Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 03.02.2022, Blaðsíða 32
 - Aðsendar greinar32 Fyrir fjórum árum síðan tók ég þátt í því að koma á laggirnar stjórnmálaflokk hér í Mosfellsbæ, Viðreisn í Mosfellsbæ. Þátttaka mín í þeirri vegferð kom ekki til af því ég skilgreindi sjálfa mig sem manneskju sem hefði brennandi áhuga á pólitík, heldur kom hún til af einlægri ást minni á bænum mínum - Mosfellsbæ. Ég var ekkert endilega þeirrar skoðunar að hér væri allt ómögulegt, meira þeirrar skoðunar að það væri hægt að gera betur. Og jafnvel ennþá betur en hafði verið gert. Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart í þessari vegferð sem þetta hefur ver- ið frá síðustu sveitarstjórnarkosningum er hversu ótrúlega gaman þetta hefur verið. Ég hef í gegnum stjórnmálin kynnst ótrú- lega fjölbreyttum hópi fólks, en einnig hef ég eignast dýrmæta vini í félögum mínum í Viðreisn. Það er nefnilega þannig að þátttaka sem þessi getur gefið manni svo margt. Vináttu, reynslu, tækifæri til þess að hafa áhrif, innsýn inn í hið dýrmæta samfélag sem við eigum hér í Mosfellsbæ og margt fleira. Ég er þakklát fyrir þetta og langar til þess að fleiri sem kannski eru núna á sama stað og ég var fyrir fjórum árum taki skrefið og taki þátt. Ef þú hefur áhuga á því að vera með okkur í málefnavinnunni, ef þú vilt bjóða þig fram á lista hjá okkur, ef þú vilt deila af reynslu þinni, ef þú vilt vita eitthvað meira um félagið, ef þú vilt taka þátt í þessari vegferð með okkur þá hvet ég þig til þess að setja þig í samband við okkur á mos- fellsbaer@vidreisn.is, í gegnum facebook síðuna okkar eða í gegnum einhvern af okkar fulltrúum. Saman getum við nefnilega ennþá gert betur! Elín Anna Gísladóttir Formaður stjórnar Viðreisnar í Mosfellsbæ Vertu með Í síðustu grein minni fjallaði ég um loforð sem sett var í málefna- samning Sjálfstæðisflokks (XD) og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs (VG) eftir sveitastjórnar- kosningarnar 2018. Þar var því lof- að að leikskólagjöld yrðu lækkuð, án tillits til verðlagshækkana. Sé litið á þróun leikskólagjalda fyrir börn yngri en 12 til 13 mánaða, fyrir 4 klukkustunda dvöl, var nýlega afgreidd gjaldskrá þar sem gjaldið fyrir þennan tíma kr. 9.787 en sú gjaldskrá tekur gildi frá og með 1.8.2022. Þetta var tillaga meirihlutans í Mosfellsbæ, XD og VG. Þetta er lækkun um 14,27% en ekki 25% lækkun í samræmi við gefið loforð. Rétt tala, sé staðið við lof- orðið væri kr. 8.562 fyrir sama tíma. Hér er því verið að „snupra“ barnafólk í Mosfells- bæ um kr. 1.224 krónur fyrir þessa dvöl á mánuði, a.m.k. þá sem treystu þessum flokkum fyrir atkvæði sínu. Fyrir 9 klst. dvöl er verið að „snupra“ með sama hætti sömu kjósendur um 3 þúsund á mánuði. Það munar um minna enda nemur þetta tugum til hundraða þúsunda á fjölskyldur í Mosfellsbæ á því kjörtímabili sem er að líða og inn á það næsta, sbr. nýsamþykkta gjald- skrá og tillögu XD og VG. Þessi gjaldskrá er þeirra pólitíska útspil og á henni bera þeir ábyrgð. Yrði lögð fram tillaga um að leiðrétta þetta yrði ég fús til að styðja hana komi hún fram nú fyrir kjördag en það þarf þá meirihluta til. Er hægt að styðja framangreind fram- boð sem standa ekki við loforð? Þetta voru þeirra loforð. Líkur eru á að prófkjör og val á lista þessara framboða sýni fram á nýja sýn og endurnýjun. Því ber að fagna. Annað mun eldra loforð var ekki aðeins gefið okkur kjósendum heldur einnig almættinu. Í grein fráfarandi bæjarstjóra Mosfells- bæjar og oddvita Sjálfstæðisflokks- ins, sem birt var í Morgunblaðinu 27. maí 2006, segir: „Á stefnuskrá okkar Sjálfstæðismanna fyrir komandi kosningar er að byggð verði kirkja í miðbæ Mosfellsbæjar.“ Á nýliðnum bæjarráðsfundi nr. 1520 þann 27. janúar sl., kom fram tillaga frá þessum sama meirihluta að byggja ekki kirkju í miðbæ Mosfellsbæjar. Þetta 16 ára afmælisár loforðsins var nýtt í að brjóta 8. boðorðið: „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.“ Eru þá þegar einnig nokk- ur önnur af boðorðunum fokin út í veður og vind hjá þessum meirihluta. Um þessar mundir má sjá myndbönd og auglýsingar um hve gott er að búa í Mos- fellsbæ og það kyrja þeir sem hafa gengið í gegnum hverjar kosningar af fætur öðrum segjandi ósatt eða boða hálfsannleik. Það er fagnaðarefni ef miklar breytingar verði á listum framangreindra flokka enda ekki þörf á. Því er skorað á kjósendur Sjálfstæð- isflokksins í komandi prófkjöri að taka hressilega til enda ekki vanþörf á kæru gömlu félagar. Við í Miðflokknum viljum starfa að heilindum með hugdjörfu fólki. Guð minn góður hve gott er að búa í Mosfellsbæ. Sveinn Óskar Sigurðsson bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ Ég hóf afskipti af bæjarmálum hér í Mosfellsbæ í upphafi árs 2010 en þá gaf ég kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningar. Ég hafði áður hrifist af stjórnun bæjarins og þeim breytingum sem urðu á ímynd og rekstri hans eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð leið- andi afl í bæjarstjórn. Ég tók eftir stefnu- mótunarvinnunni sem unnin var árin 2008-2009 og framtíðarsýninni sem kom út úr þeirri vinnu. Ég tók eftir samheldn- inni í hópnum og þeim jákvæðu straumum sem frá honum stafaði. Mig langaði að vera hluti af þessum hóp því þarna sá ég mig geta blómstrað og vaxið með því að taka þátt í því að gera samfélagið sem ég brenn svo fyrir, enn betra. Þess vegna ákvað ég að taka þátt í prófkjörinu. Ég náði 5. sætinu og fannst það góð byrj- un. Strax eftir prófkjörið var hafist handa við að undirbúa stefnuskrá okkar sjálf- stæðisfólks fyrir kosningarnar þá um vorið. Skipaðir voru málefnahópar og opnir mál- efnafundir auglýstir fyrir alla bæjarbúa þar sem safnað var hugmyndum og ábending- um hvernig við gætum gert góðan bæ enn betri. Í þeirri vinnu fengu allar raddir að njóta sín og öll sjónarmið voru gild undir stjórn oddvitans og leiðtogans. Með afrakstur þessarar vinnu fórum við svo af stað í kosningabaráttuna, full af eldmóði, glöð í fasi og með bjartsýni í hjarta. Þetta gat ekki klikkað og við unnum kosningarnar með glæsibrag. Sjálfstæðis- flokkurinn var aftur kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Ég man hvað ég var glöð yfir þátttöku minni og fannst ég hafa verið þátttakandi í ævintýri og lagt mitt af mörkum til að gera samfélagið betra. Leiðtoginn skiptir máli Ég hef lært mikið á þessum árum mínum í bæjarmálunum ásamt því að hafa menntað mig í stjórnunar og leiðtogafræðum. Enginn fæðist fullnuma leiðtogi, leiðtogafærni ávinnst með reynslu, menntun og þjálfun. Franklin Covey segir í sín- um fræðum frá fjórum hlutverkum leiðtoga sem eru: 1. Byggja upp traust 2. Skapa sýn 3. Framkvæma stefnu 4. Leysa hæfileika úr læðingi Ég vil sjá leiðtoga sem hefur skarpa sýn og hlýtt hjarta, manneskju sem tekur ábyrgar ákvarðanir á grundvelli þekkingar. Sagt hef- ur verið að algengustu mistök leiðtoga séu fólgin í því að ofmetnast, fyllast drambi, fyll- ast oftrú á sjálfan sig og eigin visku og getu. Leiðtoginn sem ber sér á brjóst og hrósar sjálfum sér, leiðtoginn sem stendur í stafni og baðar út öngum verður fljótlega bara leiðtogi yfir sjálfum sér, aðrir farnir burt. Mosfellsbær er þekkingarfyrirtæki og þar þarf leiðtoginn að vera leiðbeinandi og hvetjandi. Ég veit að menntun mín og reynsla munuhöfða til breiðari hóps Mosfellinga, nýrra Mosfellinga og eldri Mosfellinga, til foreldra sem þurfa öruggt umhverfi fyrir börnin sín í skólum og frístund bæjarins. Ég vil verða næsti leiðtogi sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ og leiða flokkinn til sigurs í kosningunum í vor. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sætið í prófkjörinu 5. febrúar. Munum að stjórnmál eru hópíþrótt, gerum þetta saman og höldum áfram að gera Mos- fellsbæ að besta bæ fyrir alla. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Frambjóðandi í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Stjórnmál eru hópíþrótt Jesús minn hvað gott er að búa í Mosfellsbæ Það birtist frétt fyrir nokkru af krökkum í Reykjabyggð í Mosfells- bæ að spila fótbolta með höfuðljós á óupplýstum fótboltavelli. Þau höfðu sent bæjarráði hand- skrifað bréf þar sem þau óskuðu eftir lýsingu á völlinn og helst gervigras líka. Þessi frétt barst víða og var meira að segja sýnd í sjónvarpinu í Danmörku. Þessu erindi þeirra var vel tekið í bæjarráði og vísað til umsagnar í stofnunum bæjarins. Það er aðdáunarvert þegar ungir krakkar taka sig til og fara með mál til bæjarráðs og biðja um úrbætur eins og þau gera. En við ættum öll að biðja um úrbætur því að aðstaða til íþróttaiðkunar er alls ekki nógu góð í Mosfellsbæ og við eigum að gera betur. Það er nokkuð ljóst. Það er á fjárhagsáætlun fyrir næsta ár að hefja byggingu á félagsaðstöðu við Varmá. Löngu tímabær bygging því það hefur skort félagsaðstöðu og búningsklefa í langan tíma. Það vantar líka ýmislegt annað. Það eru tvær sundlaugar í Mosfellsbæ og hvorug er lögleg keppnislaug. Aðstaða fyrir frjálsar íþróttir hefur drabbast niður vegna þess að viðhaldi hefur ekki verið sinnt. Fótboltinn hefur ekki almennilegan keppnisvöll og vantar svæði til þess að æfa. Helsta afrek meirihlutans á síðasta kjörtímabili er viðhald á íþróttasal á Varmá sem sami meirihluti hefur látið sitja á hakanum. Það sem var gert á kjör- tímabilinu fyrir utan viðhald var bygging á knattspyrnuhúsi sem er mun minna en önnur sveitarfélög hafa verið að byggja og uppsetning á bráðabirgða áhorfendastæði við fótboltavöllinn. Áhorfendasvæðið er sunnan meginn við völlinn þar sem áhorfendur eru með vindinn í fangið og sólina í bakið. Þetta eru þessi stórkostlegu afrek sem meirihlutinn getur státað sig af. Jú og reddað fjárhag golfklúbbsins. Löngu fyrirséður vandi sem golfklúbburinn var kominn í vegna byggingar golfskálans. Við þurfum að gera betur. Það þarf að skipuleggja Varmársvæðið til framtíðar. Fjölga völlum á svæðinu og byggja upp aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að byggja löngu tímabæra félagsaðstöðu og hefst vinna við það á þessu ári. Það verður verkefni næstu bæjarstjórnar sem og að byggja íþróttahús við Helgafellsskóla. Við þurfum líka að gera betur við að byggja göngu og hjólastíga í nágrenni Mosfellsbæjar. Það er leyndur fjársjóður sem við eigum í náttúrunni í kringum Mosfellsbæ. Þannig opnum við fellin fyrir útivist. Við þurfum að tryggja að aðstaða til hreyfingar og íþrótta fyrir börn, fullorðna, eldri borgara og allra annarra íbúa sé til fyrirmyndar og standa þannig undir nafni sem heilsueflandi samfélag. Valdimar Birgisson Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ Bætum íþróttaaðstöðu í Mosfellsbæ Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.