Mosfellingur - 17.03.2022, Blaðsíða 23
Íslandsmót einstaklinga í keilu með forgjöf fór fram dagana 19.-27.
febrúar í Keiluhöllinni í Egilshöll.
Leiðin að titlinum er nokkuð löng en forkeppnin var leikin helgina
19.-20. febrúar þar sem allir þátttakendur léku sex leiki hvorn dag
og komust 12 efstu leikmenn áfram í milliriðil. Okkar maður var í 2.
sæti eftir forkeppnina og hélt sínu sæti eftir milliriðilinn en sex efstu
leikmenn komust þá áfram í undanúrslitin þar sem allir leikmenn
mættust maður á mann en þar gekk Svavari mjög vel og tyllti hann sér í
1. sætið fyrir úrslitin sjálf.
Úrslitin eru leikin þannig að 3 efstu spila 1 leik og sá lægsti dettur út
og þá er einungins úrslitaleikurinn sjálfur eftir en hann var æsispenn-
andi allt til síðasta kasts en Svavar lokaði þar lokarammanum með því
að loka svokallaðari glennu þar sem aðeins 2 keilur stóðu eftir sitthvoru
megin á brautinni til að tryggja sér titilinn.
Svavar Steinn er 11 ára og æfir keilu í Keiluhöllinni í Egilshöll með
Keilufélagi Reykjavíkur. Hann byrjaði að æfa keilu á síðasta ári og er
þetta því algjörlega frábær árangur hjá honum. Keiluæfingar eru þri-
svar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og hvetur
Svavar alla krakka til að koma og prufa keiluæfingu. Allir geta komið og
prufað frítt í 2 vikur en nánari upplýsingar um keiluæfingar má finna á
heimasíðu Keilufélags Reykjavíkur www.kfr.is.
SunnudagaSkólinn
í lágafellSkirkju
Mosfellingurinn Svavar Steinn Guðjónsson 11 ára
Íslandsmeistari í
keilu með forgjöf
Stjórn Hamars ehf. hefur samþykkt sam-
runa rekstrar félagsins og Deilis tækni-
þjónustu ehf., NTD ehf. og Véla ehf. ásamt
breyttu nafni félagsins sem heitir nú HD.
Nýja vörumerkið sameinar hugvit, há-
tækni og verkþekkingu félaganna fjögurra.
„Sameiningin gerir okkur kleift að veita
viðskiptavinum í ólíkum atvinnugreinum
enn betri þjónustu en áður. Má í því sam-
bandi nefna tæknilegar ástandsgreiningar
véla og sívöktun vélbúnaðar, hönnun,
framleiðslu og þjónusta dælu- og lagna-
kerfa, viðhaldi á jarðgufutúrbínum og
rafölum orkuvera, innflutningi á vél- og
tæknibúnaði, uppsetningar, varahlutaöflun
og aðra þjónustu,“ segir Árni Rafn Gíslason
forstjóri HD.
200 starfsmenn á 6 starfsstöðvum
„Viðskiptavinir okkar eru í öllum helstu
iðnaðargeirum Íslands sem eru stóriðnaður,
sjávarútvegur, virkjanir, veitufyrirtæki, mat-
vælaiðnaður og fiskeldi. Hjá HD starfa ríf-
lega tvö hundruð manns á sex starfsstöðv-
um vítt og breitt um landið. Starfsfólkið
hefur víðtæka reynslu og menntun á stál-,
véla- og tæknisviði sem gerir okkur kleift að
hámarka virði þjónustunnar.
Starfsfólk okkar er sérþjálfað í viðhaldi
vélbúnaðar sem hámarkar uppitíma iðn-
veranna sem við þjónustum. Sérhver stöðv-
un vegna viðhalds er vandlega skipulögð í
samræmi við aðstæður iðnversins, úrvali af
sérhæfðu þjónustufólki og tiltæki varahluta
sem þarf til verksins. Með þessu móti lág-
mörkum við stoppin og aukum fyrirsjáan-
leika í rekstri viðskiptavina okkar.
Gildin okkar eru öryggi, heiðarleiki,
þjónustulund og fagmennska. Þau varða
leið okkar í daglegum rekstri og stjórnun
gagnvart starfsfólki og viðskiptavinum
okkar.
Markmið félagsins er að vera fyrsta val
viðskiptavina fyrir véla- og tækniþjónustu
á íslenskum iðnaðarmarkaði.“
Hamar, Deilir tækniþjónusta, NTD og Vélar verða HD
Sameinaðir kraftar
undir nýju merki
HD að völuteigi 31
www.mosfellingur.is - 23