Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 22
 - Dreift frítt í hús í Mosfellsbæ22 Fyrsti uppaldi Mosfellingurinn á EM í handbolta • Gæsahúðarmóment að skora fyrsta landsliðsmarkið eldskírn elvars á eM HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG lógó / með og án slagorðs GRAFÍSK HÖNNUN / HREYFIMYNDAGERÐ / MYNDSKREYTINGAR sími 898 4796 / stinamaja@atarna.is Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson lék sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd á nýaf- stöðnu Evrópumóti í handknattleik. Elvar er 27 ára gamall og uppalin í Aft- ureldingu, hann spilar nú með Nancy í frönsku efstu deildinni en þangað kom hann frá Stuttgart þar sem hann hóf at- vinnumennskuna árið 2019. Fyrsti landsleikurinn gegn Dönum Elvar er fyrsti uppaldi Mosfellingurinn úr herbúðum Aftureldingar sem tekur þátt í stórmóti með landsliðinu. Það má segja að Elvar hafi fengið stóra tækifærið þegar margir af okkar lykilmönnum þurftu að lúta í lægra haldi fyrir kórónuveirunni. „Fyrsti leikurinn var í milliriðlinum gegn sterku lið Dana. Ég var rosalega ánægður að vera í lokahópnum en vissi að það væru margir góðir leikmenn í minni stöðu og bjóst alveg við að vera utan hóps, alla vega í fyrstu leikjunum,“ segir Elvar sem fann vel fyrir miklum stuðningi frá Mosfellingum, ótal skilaboð og skemmtileg komment á samfélagsmiðlum. Skoraði 12 mörk og stóð sig vel „Ég spilaði fimm leiki á mótinu, gegn mörgum af sterkustu handboltaþjóðum heims og náði að skora 12 mörk. Ég var mjög stressaður þegar ég áttaði mig á því að ég væri að fara að byrja inn á í mínum fyrsta landsleik. En ég tel að aldur minn og reynsla hafi hjálpað mér í þessum aðstæðum. Um leið og ég fór að hita upp þá leið mér betur og hugsaði að þetta væri bara handboltaleikur. En ég við- urkenni alveg að það var alveg gæsahúðarmóment að skora fyrsta markið. Ég upplifi að ég hafi sýnt að ég eigi heima á svona stóru sviði og það verður gaman að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Elvar að lokum. Elvar ásgEirsson spilaði sína fyrstu landslEiki í búdapEst

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.