Mosfellingur - 17.03.2022, Síða 8

Mosfellingur - 17.03.2022, Síða 8
Elísabet tók þátt í Barnaþingi í Hörpu Barnaþing á vegum umboðsmanns barna er haldið annað hvert ár. 300 börnum á aldrinum 11-15 ára er boðið að taka þátt og eru þau valin með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Elísabetu Jónsdóttur, 14 ára nemanda í Lágafellsskóla, var boðið að taka þátt í þingi sem fram fór í Hörpu 3.-4. mars. Ýmis málefni voru rædd á þinginu og eins og Elísabet sagði í innslagi í Landanum þá þarf að leggja meiri áherslu á að stöðva einelti, kennarar þurfa að fylgjast betur með og að krakkar verði að vera duglegri að láta vita ef eitthvað er að. Niðurstöður af þinginu verða svo kynntar fyrir ríkisstjórninni og vonandi verður lögð áhersla á að málefni barnanna fái góðar undirtektir. Jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari s. 898 3947 krist2910@gmail.com Þorsteinn Birgisson meðstjórnandi s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com Guðrún K. Hafsteinsdóttir 1. varamaður s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is Áshildur Þorsteinsdóttir 2. varamaður s. 896 7518 asath52@gmail.com StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is - Fréttir úr bæjarlífinu8 GaMan SaMan 24. mars kl. 13:30 í borðsal Eirhamra. Helgi R. Einarsson gleðigjafi mætir og tekur lagið með okkur og börnin frá Höfðabergi koma í heimsókn. Endilega komið og verið með okkur og syngjum saman. Kaffi selt í matsal eftir skemmtun á 500 krónur. Páskaskreytingar Dagana 28. og 29. mars og 6. og 7. apríl ætlum við að vera í páskastuði og búa til alls konar skreytingar til að njóta um páskana. Brynja skreytinga- meistari verður með alls konar snið- ugt í pokahorninu, verið velkomin og þau sem hafa áhuga á að vera með, endilega hafið samband við okkur áður í síma 586-8014 virka daga milli 13-16 eða á elvab@mos.is Þátttökukostnaður að sjálfsögðu í lágmarki eins og alltaf. PÁSKa-BInGÓ Á BARION þriðjudaginn 12. apríl kl. 13:30. Bingónefnd FaMos ætlar að halda bingó á BARION. 1 spjald, kaffi og meðlæti kostar 1.000 kr. og aukaspjald 300 kr. Hilmar Gunnars- son bingóstjóri. Glæsilegir vinningar. Hlökkum til að sjá þig. danS, danS, danS Dansinn er byrjaður aftur og er alla miðvikudaga kl. 14:15 í íþróttahúsinu Varmá með Auði Hörpu. Endilega verið með, nóg pláss og frábær hreyfing, mánuðurinn kostar 4.000 krónur og greiðist á staðnum (erum ekki með posa). Í dansleikfimi er blandað saman gamalli og nýrri tónlist við alls konar dansspor og leikfimi, línudans, zumbagold og alls konar sporum og úr verður frábær skemmtun við skemmtilega tónlist. Dansleikfimi hentar öllum konum og körlum, á öllum aldri, jafn byrjendum sem lengra komnum. Gönguhópur Minnum á flotta gönguhópinn okkar alla miðvikudaga kl. 13:00. Farið er frá Fellinu/ Varmá. Allir velkomnir í frábæran félagsskap. Minnum á félagsvistina alla föstudaga kl. 13:00 í borðsal Eirhamra. Allir velkomnir. Strúktúr er fyrirtæki í innflutningi CLT, límtrés- og stálgrindarhúsa, yleininga og klæðninga. Stefna fyrirtækisins er að bjóða vörur sem standast íslenskt veðurfar og uppfylla alla staðla og gæðakröfur sem kaupandinn gerir. „Við veljum okkur samstarfsaðila af kostgæfni, hvort sem er innlenda eða erlenda birgja,“ segir Ingólfur Á. Sigþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Strúktúr var stofnað árið 2013 og starfsmenn þess búa yfir mikilli reynslu af húsbyggingum. Fyrirtækið flytur inn krosslímdar CLT timbur- einingar frá fyrirtækinu Binderholz í Austurríki sem er stærsti framleiðandi CLT í dag og þriðji stærsti timburframleiðandi í heiminum með 29 verksmiðjur og um 5.000 manns í vinnu. Ingólfur segir að í dag sé gríðarlega álitleg- ur kostur að byggja úr CLT-timbureiningum. „Aukningin í að byggja úr timbri hefur aukist, ekki síst í ljósi þess að það er verið að nota endurnýtanlegt efni. Efnið bindur kolefni og er því umhverfisvænt. Ekki er að finna kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu. Einingarnar eru með hátt U-gildi og því þarf minni einangrun utan á þær,“ segir hann og bætir við að í dag megi finna háhýsi um alla Evrópu sem byggð eru úr CLT-timbureiningum. „Við erum búnir að reisa í dag 4.200 m2 hús á fimm hæðum í Hafnarfirði sem er alfarið úr CLT, meira að segja lyftugöng og stigar. Einnig erum við búnir að reisa fjölda einbýlis-, par- og raðhúsa hér á landi auk sumarbústaða. Þá er búið að reisa fjögur 6 íbúða fjölbýlishús í Reykjavík auk fjölda einbýlis- og parhúsa. Við sjáum líka um hönnun ef þess er óskað.“ Kostnaðarhagkvæmar lausnir Ástæða fyrir vinsældum eininganna er gríðarlegur styrkur í efn- inu, vistfræðilegi hlutinn og hagkvæmnin. „Einingarnar koma til- sniðnar á byggingarstað sem gerir það að verkum að það er fljótlegt að reisa og loka húsinu. CLT timbureiningar stytta byggingartíma töluvert meðan ávallt er leitast við að viðhalda háum gæðum,“ segir Ingólfur og heldur áfram. „Samsetning massífs timburs og hefðbundinna byggingarefna, svo sem steinsteypu, stáls og glers, geta leitt til kostnaðarhag- kvæmra lausna sem sameina kosti hefðbundinna efna. Hlutfallslega lítil þyngd massífs viðar er mikill kostur, til dæmis, þegar við byggjum aðra hæð á eldri byggingar. CLT timbureiningar henta því vel þar sem álagið á bygginguna er ekki aukið verulega vegna lítillar þyngdar.“ Ingólfur Á. Sigþórsson Strúktúr býður vörur sem standast íslenskt veðurfar • Mikil reynsla af húsbyggingum segir hagkvæmara að byggja úr límtré en stálgrind

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.