Mosfellingur - 17.03.2022, Side 12

Mosfellingur - 17.03.2022, Side 12
Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð- inu hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu um sam- ræmingu á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Yfirlýsingin var undirrituð í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi föstudaginn 11. mars. Eitt sorphirðukerfi og sérsöfnun á lífrænum úrgangi „Umhverfið okkar er að gjörbreytast. Við sjáum loks fram á samræmda flokkun og sjáum fram á uppbyggingu á grænum klasa og sorpbrennslu fyrir úrgang sem ekki er hægt að flokka,“ sagði Gunnar Einarsson, formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, við undirritunina og fagnaði þeirri samstöðu og framsækni sem sveitarfélögin hafa sýnt í verki. „Það mun mjög margt spennandi gerast á næstu árum. Við þetta bætist markmið ríkisstjórnarinnar um að vera í fremstu röð á sviði loftslagsmála. Þetta eru spennandi tímar en líka flóknir og samstaða okkar sveitarfélaganna er mikilvæg til að tryggja að þessi markmið náist.“ Með yfirlýsingunni sammælast sveitarfélögin um að innleiða eitt sorphirðukerfi á höfuðborgarsvæðinu og sér- söfnun á lífrænum úrgangi sem lögð er til í skýrslu starfs- hópsins og hefur áður verið sagt frá í Mosfellingi. - Mosfellsbakarí 40 ára12 Þann 6. mars voru liðin 40 ár frá því Mos- fellsbakarí opnaði í Mosfellssveit. „Það er búið að vera mikið fjör í kring- um þetta í öll þessi ár,“ segir Linda Björk Ragnarsdóttir sem stýrir bakaríinu í dag ásamt bróður sínum Hafliða Ragnarsyni og eiginkonu hans. Mosfellsbakarí er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1982 af hjónunum Ragnari Haf- liðasyni og Áslaugu Sveinbjörnsdóttir. Bakaríið hefur verið rekið á sömu kenni- tölu frá fyrsta degi og hlýtur að teljast með eldri fyritækjum í sveitinni. Árið 2001 var opnuð ný verslun á Háaleitisbraut í Reykjavík auk þess sem bakaríið í Mosfells- bæ fluttist úr gamla húsinu í Urðarholti í stærra húsnæði að Háholti árið 2007. Þá er einnig rekin konfektgerð á Kirkjustíg undir merkjum Hafliða súkkulaðimeistara og bakarameistara í fjórða ættlið. Tvö núll tekin aftan af krónunni Mosfellsbakarí opnaði með pompi og prakt þann 6. mars 1982 og fullt var út úr dyrum þann dag og næstu daga. „Þá höfðu nýlega verið tekin tvö núll aftan af krónunni og var innkoman fyrsta daginn rúmlega tíu þúsund krónur. Eftir það mátti þakka fyrir að velta dagsins næði 2.000 kr.,“ segir Ragn- ar Hafliðason. „Þetta mæltist misjafnlega fyrir í sveit- inni því sumir höfðu ekki mikla trú á því að krakkakjánar gætu látið svona fyrirtæki ganga. Reksturinn var mjög erfiður til að byrja með en við vorum komin í of miklar skuld- bindingar til að fara að leggja upp laupana. Fólk var ekki gleypa við þessari nýjung enda tók það alveg 3-4 ár að koma Mosfellingum á bragðið. Þá bjuggu í Mosfellssveit rúmlega 3.000 manns og fólk var vant því að fá mjúk rúnstykkin í plastpokum í Kjörval eða Kaupfélaginu, ekki nýbakað með skorpu úr bakaríi. Svo fór að ganga betur og betur efir því sem leið og bakaríið hefur vaxið og dafnað í öll þessi ár.“ Tíminn líður hratt „Það hefur margt breyst á fjórum áratug- um. Okkar stóra gæfa í þessum rekstri hefur verið gott starfsfólk og góðir viðskiptavinir. Drifkrafturinn í fyrirtækinu hefur alltaf verið metnaður til að gera betur og sinna óskum viðskiptavinarins,“ bætir Ragnar við. „Sumir koma hér um hverja helgi eða jafnvel á hverjum degi og hægt er að stilla klukkuna eftir nokkrum þeirra. Bakaríið getur líka verið ágætis samkomustaður. Stefnt er að því að gera eitthvað meira skemmtilegt í tilefni stórafmælisins með vorinu þegar sól hækkar á lofti,“ segja fjöl- skyldumeðlimirnir hálf hissa á því hvað tíminn líður hratt. Samræmd Sorphirða á höfuðborgarSvæðinu Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Gunnar Ein- arsson formaður stjórnar SSH og bæjarstjóri Garðabæjar, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, Regína H. Guðbjörnsdóttir staðgengill sveitarstjóra Kjósarhrepps, Ármann Kr. Ólafsson bæj- arstjóri Kópavogs, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Bjarni Torfi Álfþórsson staðgengill bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, Arnar Jónsson staðgengill bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Gott starfsfólk og góðir viðskiptavinir eru lykillinn mosfellsbakarí vex og dafnar Fyrsta bakaríið í Mosfellssveit. Bræðurnir Ragnar og Rafn Hafliðasynir ásamt starfsfólki sínu, Ellý Björnsdóttur, Kristjáni Skarphéðinssyni, Ásthildi Davíðsdóttur og Hrönn Samsonardóttur. Afmælisbarnið Ágúst Jóhannsson, fæddist sama dag og Mosfellsbakarí tók til starfa fyrir 40 árum. Hér ásamt Lindu Björk, Olesya, Áslaugu og Ingibjörgu Alexíu fyrir 20 árum í Urðarholtinu. Mosfellsbakarí hefur verið staðsett í Háholti frá árinu 2007.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.