Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 34

Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 34
Brian Clough Brian Clough er einn af áhuga- verðustu knattspyrnustjórum sögunnar. Hann stýrði Hartlepool, Derby, Brighton og Leeds (í nokkra daga) áður en hann tók við Notting- ham Forest. Hann tók Forest upp í efstu deild á Englandi árið 1997, vann efstu deild með liðinu árið eftir og gerði liðið að Evrópumeist- urum meistaraliða (nú Champions League) tvö ár í röð. Clough var markaskorari sem leikmaður, skoraði 251 mörk í 274 leikjum með Middlesbrough og Sunderland. Hann hefur haft mikil áhrif á knattspyrnustjóra nútímans og er og verður alltaf goðsögn í borg Hróa Hattar. Hann var maður einfaldleikans og náði árangri með því hugarfari. „Ég var aldrei hræddur, líkamlega. Starfslýsingin mín var einföld og skýr, að koma boltanum í netið. Það var mitt verkefni og ég leyfði engu og engum að afvegaleiða mig frá þeim tilgangi.“ Skilaboð hans til leikmanna þegar hann var orðinn knattspyrnu- stjóri voru skýr. Spilið boltanum á jörðinni og komið honum í netið. Hann lagði mikla áherslu á að hver og einn leikmaður ætti að einbeita sér að því sem hann væri góður í, ekki velta sér endalaust upp úr veikleikum sínum og leggja mikla vinnu í að bæta sig þar. Ég hugsa stundum til Brian Clough þegar lífið virðist flókið og þræðir þess margir og út um allt. Sé hann fyrir mér í grænu peysunni sinni á hliðarlínunni á City Ground, sallarólegan og sjálfsöruggan, vitandi að einfaldleikinn er bestur. Við þurfum ekki að geta allt eða vita allt. Okkur líður best og náum mestum árangri þegar við útilokum áreiti og einbeitum okkur að því sem við erum góð í og höfum gaman af. Hvort sem það er að skora mörk, stýra teymum til sigra eða eitthvað allt annað. Í hverju er þú góð/ur? Hvar nýtur þú þín best? Hvernig geturðu gert meira af því og minna af öllu hinu? heilsumolar gaua - Aðsendar greinar34 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is www.fastmos.is Á hátíðarstundum er gjarnan rætt um mikilvægi þess að ungt fólk komi að uppbyggingu samfélags- ins. Með þessi orð í eyrum hefur ungt fólk víða um land tekið þeirri áskorun og boðið sig fram til verka í bæjarstjórnum. Oftar en ekki hef- ur því ekki gengið nægilega vel til að ná kjöri í sæti bæjarfulltrúa. Í Mosfellsbæ eru nú rúmlega 40% bæjar- búa undir þrítugu. Þá mætti ætla að a.m.k einn bæjarfulltrúi væri á þessum aldri eða hvað? Nei, svo er nú raunin ekki. Allt frá aldamótum hefur enginn kjörinn bæjar- fulltrúi í bæjarstjórn verið undir þrítugu. Kjósum ungt fólk til ábyrgðar Frá jafnréttissjónarmiði er þetta ekki ásættanlegt, 40% bæjarbúa eru án tals- manns í stjórn bæjarins. Fyrir mér ætti bæjarstjórn að endurspegla landslagið í sínu bæjarfélagi og þá er ég ekki endilega að segja að 40% af þeim sem sitja í bæjarstjórn ætti að vera undir þrítugu. En þeir sem eru undir þrítugu ættu nú allavega að hafa einn eða mögulega tvo fulltrúa. Mosfellsbær er bær unga fólks- ins, það sést á tölum ef skoðað er hlutfall fólks undir þrítugu af heildarfjölda bæjarbúa. Fólk undir þrítugt er um 40% íbúa bæjarins, hvað segir það okkur? Þetta segir mér að hér vill unga fólkið eiga heima, hér vill ungt fólk stofna fjölskyldur. Það er vegna þess að það sér hvað Mosfellsbær hefur upp á að bjóða. Í Mosó eru góðir skólar, glæsilegt tóm- stundalíf, flott íþróttaaðstaða og ekki skemmir nálægð bæjarins við náttúruna sem við Mosfellingar elskum svo mikið. Ætíð koma nýjar hugmyndir með nýju fólki, ungt fólk býður sig fram til áhrifa ekki til þess að vera skraut á tyllidögum. Við höfum skoðanir, hugmyndir og viljum svo gjarnan vera hluti af því að byggja upp og skapa betra samfélag fyrir okkur og fjölskyldur okkar til framtíðar. Þess vegna óska ég eftir stuðningi í 4. sætið í komandi prófkjöri Sjálfstæðis- manna þann 5. febrúar næstkomandi. Ég hef óþrjótandi áhuga á félagsmálum og samfélaginu okkar hér í Mosfellsbæ. Ég sit í stjórn Viljans, félags ungra Sjálstæð- ismanna í Mosó. Ég var formaður nem- endafélags FMOS og stunda núna nám til atvinnuflugmanns. Ég væri þakklátur fyrir stuðning í 4. sætið í prófkjörinu. Kjósum ungt fólk til ábyrgð- ar! Ragnar Bjarni Zoëga Er Mosfellsbær bær fyrir ungt fólk? Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ heldur prófkjör 4.-5. febrúar þar sem kosið verður á lista fyrir bæj- arstjórnarkosningar sem fara fram þann 14. maí. Alls eru 17 glæsilegir frambjóð- endur á öllum aldri í boði, 9 konur og 8 karlar. Þetta fólk er hlaðið hæfileikum, með fjölbreyttan bak- grunn, reynslu og þekkingu í farteskinu. Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa brennandi metnað fyrir velferð Mosfells- bæjar og vill leggja sitt af mörkum að gera ánægju íbúa enn meiri og halda áfram þeim fjölmörgu jákvæðu og spennandi verkefn- um sem eru í gangi í sveitarfélaginu. Meirihlutasamstarf D- og V-lista hefur gengið ákaflega vel á þessu kjörtímabili þrátt fyrir ýmsar krefjandi áskoranir. Við höfum náð að uppfylla allflest okkar mark- mið sem komu fram í málefnasamningi flokkanna og er það gríðarlega ánægjulegt miðað við þær krefj- andi aðstæður sem komu upp m.a. tengdar faraldrinum. Ég er stoltur að vera hluti af þessum öfluga hópi sem hefur myndað meirihlutann á þessu kjörtímabili og hlakka til að halda áfram að sinna mikilvægum verk- efnum það sem eftir er þessa kjörtímabils og á næsta kjörtímabili. Sterkur leiðtogi skiptir máli Að prófkjöri loknu fer fram vinna við uppstillingu listans fyrir kosningarnar í maí og að því loknu hefst kosningabaráttan. Við munum ganga til kosninga stolt af verkum okkar og bjartsýn á framtíðina og hlökkum til að kynna fyrir Mosfellingum lista flokks- ins og stefnu, sem mun tryggja að bærinn okkar haldi áfram að blómstra og dafna til lengri og skemmri framtíðar. Það þarf sterkan reynslumikinn leiðtoga til að leiða það verkefni áfram. Hann þarf að hafa skýra sýn, höfða til sem flestra, vera heiðarlegur og traustur, hafa góða ímynd og orðspor. Víðtæk reynsla mín og þekking sem stjórnandi og leiðtogi í viðskiptalíf- inu, auk mikillar reynslu af mannauðs- og félagsmálum hafa reynst mér vel í minni vinnu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og munu gera áfram. Ég er tilbúinn í það hlutverk og að axla þá ábyrgð að leiða listann til sigurs í næstu kosningum og þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri 4.-5. febrúar næstkomandi og treysti á þinn stuðning í 1. sætið. Ásgeir Sveinsson Frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Mosfellingar - ykkar er valið Sjálfstæðisflokkurinn heldur próf- kjör hér í Mosfellsbæ um komandi helgi. Sjálfstæðisflokkurinn var eina stjórnmálaaflið sem hélt fjölmenn prófkjör í öllum kjördæmum fyrir síðustu alþingiskosningar. Í þeim tóku yfir 20.000 félagsmenn þátt í að stilla upp á lista sem boðnir voru fram í kosningum þar sem Sjálfstæð- isflokkurinn náði áfram þeim árangri að vera stærsti flokkurinn á þingi og burðarafl í ríkisstjórn sem hélt velli. Ekkert annað stjórnmálaafl stillir framboðslistum sínum upp með jafn lýðræðislegum hætti og með aðkomu svo stórs hluta kjósenda landsins. Nú heldur veislan áfram og þér gefst kostur á að velja milli 17 frambærilegra einstaklinga sem allir vilja vinna fyrir þig að því að gera sveitarfélagið okkar fram- úrskarandi. Að prófkjörinu kemur fjöldi fólks. Auk þeirra 17 sem bjóða sig fram, fjölskyldna þeirra og stuðningsmanna, eru fjölmargir sjálfboðaliðar sem koma að fram- kvæmd prófkjörsins. Ég þakka ykk- ur öllum fyrir ykkar framlag. Kosið um nýjan oddvita Sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Mosfellsbæjar til margra ára, Haraldur Sverrisson, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Frá árinu 2007 hefur Haraldur leitt sveitarfélagið og meirihlutasamstarf Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna í gegn- um margvíslegar áskoranir. Mosfellsbær er vel rekið sveitarfélag þar sem þjónusta sveitarfélagsins mælist með því besta sem gerist á landinu. Ég vil nota tækifærið og þakka Haraldi fyrir vel unnin störf en honum, ásamt bæj- arstjórn og ómetanlegum starfsmönnum bæjarins, hefur tekist að gera þjónustu- fyrirtækið Mosfellsbæ að því sem það er. Sveitarfélagi sem ávallt kemur vel út í mælingum, sveitarfélagi og samfélagi sem í búar geta verið stoltir af því að tilheyra. Nú gefst okkur tækifæri til að kjósa nýjan oddvita og vonandi með því nýjan bæjar- stjóra beri Sjálfstæðisflokknum áfram gæfa og traust til að stýra sveitarfélaginu okkar. Tækifærið er þitt, íbúi góður, til að taka þátt í að stilla upp öflugum lista sjálfstæðisfólks, fólks sem vill vinna fyrir þig að því að gera bæinn okkar enn betri. Mættu og taktu þátt í lýðræðisveislunni! Bryndís Haraldsdóttir Þingmaður Mosfellinga og fyrrverandi bæjarfulltrúi. Lýðræðisveislan heldur áfram Þannig er mál með vexti að ég er nýfluttur í Langatangann með fjölskylduna. Við færðum okkur ekki langt um set þar sem áður bjuggum við í Gerplustræti í Helga- fellshverfinu. Ég velti því fyrir mér hversu margar ungar fjölskyldur í Mos- fellsbæ eru að kljást við sömu áhyggjur og við. Langitanginn er flokkað- ur sem blanda af safngötu og húsagötu. Þetta þýðir það að þarna fara í gegn bílar úr hverfum allt í kring en einnig snúa inn- keyrslur beint út á götu. Umferðarþunginn og hraðinn á þeim bílum sem keyra hér í gegn er gíf- urlegur. Fyrir framan innkeyrsluna hjá okkur er hraðahindrun. Þessi hraðahindrun þjónar engum til- gangi, hvorki til að hægja á hraða né sem gangbraut. Frekar virkar þessi hraðahindrun sem lítill rampur fyrir bíla þar sem þeir geta prófað fjöðrunina á bílunum. Vefarastrætið er að mínu mati einnig gata sem býður upp á hættu frá umferðarþunga og hraða þar í gegn. Húsin eru byggð mjög nálægt veginum og það má ekki mikið út af bregða til að börn séu komin út á götu. Einnig má nefna Reykjaveginn í þessu samhengi og eflaust fleiri götur. Hinsvegar má ekki gagnrýna án þess að benda á það sem vel er gert, og finnst mér nýtt skipulag á Skeiðholti (framhjá Holt- unum) til algjörrar fyrirmyndar og mætti yfirfæra slíkt skipulag á fleiri hverfi. Ég held að við sem Mosfellingar verðum að fara að setja öryggi almennings og barn- anna okkar í fyrsta sætið þegar það kemur að skipulagsmálum í Mosfellsbæ. Kári Sigurðsson – Gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Blanda af safngötu og húsagötu fyrir ungar fjölskyldur

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.