarmótum. Félagið hefur nú aftur fengið höll sína Hindsgavl fyrir félagsstarfsemi sína á sumrin. Fullyrða má að mikill áhugi sé ríkjandi meðal alls almennings á Norðurlönd- um fyrir öflugri menningarlegri samvinnu Norðurlanda. Þessum þjóðum er það ljóst að þeim er, sökum smæðar sinnar, nauðsyn að hafa náið samband við aðrar þjóðir og þeim er það einnig ljóst að sökum skyldleika og svipaðs hugsunarháttar og menningar eru samskiptin eðlilegust við frændþjóðirnar. Engri af Norðurlanda- þjóðunum er þó jafnmikil þörf á menningarlegum samskiptum við aðrar þjóðir og oss íslendingum, sakir þess hve fáir vér erum og hvað menning vor er fábieytt og einhliða, og hve sorglega margt oss vanhagar hér um til þess að geta talist sjálf- um oss nógir í þeim efnum. En því er óhætt að slá föstu að við engar þjóðir er oss hentara að eiga samskipti í öllum menningarlegum efnum en við frændþjóð- irnar á Norðurlöndum, þessvegna eigum við að gera allt það er vér getum til þess að efla þau en ekki að eyðileggja. 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.