Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1947, Blaðsíða 81

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1947, Blaðsíða 81
Norrœn jól blygðun. Presturinn, hann síra Stefán, hafði haldið áminningarræðu yfir þeim og það fyrsta spurningardaginn á föstunni! Það var ekki líklegt, að þau gleymdu því nokkurn tíma. Einkum höfðu hin síðustu dularfullu orð hans um mannlegt eðli haft djúp áhrif — næstum því vakið hjá þeim óhug, þó þeim nú reyndar væri merking þeirra með öllu huhn. Rósa hafði nú reyndar enga áminningu fengið, en samt var henni engu hægara innan brjósts. — Hún var krossberi, hafði hann sagt. Hún skildi vel, hvað hann átti við með því . . . En sjálfsagt hafði hún nú mannlegt eðli lika. Gott, þegar það var gott, illt þegar upplagið var illt. Það hafði sjálfsagt verið mælt til hennar eins og hinni . . . Mannlegt eðli? Hún þurfti ekki að kvarta undan spurningarsystkinum sínum, sem hún varð samferða á heimleiðinni: Þau hugsuðu um hana, töluðu lágt um hana og við hana og höfðu hana á milli sín, svo að hún drægist ekki aftur úr. Stúlkurnar vildu skiptast á um að leiða hana. Það var svo sem auðséð, að þau vildu ástunda það góða, eins og presturinn hafði sagt. — Hún var krossberi — og hún skyldi heldur ekki þurfa að ganga ein neitt af leiðinni. Nei. Þau, sem þurftu að fara lengra en hún, ætluðu að fylgja henni alveg heim í hlað — það var svo sem enginn krókur, sögðu þau öll. En einmitt þessi umhyggja í sambandi við það, sem á undan var gengið, gerði það að verkum, að Rósa í fyrsta sinn á ævinni fann til þess, að hún var fötluð — að hún var Halta-Rósa — og gat aldrei orðið neitt annað. Hún var öðru vísi en öll önnur börn — var merkt — varð að bera sinn kross, sem Guð hafði lagt á hana. Við því varð ekkert gert, eins og presturinn hafði sagt . . . Og það var sjálfsagt ljótt og óguðlegt að mögla, þó það væri ekki nema með leyndustu hugrenningum. En hún var nú samt ekki langt frá því að hata stutta fótinn sinn — vesalings stutta fótinn, eins og faðir hennar var vanur að segja. 5. Fyrst framan af reyndi hún að láta ekki á neinu bera. Hún hugsaði um ástundun hins góða eins og hin, og um mannlegt eðli — þegar það var gott . . . En brátt varð það of mikið fyrir hana. . . . Hún var hölt, hölt, hölt . . . orðið hljómaði hið innra í hug hennar, ýmist eins og því væri hvíslað, eða það hrópað með þrumurödd . . . Hölt, hölt, hölt . . . Henni fannst hún verða þess vör, að hinir krakkarnir væru alltaf að 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.