Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 8
Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 1. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is Þorsteinn Birgisson 2. varamaður s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is - Fréttir úr bæjarlífinu8 Lífshlaupið hafið - hreyfum okkur saman Lífshlaupið er hafið en um er að ræða heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Fjöldi fólks hefur nú þegar skráð sig í Lífshlaupið en hægt er að skrá sig á lifshlaupid.is fram á síðasta dag, þann 22. febrúar nk. Öll hreyfing telur með svo lengi sem hún nær samtals 30 mínútum á dag hjá fullorðnum og 60 mínútum á dag hjá börnum og unglingum. aðalfundur FaMos Samkvæmt lögum FaMos skal halda aðalfund í febrúar. Vegna reglna um sóttvarnir er það ekki hægt. Aðalfundinum er því frestað um óákveðinn tíma. Stjórn FaMos Hreyfing vor 2022 Lágafell: Vatnsleikfimi: Mán., þri. og fim. World class: Leikfimi þri. og fim. Varmá / íþróttasalir: Hugur og heilsa: Mán., mið. og fös. Ringó: Þri. kl. 12:10 salur 1, fim. kl. 11:30 salur 1. Boccia: Mið. kl. 12 salur 1. Golfskáli: Pútt : Mán. kl. 11–12 í Golfskálanum neðri hæð. Fellið: Gönguferðir eru alla miðvikudaga kl. 13 frá Fellinu. Fellið er opið frá 8-14. Ath. skólarnir geta nýtt þennan tíma þegar þeim hentar. Þrátt fyrir það er hægt að nýta göngubrautina. Nýir félagar velkomnir, endilega verið með og finnið eitthvað við ykkar hæfi. Öll hreyfing er svo heilsueflandi. dansleikfimi Með Auði Hörpu byrjar í febrúar, fylgist því með, verður auglýst síðar. Félagsvist spiluð alla föstudaga á Eir- hömum kl. 13, allir velkomnir. Gaman saman byrjar þegar fjöldatakmörk verða rýmkuð. Viltu koma og mála post- ulín með okkur í vetur?? Postulínshópur hefur verið stofnaður og hittumst við vikulega kl. 11:30 þriðjudaga aðra vikuna og fimmtudaga hina vikuna. Hægt er að brenna á staðum gegn vægu gjaldi. Ekki er um formlegt námskeið að ræða heldur samveru og samvinnu þeirra sem hafa áhuga á að mála á postulín. Ef þú hefur áhuga á að vera með endilega hafðu sambandi við okkur í félagsstarfinu og skráðu þig á blað í handverks- stofu, í síma 586-8014 milli kl. 11-16 eða á elvab@mos.is. Ef þið lumið á gömlum postulínslitum sem þið eruð hætt að nota þá þiggjum við þá með þökkum. Allir hjartanlega velkomnir. Hugmyndir? Ertu með hugmynd að einhverju sem þig langar að sjá gert í félagsstarfinu eða finnst vanta? Viltu tefla, spila meira, dansa gömlu dansana, sauma bútasaum, læra tungumál, möguleikarnir eru endalausir, fyrsta skrefið er alltaf að ræða málin. Hafðu þá samband við forstöðumann félagsstarfsins Elvu Björgu í síma 6980090 eða á elvab@ mos.is og við finnum út úr því saman. Hlakka til að heyra í ÞÉR. Gler/leirnámskeið Sívinsælu gler/leirnámskeið Fríðu eru í fullum gangi. Alltaf laus pláss af og til. Kennari er Fríða Sigurðar- dóttir sem hefur í mörg ár kennt glervinnslu og leirkennslu hjá eldri borgurum. Endilega skráið ykkur í síma 6980090 eða á elvab@mos.is. Lista- og menningar- félag stofnað 22.2.22 Eftir frábæran hugarflugsfund í síðustu viku var ákveðið að halda stofnfund Lista- og menningarfé- lags Mosfellinga (LOMM) þann 22. febrúar 2022, skrifast 22.2.22. Umræður á hugarflugsfundinum voru góðar og var meðal annars rætt um aðstöðumál, Hlégarð, menningarhús, mikilvægi félagsins, stuðning og aðstöðu fyrir ungt fólk og að í Mosfellsbæ vantaði fleiri lista- og menningarviðburði. Vonast er til þess að fólk hafi tök á því að hittast 22.2.2022 og stofna félagið í raunheimum. Hægt er að fylgjast með félaginu á Facebook, Lista- og menningarfélag Mosfellinga. Hjónin Alda Kristinsdóttir og Sigurður Hansson reka gólf- og múrefnaverslunina Fagefni í Desjamýri 8. „Ég er búin að vera sjálfstætt starfandi í gólfefnabransan- um í 30 ár og hef sérhæft mig í því að flota gólf,“ segir Siggi eins og hann er alltaf kallaður. „Í kringum árið 2000 byrjaði ég að flytja inn múrefni og fleira frá Bretlandi ásamt föður mínum Hans Þór Jenssyni dúklagningameistara, en við unnum saman í 25 ár. Í raun var þetta bara svona hliðarbúgrein til að byrja með en það var svo í kringum 2008 að við stofnum fyrirtæki sem hélt utan um innflutninginn og svo rek ég verktakafyrirtækið Siggi Dúkari“, segir Siggi. leggja áherslu á að bjóða aðeins upp á hágæða vörur „Í kringum 2014 fórum við að leggja drög að versluninni sem slíkri, ég byrjaði á að koma inn í fyrirtækið til að sjá um bókhaldið,“ segir Alda en í dag sér hún um almenna markaðssetningu og reksturinn á búðinni. Við fórum markvisst í að breikka vöruúrval hjá okkur og meðal annars byrjuðum að flytja inn vínilparket og fleira. Við fluttum svo í Desjamýrina 2018 þar sem við rekum flotta verslun með miklu úrvali af hágæða múrefnum, þéttiefnum og vínilgólfefnum frá heimsþekktum framleiðendum,“ segir Alda. Góð og persónuleg þjónusta „Síðastliðin fjögur ár hefur fyrirtækið vaxið um u.þ.b. 40% á ári. Við þjónustum bæði stofnanir, verktaka og ein- staklinga. Okkar markmið er að bjóða upp á gæðavöru á hagstæðu verði og veita faglega og persónulega þjónustu og ráðgjöf um allt sem snýr að okkar sviðum í mannvirkja- lausnum. Kúnnahópurinn okkar er fjölbreyttur og við erum þekkt fyrir að þjónusta landsbyggðina sérstaklega vel. Við hvetjum alla Mosfellinga að kíkja á okkur og styrkja verslun í heima- byggð í leiðinni,“ segja Siggi og Alda að lokum en verslunin er opin alla daga frá kl. 8 – 17, nema föstudaga til kl. 16. Vefverslunin www.fagefni er opin allan sólarhringinn. Múrefni og Vínylparket sameinast undir nafninu Fagefni • Alda og Siggi við stjórnvölinn fyrirtækið vaxið um 40% á ári síðastliðin fjögur ár alda kristinsdóttir og sigurður hansson

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.