Mosfellingur - 17.03.2022, Side 28

Mosfellingur - 17.03.2022, Side 28
 - www.mosfellingur.is28 Það er stundum sagt og skrifað að stjórnmálaflokkar séu til óþurftar. Má skilja á stundum að stjórn- málafólki sem starfar innan stjórn- málaflokka sé ekki treystandi til að starfa af heilindum að hagsmunum bæjarbúa. Í síðasta Mosfellingi birti bæjarfulltrúi framboðsins Vinir Mosfellsbæjar grein þar sem fram kom sú skoðun að óháður bæjarlisti þar sem einungis hagsmunir bæjarbúa ráði för eigi fullt erindi í Mosfellsbæ. Nú ætla ég ekki að dæma um það hvaða flokkar eða framboð eiga erindi í bæjarstjórn, það er kjósenda að ákveða það. Ég vil hins vegar draga fram af hverju það er kostur að þeir aðilar sem bjóða sig fram og setjast við bæjarstjórnar- borðið séu hluti stjórnmálahreyfingar með skýr stefnumið. Á hverju byggjum við okkar störf? Við sem störfum í bæjarstjórn og nefnd- um bæjarins í nafni Samfylkingarinnar vinnum að sjálfsögðu af fullum heilindum að hagsmunum bæjarfélagsins og íbúa þess. En á hverju byggjum við þær ákvarð- anir sem við tökum? Við byggjum þær á stefnu flokksins sem við störfum innan, jafnaðarstefnunni. Okkar starf miðar að því að efla velferðarsamfélagið með frelsi, jafnrétti, samábyrgð og réttlæti að leiðar- ljósi. Leiðarljósið er þessi öfluga stjórn- málastefna sem norræn velferðarsamfélög eru reist á. Þetta eru grunngildi Samfylk- ingarinnar. Á sveitarstjórnarstigi er veitt sú þjónusta og teknar flestar þær ákvarðanir sem hafa hvað mest áhrif á daglegt líf og lífsgæði íbúa, á hvaða aldri sem þeir eru. Gott sam- félag verður til þegar allir íbúar fá tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og enginn er skilinn eftir, þar sem íbúar upplifa frelsi, samstöðu og samhygð. Áskoranir framtíðar Við sem samfélag stöndum frammi fyrir áður óþekktum áskorunum. Það eru áskoranir í umhverfismálum, velferðarmálum og at- vinnumálum sem við verðum að bregðast við á markvissan og öflugan hátt. Þessum áskorunum verður ekki mætt á fullnægj- andi hátt nema með aðkomu sveitarfélaga og samstarfi sveitarfélaga. Þess vegna er mikilvægt að í sveitarstjórnum sitji fólk með framtíðarsýn sem byggist á stefnu um jöfn tækifæri allra, stefnu um heilbrigt og öflugt atvinnulíf sem gengur ekki á rétt komandi kynslóða um heilnæmt umhverfi og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Fólk sem lítur fyrst og fremst til velferðar barna og fjölskyldna í öllum sínum störfum. Framtíðarákvarðanir Á hverju fjögurra ára kjörtímabili koma upp ýmis álitaefni og mál til afgreiðslu í bæjarstjórn sem ómögulegt er að sjá fyrir í kosningabaráttu eða í upphafi tímabilsins. Það að kjörnir fulltrúar séu hluti stjórn- málahreyfingar með heildstæða stefnu um uppbyggingu velferðarsamfélags fyrir okkur öll, hefur forspárgildi um á hverju ákvarð- anir síðar á kjörtímabilinu verði byggðar. Í tilfelli bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar verða þær byggðar á jafnaðarstefnunni, stefnunni um velferðarsamfélagið sem byggist á jöfnuði og réttlæti. Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti framboðslista Samfylkingarinnar. Fólk eða flokka í bæjarstjórn? Í sumar eru fyrirhugaðar miklar byggingaframkvæmdir að Eir- hömrum og Hömrum í Mosfells- bæ. Sennilega hefjast þessar fram- kvæmdir í júlí, jafnvel fyrr. Það á að byrja á að byggja tengibyggingu ofan á elstu og best byggðu eininguna á Eirhömrum. Í þessari einingu eru 6 íbúar í jafn mörgum íbúðum og okkur hefur verið gert að flytja út, tæma íbúðirnar alveg. Þessar framkvæmdir geta tekið ca. tvö ár, en Eir segist munu sjá um flutninginn og útvega okkur íbúðir á þeirra vegum, enginn kostn- aður af okkar hálfu, bara ótrúlega mikil fyrirhöfn. Ef við flytjum í dýrari íbúð en þá sem við erum í, þá borgum við ekki meira fyrir þá íbúð, en samt bara meðan á fram- kvæmdum stendur. Fyrirhugað er að byggja 4-5 hæða blokk við Bjarkarholt, samtals um 100 íbúðir, síð- an á að byggja nokkrar hæðir ofan á Hamra. Á meðan verðum við sexmenningarnir annars staðar, kannski á Eirhömrum, Eir- borgum, í Spönginni eða Eir í Grafarvogi. Hljómar spennandi ...? Ég verð að viðurkenna að mér hrýs hugur við að fara að pakka niður þegar ég hef loksins klárað að koma mér fyrir hérna. Þegar ég flutti úr Miðholtinu eftir 24 ár, þá hélt ég að sá pakki væri búinn, en nei, aldeilis ekki. En Mosfellsbær þarf ekki að hafa áhyggjur af okkur, bærinn er löngu búinn að afsala sér eldriborgararéttindum til Eirar. Við borgum mismunandi háa leigu til Eirar, td. er leigan fyrir 60 fermetra íbúð núna „aðeins“ 250 þús. á mánuði. Innifalið í því er rekstrargjald sem er mismunandi hátt eftir íbúðum. Ljótt að segja það, en Mosfellsbær er ekki til staðar fyrir okkur. Því miður. Ég vona að ég sé ekki að fara með neinar rangar staðreyndir í þessari litlu grein. Þetta er bara það sem okkur hefur verið sagt um áformin. Ég hef ekki verið í samráði við aðra sem þurfa að flytja. Mér bara ofbýður. Kolbrún Jónsdóttir Er gott að vera eldri borgari í Mosó? Á almennum félagsfundi VG í Mos- fellsbæ, sem haldinn var 12. mars sl., var framboðslisti félagsins í komandi kosningum samþykktur einróma. Listann skipa 22 ein- staklingar, í samræmi við fjölgun bæjarfulltrúa úr 9 í 11. Við erum afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt við að leiða listann, hann er skipaður einstaklingum úr ýmsum stéttum samfélagsins, þeir hafa svipuð lífs- viðhorf þar sem félagslegt jafnrétti, samfélagsleg ábyrgð og umhverfis- mál eru sett á oddinn. VG hefur starfað í meirihluta bæjarstjórnar á þessu kjörtímabili; á því tímaskeiði hefur fjölmargt áunnist, má þar nefna byggingu Helgafellsskóla, byggingu knatthúss á Varmársvæði sem var vígt haustið 2019, unnið hefur verið markvisst að friðlýsingu Leiruvogs og afar vönduð umhverfisstefna bæjarins verið samþykkt. Um leið og við horfum stolt um öxl lítum við til framtíðar, hafin er stefnumótunarvinna hjá VG-Mos fyrir komandi kosningar og mun niðurstaða þeirrar vinnu birtast í stefnuskrá framboðsins. Veturinn hefur verið óvenju rysjóttur að þessu sinni og veður bæði grimm og dimm á köflum. En senn snúum við baki við vetrin- um og vorið tekur við – það verður kosningavor. Að þessu sinni verður það ekki einungis grænt – heldur vinstri grænt! Bjarki Bjarnason, skipar 1. sæti V-lista. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir, skipar 2. sæti V-lista. Kosningavor Fyrir fjórum árum stofnuðum við nokkrir félagar í Viðreisn félag í Mosfellsbæ og hófum undirbúning að framboði fyrir sveitastjórnar- kosningarnar vorið 2018. Við veltum því vandlega fyrir okkur hvort við ættum að blanda okkur í þennan slag, hvort við ætt- um brýnt erindi við kjósendur og hvort við gætum látið gott af okkur leiða til að gera mannlífið betra og rekstur sveitarfélagsins skilvirkari og opnari. Niðurstaða okkar var sú að okkar hug- myndir um framfarir hér í bæ og stefna Viðreisnar um að setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum ættu sannarlega erindi við kjósendur. Það sem við settum á oddinn voru lýð- ræðislegar umbætur og ábyrgð í fjármálum. Við vildum komast að til þess að breyta. Ekki til þess að gera einhvern að bæjar- stjóra sem gekk með það í maganum eða til höfuðs bæjarstjóra. Við kærðum okkur kollótt um slíkt. Við vildum einfaldlega þjóna bæjarbúum og gera betur. Við náðum þeim árangri að vera með næstflest atkvæði af þeim átta framboðum sem buðu fram og höfum því und- anfarin fjögur ár átt bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og full- trúa í nefndum sveitarfélagsins. Við höfum unnið eftir þeim áherslum sem við settum okkur í upphafi og teljum líkt og fyrir fjórum árum að breytinga sé þörf í Mosfellsbæ og því er þörf á frjáls- lyndu afli í stjórn Mosfellsbæjar. Okkar áherslur undanfarin fjögur ár markast helst af því að við höfum veitt meirihlutanum aðhald með því að gera kröfur um fagleg vinnubrögð og gagnsæja stjórnsýslu. Við höfum lagt áherslu á málefni barna og fjölskyldna með því að minna stöðugt á að stjórnsýslan snýst um að veita þeim þjónustu sem þurfa á að halda. Okkar markmið er að komast í meirihluta þannig að áherslur okkar fái enn meira vægi í stjórnun bæjarins og vonumst við eftir því að kjósendur veiti okkur það brautargengi í næstu kosningum. Við setjum þjónustu við fólk í fyrsta sæti. Valdimar Birgisson, bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viðreisn setur þjónustu við fólk í fyrsta sæti Í gegnum árin hefur verið fjallað á margvíslegan þátt um stytting einn hér í Mosfellsbæ sem ber heitið Skarhóla- braut sem liggur frá Vesturlandsvegi, fram hjá slökkvistöðinni í bænum, upp með Úlfarsfellinu og yfir í Reykja- hverfi. Fallegt íbúðahverfi hefur mótast á þessu svæði og þar er að finna göturnar Aðaltún, Lækjartún, Hamratún, Hlíðartún og Grænumýri. Steinsnar þar hjá er iðnað- arhverfið við Flugumýri og Desjamýri. Auglýst hefur verið deiliskipulag á svæð- inu. Íbúum og fjárfestum hefur verið kynnt það ítrekað þegar á að fjárfesta á svæðinu og við önnur tilefni. Finna má deiliskipu- lagið á kortavef Mosfellsbæjar og þar sagt að það hafi verið samþykkt í bæjarstjórn 12. mars 2008 og er því nýlega orðið 14 ára gamalt. Reyndar má finna undir fundargerð bæjarstjórnar nr. 486 þann 12. mars 2008 að málinu hafi verið þá frestað en ekki sam- þykkt. Það er önnur saga og óljós. Eftir stendur undirritað skjal af þáver- andi bæjarritara Mosfellsbæjar sem liggur á kortavef bæjarins og hefur ítrekað verið kynnt, t.a.m. í október 2007 í auglýsingu í Morgunblaðinu, þá sem „skematísk“ mynd, þar sem auglýstar voru atvinnuhúsnæð- islóðir. Var myndin af Skarhólabrautinni eins og framangreint deiliskipulag gerir ráð fyrir, þ.e. með eyjum og öllu tilheyrandi. Síðan eru þær lóðir allar seldar og búið að byggja á þeim, starfsemi einnig hafin. En Skarhólabrautin hefur vart tekið nokkrum breytingum og alls ekki í samræmi við það deiliskipulag sem kynnt hefur verið og ligg- ur enn á kortavef bæjarins. Frábær fyrirtæki eru á þessu svæði þar sem Skar- hólabraut liggur um. Þar eru starfandi aðilar sem hafa metnað og vilja búa í góðri sátt við alla í bæjarfélaginu og umhverfið sitt. Enn er ver- ið að selja lóðir upp með allri Desjamýrinni og umferðin um svæðið eykst. Stórvirkar vinnuvélar eru á förum þarna fram og til baka og stórir flutningabílar fara þarna um sem þarf að þjónusta í einu stærsta og metnaðarfyllsta bifreiðaverk- stæði landsins sem er komið á svæðið. Íbúarnir á svæðinu þurfa að þola ágang þessara tækja illu heilli því Skarahólabraut- in, sem á að beina umferð inn á iðnaðar- svæðið og fram hjá íbúabyggð, hefur ekki verið fullunnin. Skarhólabraut er illa fær bæði stórum og minni ökutækjum. Vegna þessa aka þessi tæki fremur um Flugumýri og fram hjá íbúðarbyggðinni þar. Þetta boðar ekki gott. Í greinum að undanförnu hef ég fjallað um brotin loforð meirihlutans í Mosfells- bæ. Má þar m.a. finna brot á eigin málefna- samningi þessa meirihluta. Þar er af nógu að taka. Skarhólabrautin átti að hafa verið komin í gagnið fyrir margt löngu. Hvað tef- ur? Þetta snýr ekki aðeins að þjónustu við þá sem hafa þarna fjárfest heldur einnig að öryggismálum, loftslagsmálum og loforð- um sem þessum aðilum hafa verið gefin sem þarna starfa og búa. Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ. Skarhólabraut í Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.