Mosfellingur - 17.03.2022, Qupperneq 16

Mosfellingur - 17.03.2022, Qupperneq 16
 - www.mosfellingur.is16 Handhafi þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar er Hlín Ólafsdóttir, grafískur hönnuður og kennari í Krikaskóla og Verzlunarskóla Íslands. Sólveig Franklínsdóttir, formaður menningar- og nýsköpunarnefndar, og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri afhentu viðurkenninguna í Listasal Mosfellsbæjar nýlega en viðurkenningin er veitt á tveggja ára fresti. Hugmyndin sem verðlaunuð er lýtur að nýtingu rýmis í Kjarna sem svokallaðs sköpunarrýmis og miðar að skapandi og áhugadrifnum íbúum Mosfellsbæjar sem eru að vinna að nýsköpun og/eða annars konar handverki. Grunnhugmyndin er byggð á hugmyndafræði FabLab þar sem tækni og módelgerð er í forgrunni en þó einfald- ari og með meiri áherslu á samfélagslegt gildi og nýtingu á ólíkri þekkingu og hæfni. Á næstunni má gera ráð fyrir því að hugmyndin verði þróuð enn frekar sem myndi fela í sér kostnaðarmat, könnun á áhuga mögulegra samstarfsaðila og heimsækja aðrar sköpunarsmiðjur. Í upphafi árs gerðu Mosfellsbær og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs með sér samning um aðkomu miðstöðvarinnar að opinni hugmynda- og hönnunarsamkeppni sem sveitarfélagið hugðist halda. Samkeppnin sneri að nýjum upplifunar- og miðbæjargarði í hjarta byggðarinnar við Bjarkarholt. Keppnin var ætluð öllum til þátttöku, fagfólki, hönnuðum og arkitekt- um í samstarfi við aðra fræði- og faghópa og var sérstaklega hvatt til þverfaglegrar nálgunar. Uppbygging hefur verið mikil í miðbænum á undanförnum árum og fer henni brátt að ljúka. Garðurinn verður án- ingarstaður bæjarins ætlaður bæði íbúum og öllum gestum svæðisins. Markmið hans verður að auka mannlíf og græna ásýnd götunnar í heild. Myndband sýnir miðbæinn fullbyggðan Í janúar unnu hönnunarstofurnar Ark- form og ONNO tölvugert myndband af götunni að ósk Mosfellsbæjar. Myndbandið sýnir hvernig ætla megi að miðbærinn muni líti út fullbyggður samkvæmt sam- þykktum áformum og skipulagi. Þar sjást óreist mannvirki, torg og garður í samspili við þá uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað. Í upphafi myndbandsins gefur bæði að líta útlínur vinningstillögu um kirkju og menningarmiðstöð en þau áform munu taka breytingum en einnig sést þar um- hverfislistaverks sem menningar- og ný- sköpunarnefnd lagði til við bæjarstjórn að yrði reist á Kjarnatorgi við rætur miðbæj- arins. Bæjarstjórn hefur samþykkti tillögu nefndarinnar um smíði verksins sem hann- að var af Elísabetu Hugrúnu Georgsdóttur arkitekt. Mun kennileitið vera sem hlið að miðbæjargötu Bjarkarholts. Uppbygging á þó enn eftir að taka á sig mynd og nokkur hús hafa ekki verið hönnuð að fullu. Myndbandið gefur mynd af ásýnd svæðisins þótt eitthvað geti tekið breytingum. Markmið er að gefa öllum kost að kynna sér fyrirhugaða ímynd og upplifun götunnar með skemmtilegum og aðgengi- legum hætti. Myndbandið er aðgengilegt á vef Mosfellsbæjar, mos.is/bjarkarholt. Lágafellsskóli er grænfánaskóli og vinnur eftir skrefunum sjö sem eru skref í átt að menntun til sjálfbærni. Eitt af skrefunum er að upplýsa fólk um hvað við erum að gera og fá aðra með. Óskilamunir safnast saman í okkar skóla eins og í öðrum skólum. Hvað verður um allt það sem týnist í skólanum? Ef hluturinn er merktur kemst hann yfirleitt alltaf til skila. 5.IRÍ tók málin í sínar hendur og flokkaði fjóra rusla- poka af óskilamunum sem höfðu safnast saman í geymslu skólans. Í framhaldi af flokkun óskilamuna fór bekkurinn í hópa og hver hópur fékk eina spurningu til að vinna með. 5.IRÍ vonar að svörin verði til þess að foreldrar og börn passi hlutina sína betur. 1. Hvers vegna erum við að flokka óskilamuni? Lágafellsskóli er grænfánaskóli en þannig skólar reyna að hugsa vel um náttúruna og vilja ekki að fólkið eyði endalausum pening í nýja hluti og það er alveg hægt að nota hlutina aftur. Síðan er ekki gott að það verði framleitt endalaust af fötum. 2. Hvernig flokkuðum við óskilamunina? Við sturtuðum úr fjórum ruslapokum og flokkuðum merkt föt í 10 fötur sem við merktum fyrsti bekkur, annar bekkur, þriðji bekkur o.s.frv. Í skólanum eru 10 árgangar og þess vegna þurftum við tíu fötur. Þegar við vorum komin með öll merktu fötin var kennarinn við tölvuna og skrifaði inn nöfnin og fann út í hvaða bekk eigandinn var. 3. Hvernig komum við óskilamununum til skila til réttra eiganda? Við fengum tíu fötur lánaðar hjá Guðmundi kokki og merktum þær 1–10. Við flokkuðum hlutina varlega og löbb- uðum rólega í árgangana og reyndum að finna eigendur hlutanna. 4. Hvað getum við gert til að minnka óskilamuni? Í fyrsta lagi þarf að merkja fötin sín á mjög áberandi staði til þess að að fólk sem finnur hlutina geti hringt í þig og þú getur þá fengið hlutinn aftur. En svo er mikilvægt að passa vel upp á dótið sitt. Nemendur í Lágafellsskóla flokka óskilamuni nemendur í óða önn Miðbær Mosfellsbæjar við Bjarkarholt og miðbæjargarðurinn Gerður Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri undirrita samning. Hugmyndasamkeppni stendur yfir um nýjan miðbæjargarð • Myndband komið í loftið sem sýnir miðbæinn fullbyggðan listaverk sem reist verður á kjarnatorgi Sköpunarrými í Kjarna • FabLab Hlín hlýtur þróunar- og nýsköpunar- viðurkenningu haraldur, hlín og sólveig

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.