Mosfellingur - 17.03.2022, Qupperneq 4

Mosfellingur - 17.03.2022, Qupperneq 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ4 Fermingar ,,vertíðin” er að hefjast en fermt verður í ellefu athöfnum frá og með sunnudeginum 27. mars. sunnudagur 20. mars Guðsþjónusta kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. sunnudagur 27. mars Fermingar- guðsþjónustur kl. 10:30 og 13:30. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn. Kl. 13: Sunnudagaskólinn færist í safnaðarheimilið, Þverholti 3, 2. hæð. Þema: Bíó og popp sunnudagaskóli! sunnudagur 3. apríl Fermingarguðs- þjónustur kl. 10:30 og 13:30 í Lágafells- kirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn. Kl. 13: Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 2. hæð. Þema: Dans-sunnudagaskóli! sunnudagaskólinn Flakkar víða í samstarfi við Reynivalla- prestakall - Mosfellingar, Kjalnesingar, Kjósverjar og öll hvött að mæta - sjá nánar auglýsingu. Foreldramorgnar Á fimmtudögum kl. 10-12 í safnaðar- heimilinu, 3. hæð. Á dagskránni er opið hús, gestafyrirlesarar, léttar veitingar og góð aðstaða fyrir krílin. Nánari upplýsingar á www.lagafells- kirkja.is & endilega fylgdu okkur á samfé- lagsmiðlunum facebook & instagram. Fyrirtækið Varmás í Mosfellsbæ hlaut á dögunum viðurkenningu sem besti um- boðs- og söluaðili á gagnvirkum tæknibún- aði fyrir menntastofnanir á Íslandi. Varmás hefur þjónustað skólastofnanir síðan 1989 og býr yfir sérþekkingu á skóla- tengdum upplýsingakerfum. „Þetta er mikill heiður fyrir okkur og sýn- ir að við erum að gera eitthvað rétt,“ segir Ólafur Sigurðsson eigandi fyrirtækisins sem staðsett er í Markholti 2. „Það er ánægjulegt að tekið sé eftir okk- ur og hvað við erum að gera en við höfum verið að selja og þjónusta gagnvirka skjái og töflur í áratugi. Einnig að eftir okkur sé tekið af erlendu fagtímariti, það er stór plús, European Enterprise Awards - EU Business News.“ Varmás er í örum vexti og standa nú yfir framkvæmdir við stækkun húsakosts í Markholtinu en þar kennir svo sannarlega ýmissa grasa. Tæknifyrirtæki í örum vexti í þrjá áratugi • „Mikill heiður“ Varmás hlýtur alþjóð- lega viðurkenningu ólafur sigurðsson Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfé- laga og mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Könnun- in hefur verið framkvæmd í fjölda ára og ávallt er spurt sömu spurninga. Könnunin veitir yfirlit yfir þróun mála í einstaka mála- flokkum yfir tíma og stöðu sveitarfélagsins gagnvart öðrum sveitarfélögum. Eins og undanfarin ár situr Mosfellsbær í efstu sætum þegar spurt er um sveitarfé- lagið sem stað til þess að búa á en dalaði í fyrra þegar mat var lagt á þjónustuna í heild sem hlýtur þá að koma til skoðunar. Á árinu 2021 reyndust 89% aðspurðra frekar eða mjög ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á og hækkaði úr 88% frá fyrra ári. Á móti fækkaði þeim sem svara þeirri spurningu með svarinu hvorki né og fjölgaði aðeins í hópi íbúa sem eru frekar óánægðir með sveitarfélagið sem stað til þess að búa á. innlegg í þróun þjónustu mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segir að könnun Gallup sé hluti af þeim gögnum sem bærinn nýtir til að rýna hvað gangi vel og hvað megi betur fara. „Könnun Gallup er ævinlega kynnt fyrir öllum nefndum bæjarins og mögulegar umbætur eru rædd- ar þar. Í kjölfarið vinnur hvert svið fyrir sig að því að rýna hvað megi betur fara. Í fyrra var ákveðið að afla frekari upplýsinga hjá íbúum í þrem málaflokkum. Gallup var falið að halda rýnihópa þar sem sjö til níu íbúum var boðið að ræða það hvar sveitarfélagið stendur sig vel og hvar síður en ekki hvað síst hvernig Mosfellsbær gæti bætt sig. Þannig voru tveir rýnihópar fengnir til að fjalla um skipulagsmál og annar hópur rýndi þjónustu bæjarins við aldraða. Loks var gerð sérstök spurningakönnun meðal fatlaðra til að fá betri mynd af þeirra sjónarmiðum um hvað má betur fara í þjónustu við þann mikilvæga hóp en við sjáum að stærri sveitarfélögum vegnar síð- ur í þeim málaflokki. Eitt af því sem hlýtur að koma til skoðunar er hvað það er sem minni sveitarfélög eru að gera með öðrum hætti en við sem tilheyrum hópi stærri sveitarfélaga í landinu. Nú stendur yfir vinna framkvæmdastjóra sviða við að móta aðgerðir og umbætur sem byggjast á þeim gögnum sem aflað hefur verið umfram hina árlegu könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga,“ segir Haraldur Sverrisson. Yfir landsmeðaltali í tíu af tólf þáttum „Almennt séð minnkar ánægja íbúa á ár- inu 2021 í öllum sveitarfélögum sem könn- unin nær til og er Mosfellsbær þar engin undantekning. Mosfellsbær er þó sem fyrr yfir landsmeðaltali í tíu af þeim tólf þjón- ustuþáttum sem spurt er um og ánægja með málefni grunnskólans eykst milli ára á sama tíma og meðaleinkunn sveitarfélaga lækkar á landsvísu í þeim málaflokki. Svipuð þróun á sér stað í málefnum eldri borgara þar sem við náum að halda okkar á sama tíma og landið dalar. Við Mosfellingar getum verið stolt af því að vera efst stærri sveitarfélaga þegar kemur að mati íbúa á Mosfellsbæ sem stað til að búa á. Mér finnst það enn og aftur staðfesta að við búum yfir ákaflega miklum félagsauð þar sem sterkar tengingar eru milli fólks og við stöndum saman í því sem skiptir máli. Nú sem fyrr skiptir það okkur sem störf- um fyrir Mosfellinga máli að vita að þeir eru í megindráttum ánægðir með þjónust- una. Við höfum markað þá stefnu að vöxtur sveitarfélagsins hafi jákvæð áhrif á þjón- ustu og þjónustustig og það hefur að mínu mati tekist í öllum megindráttum. Það er hins vegar ekki nóg fyrir okkur að vera yfir landsmeðaltali í meginþorra málaflokka því við viljum og getum gert betur,“ sagði Haraldur Sverrisson. Könnunin var framkvæmd frá 8. nóvember 2021 til 12. janúar 2022. Heildarúrtak í könnuninni er 11.426 manns í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Úrtakið í Mosfellsbæ var 430 einstaklingar. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni mos.is/gallup2021. Árleg könnun Gallup á þjónustu sveitarfélagann 89% íbúa ánægðir Ánægð(ur) 89% Hvorki né 6% Óánægð(ur) 5% Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með mosfells- bæ sem stað til að búa á? Ljósmyndasýning í Lágafellslaug Þessa dagana stendur yfir skemmti- leg ljósmyndasýning í Lágafellslaug. Myndirnar eru allar eftir Ragga Óla ljósmyndara Mosfellings sem um árabil hefur myndað helstu viðburði bæjarins auk þess sem hann er einstaklega lunkinn við að festa stemninguna í bæjarlífinu á „filmu“. Á sýningunni er skemmtileg blanda af mannlífsmyndum sem teknar eru héðan og þaðan í Mosfellsbæ. Ný stjórn kjörin á aðalfundur FaMos Aðalfundur FaMos, Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, var haldinn í Harðarbóli mánudaginn 28. febrúar. Fundarstjóri var kjörinn Magnús Sigsteinsson sem stýrði fundinum af röggsemi. Á fundinum flutti fráfarandi formaður, Ingólfur Hrólfsson, skýrslu stjórnar og formenn nefnda skýrslur þeirra um starfið síðasliðið ár. Starfandi eru innan félagsins nokkrar nefndir sem halda utan um margvíslega starfsemi á vegum félagsins. Þar má nefna Menningar- og skemmti- nefnd, Íþróttanefnd, Ferðanefnd og nefnd sem heldur utan um bingó, pútt, bridge og félagsvist. Covid hafði þónokkur áhrif á starfið og varð að fella niður marga viðburði þótt tekist hafi að halda aðra. Fram kom í skýrslu formanns að um 1.300 einstaklingar muni vera 67 ára og eldri í Mosfellsbæ en í félaginu eru nú tæplega 700 félagar. Ný stjórn var kjörin á fundinum, hana skipa Jónas Sigurðsson formaður, Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður, Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri, Kristbjörg Steingríms- dóttir ritari, Þorsteinn Birgisson meðstjórnandi, Guðrún K. Haf- steinsdóttir varamaður og Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.