Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 30
 - Aðsendar greinar30 Að vera aðfluttur andskoti í Mos- fellsbæ er bara ansi gott! Ég flutti í Mosfellsbæ í janúarbyrjun 2003 af Kjalarnesi. Eignaðist hér mitt seinna barn og upplifði góðan anda. Í lok árs 2003 var íbúafjöldinn 6.574. Þá var maður alveg minnt- ur á að vera ekki innfæddur enda þekkti maður ekki fjölskyldurnar sem hér höfðu ráðið ríkjum. Þið hafið vonandi horft á Verbúðina en í litlum samfélögum skipti einmitt máli að þekkja rétta fólkið! Hér hefur okkur fjölskyldunni liðið vel og viljum hvergi annars staðar vera. Bærinn hefur svo sannarlega blómstrað og breitt úr sér. Við sem erum aðflutt sjáum bara tækifærin í litla bæjarfélaginu okkar sem vex og dafnar. Ég starfaði sem skólastjóri í 12 ár við einn stærsta grunnskóla landsins sem ein- mitt var staðsettur hér í litla bæjarfélaginu okkar. Áskoranirnar voru svo sannarlega til staðar en ég man eftir að vera með nem- endafjölda frá 660 og fara upp í tæpa 1000. Við vorum á þessum tíma að taka á móti nýjum íbúum sem voru að marka spor sín hér í bæjarfélaginu og koma upp nýjum hverfum. Skólinn stækkaði ansi hratt og verkefnin um leið. Fólk hafði ýmsar skoð- anir og við sem vorum í skólanum þurftum að hlaupa hraðar og byggja upp ný úrræði eftir því sem nemendum fjölgaði. Það sem bjargaði þessu var frábært starfsfólk og foreldrar sem fylktu sér við hlið okkar og saman unnum við í að takast á við skóla í hruni sem stækkaði ört og koma inn tækni- nýjungum. Reynsla mín eftir þennan tíma er hversu mikilvægt er að samfélag fylki sér um skólana sína, íþrótta- félögin, leikhúsið, tónlistarlífið og aðilana sem sinna sjálfboða- liðastarfi í bæjarfélaginu okkar. Því miður varð skólinn okkar uppspretta pólitískra afla sem reyndu að ná höggi á meirihluta í pólitíkinni. Þetta skapaði sundrung, umtal og aukna vinnu skólafólksins. Nú eru bæjarstjórnarkosningar fram undan í vor og mín einlæga ósk er sú að fólk vandi sig í slagnum og verði málefnalegt. Flest af fólki í öllum flokkum er gott fólk sem vill vel. Mörg þeirra hafa unnið mjög vel fyrir bæjarfélagið, verið málefnaleg og veitt gott aðhald. Við þurfum öll sem hér búum að horfa til þess hvernig fólk við vilj- um í forystuna í Mosfellsbæ. Til þess þurf- um við að horfa á hverjir bjóða sig fram, ganga í þá flokka og gefa fólki brautargengi. Við konur þurfum ekki síðar en karlarnir að taka afstöðu og styðja við þau málefni sem eru okkur hugleikin. Við þurfum öll að vera virk og taka þátt! Kæru sveitungar, við erum núna orðin 13.025 manns og aðfluttu andskotarnir eru komnir í meirihluta. Ég hvet fólk til að taka afstöðu í kosningunum og hafa áhrif á listana. Sjónarmið allra skipta máli og sam- an gerum við gott bæjarfélag enn betra. Ég styð Kolbrúnu Þorsteinsdóttur í 1. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum. Þóranna Rósa Ólafsdóttir íbúi í Mosfellsbæ og skólastjóri í Rimaskóla Aðfluttur andskoti Það vantar alls konar fólk í bæjarstjórn Mosfellsbæjar Kæru Mosfellingar! Ég vildi bara láta ykkur vita hvað mér líður vel hér í Mosfellsbæ. Mér finnst bæjarmálin ganga mjög vel og dáist að margs konar uppbygg- ingu í mörgum málum. Ég dáist að umhverfinu í kring- um Álafosskvosina og Stekkjarflöt- ina með ærslabelgnum, þar sem krakkarnir geta leikið sér ... ratleikjunum í kringum Varmá, merkingunum sem segja mér allt um Álafoss og fleira ... uppáhalds- fossinum mínum og svo mætti lengi telja. Ég fæ styrk frá öllum trjánum í kringum Varmá og eitt af því sem ég geri er að faðma tré til að mér líði betur. Þið ættuð bara að prófa það. Ég dáist að Álafosskvosinni og vildi óska að næsta bæjarstjórn myndi gera hana að gamla bænum í Mosfellsbæ. Þarna er mikil saga Mosfellsbæjar og mér finnst að þarna ætti allt að iða af lífi. Tónlist á nýju sviði við Ullarbrekkuna frábæru, þar sem ætti að hljóma tónlist, leikþættir, tón- leikar með kórunum okkar í Mosfellsbæ, leikrit frá Leikfélagi Mosfellsbæjar. Börnin í skólunum og tónlistarskólanum gætu kom- ið þarna fram og útskrifast á sviðinu sem fer alveg að rísa og svona mætti lengi telja. Í Mosfellsbæ býr stór hópur frábærs listafólks sem við þurfum að hlúa að og við eigum að búa til undursamlega stemningu með þeim á sviðinu ... bæta við miklu fleiri viðburðum en bara á bæjar- hátíðinni okkar „Í túninu heima”. Eins sakna ég kaffihúsins sem var í kvosinni og vildi óska þess að Álafoss- búðin yrði aftur eins og hún var en þangað gerði ég mér ferð á meðan ég bjó í Reykjavík til að að kaupa mér garn. Kæru þið öll! Það vantar alls konar fólk í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. T.d. konu eins og mig ... 64 ára flugfreyju og söngkonu, íþróttakonu, móður, ömmu, vinkonu og bara svo margt fleira. Ég er ekki gallalaus og ég kann ekki allt, en með lífsreynslu og samvinnu með góðu fólki, alls konar fólki, verða góðir hlutir til, það er mín trú. Ég býð mig því fram í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins því ég veit að ég get lagt eitthvað til og vonast eftir stuðningi ykkar í 3.-4. sætið. Ykkar Helga Möller Framtíðin er björt í Mosfellsbæ, tækifærin mörg og það er okkar sem verðum í framboði í sveitar- stjórnarkosningunum að marka leiðina með bæjarbúum. Okkur ber sem fyrr að hlusta á og taka mið af ábendingum og athugasemdum bæjarbúa, end- urskoða gildandi stefnur og meta hvernig gengið hefur hverju sinni og hverju þarf að breyta og bæta. Verkefni sveitarfélagsins eru mörg, málaflokkarnir margir og fjölbreyttir og ekki hægt að taka eitt verkefni eða einn málaflokk fram yfir annan. Góð fjármálastjórn og skýr markmið eru forsenda góðs reksturs og þjónustu við bæjarbúa. Gerum góðan bæ enn betri, ger- um góða þjónustu Mosfellsbæjar til bæjarbúa enn betri og aukum lífsgæði og lýðheilsu Mosfellinga. Ég er tilbúin í þetta verkefni og sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 5. febrúar. Helga Jóhannesdóttir Gerum góðan bæ enn betri Mosfellsbær er sannkölluð paradís fyrir hlaupara og aðra útivistarunnendur. Það endurspeglast í miklu úrvali hlaupaleiða á svæðinu og fjölbreyttum hlaupaviðburðum, á borð við Álafosshlaupið og Tindahlaupið, sem fjöldi fólks tekur þátt í á hverju ári. Lengi hefur verið kallað eftir því að Afturelding bjóði upp á hlaupahóp til að sinna sístækkandi hópi Mosfellinga sem stundar eða vill stunda hlaup, hvort sem er á malbiki eða utanvega. Til að svara þessu kalli stendur Frjálsíþróttadeild félagsins nú fyrir 8 vikna hlaupanámskeiði sem byrjar þriðjudaginn 15. febrúar. Námskeiðið er ætlað hlaupurum á öllum getustigum, allt frá byrjendum til þeirra sem hafa hlaupið í lengri tíma. Þjálfarar á námskeiðinu eru Birna Varðardóttir og Arnaldur Birgir Konráðsson. Þau hafa bæði mikla reynslu og menntun á sviði þjálfunar, og er það mikill fengur fyrir deildina að fá svo reynda þjálfara til að koma verkefninu af stað. Markmiðið er að námskeiðið marki upphaf hlaupahóps UMFA sem hittist reglulega og hleypur saman. Sameina reynslu sína og þekkingu Birna hefur æft hlaup og frjálsar íþróttir frá unga aldri, og skipað sér í flokk fremstu millivegalengda- og langhlaupara hér- lendis. Hún hefur einnig keppt í kraftlyft- ingum og tekið þátt í ýmsum þrekmótum/ áskorunum í gegnum tíðina. Birna er með meistarapróf í íþróttanæringarfræði frá Maastricht háskóla í Hollandi, og starfar í dag sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Birgir (Coach Birgir) hefur yfir 25 ára reynslu af þjálfun einstaklinga, hópa og íþróttaliða. Sjálfur hefur Birgir stundað hlaup í mörg ár og lokið fjölda hálf-og heilmaraþona í bland við enn lengri hlaup á borð við 110 km hlaup í Sahara eyði- mörkinni, Útmeða styrktarhlaup í kringum landið með góðum hópi fólks til styrktar Geðhjálp og margt fleira. Birgir starfar í dag ásamt Lindu eiginkonu sinni undir Coach Birgir þar sem þau bjóða upp á þjálfun, markmiðasetningu, ráðgjöf o.fl. Birna og Birgir hafa þekkst í mörg ár, eða frá því Birna byrjaði í þjálfun hjá Birgi sem unglingur. Þau eru því mjög samstíga um æskilegar áherslur í þjálfun hlaupara, með tilliti til langtíma árangurs, meiðslaforvarna og ekki síst ánægju af æfingunum. Árangur í hlaupum byggir ekki bara á því að hlaupa þar sem mikilvægt er að ramma hlaupaþjálfunina sjálfa inn með markviss- um styrktaræfingum, góðri næringu, hvíld og öðrum þáttum sem skipta höfuðmáli. Á námskeiðinu sameina þau reynslu sína og þekkingu til að veita þátttakendum þennan heildstæða undirbúning fyrir smærri jafnt sem stærri hlaup. Útfærslur fyrir mismunandi getustig Á þriðjudögum kl.17:30 verða hlaupaæf- ingar undir stjórn þjálfara frá Fellinu/Varmá en aðrar æfingar eru samkvæmt plani og leiðbeiningum á netinu. Á öllum æfingum er boðið upp á útfærslur fyrir mismunandi getustig. Einnig munu þátttakendur geta valið um að taka styrktaræfingarnar heima án búnaðar eða í líkamsræktaraðstöðu. Með þessu fyrirkomulagi er boðið upp á ákveðinn sveigjanleika fyrir þátttakendur hvað varðar tíma og jafnvel staðsetningar flestra æfinganna. Þá fá þátttakendur að- gang að lokuðum facebook-hópi þar sem þjálfarar bjóða upp á fræðslu og hvatningu í hverri viku, auk þess sem hópurinn nýtist sem vettvangur til að spyrja spurninga og taka þátt í umræðum. Miði í Álafosshlaupið þann 12. júní er innifalinn í námskeiðinu, og afsláttarkjör hjá völdum fyrirtækjum standa hlaupurunum til boða. Nú er því kjörið tækifæri til að reima á sig skóna og hlaupa af stað í góðum félagsskap með frábæra leiðsögn! Skráning og frekari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðunni www. afturelding.is/frjalsar Kæri lesandi, fram undan er próf- kjör hjá stærsta stjórnmálaaflinu í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að sjá hve margir hæfir einstaklingar, ungir, gamlir, reyndir og óreyndir bjóða sig fram til starfa í bæjar- stjórn Mosfellsbæjar. Í þessu prófkjöri er í fyrsta skipti í langan tíma fleiri en einn í fram- boði í 1. sæti lista Sjálfstæðisflokksins og er það vel. Það skiptir miklu máli að hafa sterkan leiðtoga sem leiðir listann og hefur góða blöndu af þekkingu, reynslu og hæfi- leikum til þess að gera það. Leiðtoginn þarf að vera góður stjórnandi, góður í mannlegum samskiptum, drífandi og hvetjandi, vera góður að fá fólk til að vinna með sér og draga fram það besta hjá samstarfsfólki sínu. Leiðtoginn þarf að vera góð fyrirmynd, vera heiðarlegur og hafa gott mannorð. Ég hef þekkt Ásgeir Sveinsson um árabil en hann býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og hann hefur alla þessa eiginleika og meira til. Hann hefur setið í bæjarstjórn Mosfells- bæjar á þessu kjörtímabili og einnig gegnt embætti formanns bæjarráðs. Ásgeir hefur starfað af krafti að bæjarmálunum, er vel inni í öllum málaflokkum og margt af því sem hann lagði áherslu á fyrir síðustu kosningar hefur verið framkvæmt á þessu kjörtímabili. Ásgeir hefur mikla reynslu sem leiðtogi og stjórnandi úr atvinnu- lífinu. Sem farsæll framkvæmda- stjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. í 12 ár naut hann mikillar velgengni og var afar farsæll stjórnandi og leið- togi. Verkefnin í þannig starfi eru mörg, ólík og flókin, þar má nefna daglegan rekstur, umsjón með mannauðsmálum, fjármálastjórnun og samningagerð bæði við alþjóðleg fyrirtæki og innlend. Ásgeir hefur einnig mikla reynslu af stjórnun í félagsmálum, var formaður karlahandbolt- ans hjá Aftureldingu 2013–2019 á miklum uppbyggingar- og uppgangstímum. Hann hefur langa reynslu sem handboltaþjálfari hjá Aftureldingu, hefur setið í stjórnum félaga og fyrirtækja og syngur í Karlakór Kjalnesinga. Það eru mörg spennandi verkefni og tækifæri fram undan í Mosfellsbæ. Það skiptir miklu máli fyrir okkur Mos- fellinga að sterkur leiðtogi leiði lista Sjálf- stæðisflokksins í næstu bæjarstjórnarkosn- ingum. Þess vegna ætla ég að kjósa Ásgeir Sveinsson í 1. sætið og hvet þig, lesandi góður, til að gera slíkt hið sama. Þorsteinn Hallgrímsson Sterkur leiðtogi skiptir máli biggi Frjálsíþróttadeildin stendur fyrir 8 vikna hlaupanámskeiði Hlauptu af stað með Aftureldingu birna

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.