Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 27

Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 27
Framboðsfundur í FMOS 3. febrúar Sjálfstæðisfélag Mosfellinga heldur opinn kynningarfund með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ fimmtudaginn 3. febrúar kl. 20:00. Hver frambjóðandi heldur stutta framsögu og í framhaldi gefst fundarmönnum kostur á að ræða við frambjóðendur og þeir svara spurningum. Mosfellingar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynnast frambjóðendum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ - Kynning á frambjóðendum Ég sækist eftir 4.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Ég heiti Ragnar Bjarni Zoëga Hreiðarsson og er Mosfellingur í húð og hár. Ég hef búið í þessum yndislega bæ alla mína tíð og sit ég í stjórn Viljans sem er félag ungra Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Ég hef mikinn áhuga á bæjarpólitík og langar að nýta krafta mína til að gera Mosfellsbæ að fyrsta valkosti fyrir ungt fólk og ungar fjölskyldur. Mig langar að Mosfellsbær haldi áfram að stækka og dafna og því þurfum við að horfa til framtíðar. Vera bær sem hugsar um ungt fólk, ungar fjölskyldur og setur þær í forgang. Um leið og við horfum til framtíðar þá megum við ekki gleyma þeim sem byggðu upp þetta samfélag og tryggja að þeir eigi áhyggjulaust ævikvöld í Mosfellsbæ. Ágæta Sjálfstæðisfólk, ungt fólk er ekki bara hluti af línuriti eða köku, við höfum skoðanir og erum full af hugmyndum og áhuga til að vinna fyrir bæinn okkar. Ekki setja ungt fólk til hliðar. Komum öll saman að uppbyggingu samfélagsins okkar. Með framboði mínu vil ég gefa flokknum mínum og bænum okkar rödd unga fólksins. Ungt fólk til ábyrgðar! Ég heiti Þóra Björg og ég gef kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Mosfellsbæ í 5. sæti á þeirra lista. Ég er 23 ára viðskiptafræðingur og hef verið Mosfellingur allt mitt líf. Ég hef tekið virkan þátt í félagslífi og nefndarstörfum bæði í menntaskóla og háskóla og sit í stjórn sjálfstæðisfélags Mosfellinga. Ég vil leggja mitt af mörkum til að gera frábæran bæ enn betri og stuðla að velferð bæjarbúa. Mosfellsbær fer ört stækkandi sem felur í sér nýjar áskoranir og tækifæri til að takast á við. Mennta- og menningarmál eru mér afar hugleikin og nái ég kjöri mun ég leggja áherslu á að efla þá málaflokka enn frekar. Ég tel mig hafa eldmóðinn og þekkinguna í að takast á við verkefni næsta kjörtímabils. Ég hvet allt Sjálfstæðisfólk í Mosfellsbæ að kynna sér prófkjörið og taka þátt og móta framboðslista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Þóra Björg IngImundardóttIr sölu- og þjónusturáðgjafi rúnar BragI guðlaugsson bæjarfulltrúi og framkvæmdastóri Rúnar Bragi Guðlaugsson framkvæmdarstjóri hjá Redder ehf. og bæjarfulltrúi býður sig fram í 3. sæti. Rúnar er giftur Bylgju Báru Bragadóttur sölustjóra hjá A4 og eiga þau saman tvö börn, Braga Þór 28 ára og Birtu Rut 21 árs. Frá því að við fluttum í Mosfellsbæinn 2006 hef ég verið virkur í starfinu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ég hef meðal annars setið í stjórn Sjálfstæðisfélagsins og í stjórn fulltrúaráðsins, hef verið varabæjarfulltrúi frá árinu 2010 og tók sæti í bæjarstjórn 2018. Í dag er ég formaður fjölskyldunefndar og formaður öldungaráðs, sit í stjórn Strætó Bs. og sat í stjórn samstarfs- nefndar skíðasvæðanna. Frá 2010 var ég formaður íþrótta- og tómstundanefndar, formaður Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og formaður þróunar- og ferðamálanefndar. Ég er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og diplómu í rekstrar- og viðskiptafræðum og innflutnings- og útflutningsfræðum frá sama skóla. Ég hef tekið virkan þátt í starfi Aftureldingar frá árinu 2006 og hef verið forseti þorrablótsnefndar síðan 2008. Ég vil að Mosfellsbær sé fyrsti kostur fyrir alla sem leita sér að framtíðarbúsetu og sé áfram leiðandi heilsueflandi samfélag þar sem áhersla er lögð á þarfir íbúa á öllum aldri. Íbúar eiga að fá framúrskarandi þjónustu í sínu bæjarfélagi og íþrótta- aðstaða á ávallt að vera fyrsta flokks. Skólarnir okkar eiga að vera eftirsóttir vinnustaðir og bjóða upp á bestu mögulegu kennslu fyrir alla. Það eiga allir að hafa tækifæri til að blómstra í Mosfellsbæ. OKKAR BÆR – BETRI BÆR. 3. sætI 5. sætI ragnar BjarnI Zoëga HreIðarsson flugnemi KrIstín Ýr PálmarsdóttIr fjármálastjóri Kæru Mosfellingar! Ég heiti Kristín Ýr Pálmarsdóttir og ætla að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem fram fer 5. febrúar næstkom- andi. Ég er mikill Mosfellingur og hef ég alið upp börnin mín hér með manninum mínum honum Jónasi. Ég er lífsglöð og umhyggjusöm kona og vinir mínir segja að ég sé dugleg, traust og bjartsýn. Mér þykir mjög vænt um Mosfellsbæ og langar að taka þátt í að gera frábæran bæ enn betri. Á þessu kjörtímabili hef ég verið varabæjarfulltrúi og varaformaður umhverfisnefndar. Ég gef kost á mér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna. 3. sætI 4. - 6. sætI AuglýSing Sjálfstæðisfélag Mosfellinga

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.