Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 33

Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 33
verslum í heimabyggð Aðsendar greinar - 33 Þverholti 3 - Sími: 566-6612 FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200 www.artpro.is Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06.30 - 21.30 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06.30-08:00 og 15:00-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 GÓÐIR MENN EHF Rafverktakar GSM: 820-5900 • nýlagnir • viðgerðir • • hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir Löggiltur rafverktaki Vogatunga 51, 270 Mosfellsbæ, sími: 864 6600 Gólfefna lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Það vill oft verða þegar tekist er á í stjórnmálum að þeir sem takast á eru í raun ekki að tala hver við annan. Maður sér þetta oft á Alþingi Íslend- inga að pólitíkusar eru ekki að reyna að sannfæra hver annan um eigin málstað heldur eru þeir sem tala í raun bara að tala við kjósendur. Ekki er verið að miðla málum til að finna bestu lausn- ina heldur er áherslan lögð á að klekkja á and- stæðingnum. Menntamál eru fyrirferðarmikil í pólitískri umræðu í öllum sveitarfélögum. Allir hafa skoðun á skólakerfinu og eru um- ræður oft fyrirferðarmiklar á samfélagsmiðlum og Mosfellsbær er engin undantekning í því. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar hefur starfað með ágætum þetta kjörtímabil og málefnaleg umræða verið um öll þau mál sem koma fyrir nefndina. Auðvitað hafa flokkarnir stundum mismunandi áherslur en það er augljóst á því góða fólki sem nú skipar nefndina að allir bera hag skólanna fyrir brjósti. Því hefur andrúms- loft samvinnu og virðingar svifið yfir vötnum á fundum nefndarinnar. Eitt af stóru verkunum nú undir lok kjör- tímabilsins hefur verið að smíða nýja mennta- stefnu Mosfellsbæjar. Skipuð var fagleg nefnd með fulltrúum allra skólastiga til að vinna þessa vinnu og haldnir hafa verið fjölmargir rýnifundir með hagaðilum til að fá sem flestar raddir til að hljóma. Fundað hefur verið með starfsfólki skóla, með skóla- börnum og sérstakur opinn fundur var haldinn með íbúum bæjarins, þar sem allir gátu fengið að tjá sig og koma með hugmyndir. Upp úr þessum fundum hefur nú verið smíðuð menntastefna sem er á lokastigum og verður frábært leiðarljós fyrir skólastarf í bænum. Á þessu kjörtímabili hefur mikið áunnist í skólamálum. Frábært þróunarstarf í leikskóla- málum og fjölgun plássa. Við höfum verið að taka í notkun glæsilegasta skólahús landsins í áföngum og endurbætur á eldra skólahúsnæði hefur verið með þeim hætti að önnur sveitar- félög eru að taka það til fyrirmyndar. Þrátt fyrir það heyrast oft raddir sem reyna að rífa niður þetta ágæta starf og tilgangurinn virðist ekki vera að bæta skólastarfið heldur einungis að koma höggi á stjórnmálamenn. Það er mikil- vægt að friður sé um skólastarf á öllum stigum og að ekki sé verið að nota skólamál til að koma pólitísku höggi á andstæðinga með þeim hætti að það bitni á skólunum. Höldum áfram góðu og uppbyggilegu samtali um skólamál þar sem allar raddir fá að hljóma en hættum skítkasti og skotgrafahernaði. Valgarð Már Jakobsson, varaformaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar fyrir hönd VG. Tölum saman um menntamálin Mér finnst eins og ég muni eftir því þegar Mosfellssveit varð að Mosfells- bæ. Sem er í raun ómögulegt því ég var ekki nema árs gömul og hef tæplega orðið vör við eða skilið breytinguna. Líklega man ég þó eftir umræðunni þegar ég eltist því ég minnist þess að hafa sýnt nokkurn mótþróa og heit- ið því að kalla bæinn Mosfellssveit um ókomna tíð. Lengst af kallaði ég hann þó Músabæ og gerði ég mitt allra besta til að kalla hátt og snjallt „velkomin í Músabæ“ um leið og við fjölskyldan keyrðum inn fyrir bæjarmörkin hvort heldur sem var eftir ferð til Reykjavíkur eða Norðurlandið. Að baki „Músabæjar“ stóð sú allra hlýjasta merking sem ég gat hugsað mér. Eitthvað sem var fallegt og gott enda einmitt sú tilfinning sem ég bar til heimabæjarins og geri svo sannarlega enn. Hér ólst ég upp og hér er ég svo lánsöm að ala börnin mín upp. Mosfellsbær hefur nefnilega svo marga góða kosti og sinn einstaka sjarma sem sveit í borg með náttúruna, fjöllin og fuglalífið allt um kring. Það skiptir mig miklu máli að hér sé og verði áfram gott að búa og sé ég ótalmörg tækifæri til þess að svo megi vera. Huga þarf að þeim þáttum sem snerta velferð fjölskyldna og íbúa bæjarins beint, t.a.m. aðgengi að þjón- ustu og afþreyingu, aðgengi að öflugu og vönduðu íþrótta- og tómstundastarfi og viðeigandi stuðningi fyrir þá nem- endur sem þurfa á sértækum úrræðum að halda á öllum skólastigum. Jafnframt er mikilvægt að horfast í augu við stöðu drengja í menntakerfinu sem farið hefur versnandi síðustu ár og sporna við þeirri þróun með stuðningi við bæði skóla og kennara. Við þurfum að huga að þjónustu í heimahúsum fyrir aldraða og fatlaða svo að fólki sé gert kleift að búa á eigin heimili og njóta þannig mann- réttinda og aukinna lífsgæða. Margt hefur verið gert í gegnum tíðina og mikilvægt að styðja enn frekar við innviði og grunnstoðir í samfélagi sem er í örum vexi. Þannig verður Mosfellsbær, bærinn okkar, að „stórasta“ bæ í heimi. Höfundur er Jana Katrín Knútsdóttir, frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Mér finnst eins og ég muni...

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.