Mosfellingur - 17.03.2022, Side 6

Mosfellingur - 17.03.2022, Side 6
 - Fréttir úr bæjarlífinu6 Vinstri græn setja félagslegt jafnrétti, samfélagslega ábyrgð og umhverfismál á oddinn Kosningabaráttan að hefjast af fullum krafti Framboðslisti VG var samþykktur á almenn- um félagsfundi þann 12. mars. Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Kolbrún Ýr Oddgeirs- dóttir flugumferðar- stjóri, í þriðja sæti er Bjartur Steingrímsson fangavörður og Bryndís Brynjarsdóttir kennari er í fjórða sæti. Guð- mundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- ráðherra og Bjarki Bjarnason oddviti listans ávörpuðu fundinn eftir einróma samþykkt listans. Kosningabaráttan er að hefjast af krafti og Kolbrún Oddgeirsdóttir formaður félagsins er bjartsýn á árangurinn. 1. Bjarki Bjarnason 2. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir 3. Bjartur Steingrímsson 4. Bryndís Brynjarsdóttir 5. Garðar Hreinsson 6. Una Hildardóttir 7. Hlynur Þráinn Sigurjónsson 8. Auður Sveinsdóttir 9. Ásdís Aðalbjörg Arnalds 10. Sæmundur Karl Aðalbjörnss. 11. Stefanía R. Ragnarsdóttir Framboðslisti vinstri grænna 12. Hulda Jónasdóttir 13. Þórir Guðlaugsson 14. Ari Trausti Guðmundsson 15. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir 16. Örvar Þór Guðmundsson 17. Valgarð Már Jakobsson 18. Oddgeir Þór Árnason 19. Jóhanna B. Magnúsdóttir 20. Ólafur Jóhann Gunnarsson 21. Elísabet Kristjánsdóttir 22. Gísli Snorrason Þakklátur trausti til að leiða listann Bjarki Bjarnason rithöfundur og for- seti bæjarstjórnar leiðir lista vinstri- grænna í komandi kosningum. Hann kveðst vera þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt og segir: „Á fram- boðslistanum er fólk úr ýmsum stéttum samfélags- ins, einstaklingar sem hafa svipaða lífssýn þar sem jöfnuður, samfé- lagsleg ábyrgð og umhverfismál eru sett á oddinn. Það er mikill hugur í hópnum, málefnavinnan stendur yfir og verður kynnt í stefnuskrá okkar. Þar verður fjallað um fjölmarga málaflokka, ekki síst umhverfismál, þau hafa aldrei skipt meira máli en á okkar dögum.“ Listann skipa 22 einstaklingar, í sam- ræmi við fjölgun bæjarfulltrúa úr 9 í 11 en kosið verður til sveitarstjórnar- kosninga laugardaginn 14. maí. „Vorið verður ekki einungis grænt - heldur vinstri grænt,“ segir Bjarki. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir skipar 2. sæti á lista vinstri grænna. Hún ólst upp í Mosfellsbæ og starfar sem flugumferðarstjóri, auk þess hefur hún síðustu ár sinnt nefndarstörfum fyrir Mosfellsbæ og formennsku í félagi VG hér í bænum. „Ég hlakka til starfsins með þessum fjölbreytta hópi fólks sem prýðir listann og tel að góður jarðvegur sé meðal Mosfellinga fyrir það sem við berjumst fyrir. Með öðrum bæjarbúum viljum við byggja upp gott og heilbrigt samfélag með lýðheilsu, umhverfisvernd og félagslegt réttlæti að leiðarljósi,“ segir Kolbrún. Viljum byggja upp gott og heilbrigt samfélag Efstu fimm á lista Vinstri grænna: Bryndís, Bjartur, Bjarki, Kolbrún Ýr og Garðar. Landssöfnun Lions, Rauða fjöðRin, feR fRam dagana 31. maRs tiL 3. apRíL Hjálpið okkur að leggja lið. margt smátt gerið eitt stórt. Reikningur 544-14-556440 kt. 640572-0869 og á lions.is Afrakstur af sölu Rauðu fjaðrarinnar þetta árið verður varið til kaupa á blindrahundum í samstarfi við Blindrafélag Íslands. Lovísa Jónsdóttir efst hjá Viðreisn Niðurstöður liggja fyrir í óbind- andi, rafrænni skoðanakönnun á meðal félags- manna Viðreisnar í Mosfellsbæ varðandi röðun í 1.-6. sæti á framboðslista flokksins fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi: 1. sæti: Lovísa Jónsdóttir 2. sæti: Valdimar Birgisson 3. sæti: Elín Anna Gísladóttir 4. sæti: Ölvir Karlsson 5. sæti: Olga Kristrún Ingólfsdóttir 6. sæti: Ágústa Fanney Snorradóttir Uppstillingarnefnd Viðreisnar tekur nú við niðurstöðum könnunarinnar og vinnur með þær áfram en meðal annars þarf að taka tillit til reglna Viðreisnar um fléttulista. Uppstill- ingarnefnd stefnir á að bera listann upp til samþykktar í lok mars. Samningur um loftgæðamælingar Samningur milli Mosfellsbæjar og Resource International um uppsetningu loftgæðamælakerfis í Mosfellsbæ hefur verið undirritaður og verður búnaðurinn settur upp næstu daga. Samkvæmt samningn- um skuldbindur fyrirtækið sig til að útvega og hafa eftirlit með loftgæða- mælum fyrir Mosfellsbæ sem og að miðla gögnum um loftgæði sem mælinetið mun afla. Gert er ráð fyrir að í Mosfellsbæ verði að minnsta kosti þrír mælar á mismunandi stöðum innan bæjarins með sér- staka áherslu á að mæla loftgæði við útisvæði skóla. Á myndinni eru þau Jóhanna B. Hansen framkvæmda- stjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar og Karl Edvaldsson framkvæmda- stjóri Resource International. SORPA tekur gjald fyrir ógagnsæa poka SORPA hefur hafið 500 króna gjaldtöku fyrir hvern ógagnsæan poka sem komið er með inn á end- urvinnslustöðvar. Á þetta eingöngu við um stóra poka eins og svarta ruslapoka. Bann við ógagnsæjum pokum snýst fyrst og fremst um að draga úr urðun og auka flokkun. SORPA áætlar að verkefnið skili um 1.200 tonna samdrætti í urðun á ári. Verkefnið hefur þar af leiðandi gengið vel og hefur verið tekið vel í það enda eru flestir sammála um mikilvægi þess að flokka og draga úr urðun. Glæra og gagnsæja poka má kaupa í öllum helstu mat- og byggingavöruverslunum.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.