Mosfellingur - 17.03.2022, Side 2

Mosfellingur - 17.03.2022, Side 2
Í þá gömlu góðu... Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 7. apríl Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265 Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Í blaðinu í dag kynnum við tvo framboðslista til leiks fyrir kosningarnar sem fram fara 14. maí. Bæjarfulltrúum verður fjölgað úr 9 í 11 vegna aukins fjölda íbúa. Fyrir fjórum árum buðu 8 listar fram og ef svo heldur áfram munu 176 Mosfellingar verða í framboði þegar kemur að kjördegi. Það er ágætis fjöldi. Ekki það að mér þætti alveg nóg að vera með 5 eða 7 í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og talsvert færri flokka í framboði. Það myndi einfalda lífið til muna. Til hamingju með afmælið Mosfellsbakarí. Okkar flotta bakarí var stofnað á því herrans ári 1982 og fagnar því fertugsafmæli á árinu eins og undirritaður. Geri aðrir betur! Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan bakaríið hóf starfsemi, skömmu eftir að tvö núll voru tekin aftan af krónunni. Þá bjuggu hér rúmlega 3.000 manns og vöndu komu sína í Kjörval og Kaupfélagið. Nú er öldin önnur. Framboð og eftirspurn Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is 6 Héðan og þaðan - Fréttir úr bæjarlífinu2 Í grein sem Tómas Sturlaugsson ritar um tengdaforeldra sína – skólastjóra- hjónin Kristínu Magnúsdóttur og Lárus Halldórsson á Brúarlandi er góð frásögn um upphaf Brúarlandsskóla og hlutverk hans í þágu íbúanna: Bygging skólahúss að Brúarlandi hófst 1922, en þar átti að vera heimavistar- barnaskóli en jafnframt samkomuhús sveitarinnar. Þegar til kom fékkst aðeins leyfi til þess að byggja hluta þess, sem nú er kjallari hússins og þar hófst kennsla 5. desember sama ár. Farskóli starfaði því áfram í sveitinni næstu þrjú árin eftir að byrjað var að kenna í Brúarlandi og var kennt bæði á Mosfelli og í Laxnesi. Það var síðan haustið 1925 að fræðslu- yfirvöld samþykktu að breyta farskólan- um í fastan skóla og þá var Brúarland eini skólastaður sveitarinnar. Árið 1929 var síðan ráðist í að byggja við og ofan á húsið og því verki lokið um áramótin 1929-1930. Brúarlandshúsið var lengi eitt glæsileg- asta barnaskólahús í sveit á Íslandi. Húsið stóð við þjóðbraut þvera í þess orðs fyllstu merkingu, og stendur reyndar enn. Því er saga þessi rakin hér að hún er svo mjög samofin starfsævi þeirra hjóna sem hér er minnst. Í Brúarlandi bjuggu þau Kristín og Lárus í 20 ár og allan þann tíma gegndi húsið margs konar hlutverki í þágu íbúa Mosfellssveitar. Þar var ekki aðeins barnaskóli og heimavist, heldur einnig samkomuhús í rúm 20 ár eða þar til Hlégarður var tekinn í notkun árið 1951, þinghús hreppsins, símstöð og póstaf- greiðsla. Auk skólastjórastarfsins gegndi Lárus starfi stöðvarstjóra Pósts og síma á árunum 1933-1952. Það segir sig því sjálft að umsvif húsráðenda í Brúarlandi hafa verið mikil og þjónusta við sveitunga margvísleg. Brúarlandsheimilið var lengst af mjög mannmargt. Þar komust á legg átta börn þeirra hjóna en auk þessu áttu athvarf hjá þeim hjónum um lengri eða skemmri tíma skyldir og vandalausir. Þá dvöldu á heimilinu á veturna þau börn í sveitinni, er lengst áttu að sækja í skólann. Stjórn þess stóra heimilis hvíldi eðlilega mest á Kristínu sem stjórnaði af röggsemi. Á Brúarlandi byggð er höll, barnaskóli fríður Brúarlandsfólkið Fremri röð frá vinstri: Magnús Lárusson, Halldór Lárusson, Kristín Magnúsdóttir, Lárus Halldórsson skólastjóri, Tómas Lárusson. Aftari röð: Margrét Lárusdóttir, Valborg Lárusdóttir, Ragnar Lárusson, Fríða Lárusdóttir, Gerður Lárusdóttir.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.