Mosfellingur - 17.03.2022, Síða 34

Mosfellingur - 17.03.2022, Síða 34
Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar34 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Fólk talar saman af ýmsum ástæð- um. Við deilum upplýsingum til að gera okkur lífið auðveldara, eflum félagsleg tengsl okkar við aðra og samtalið gerir okkur kleift að hafa áhrif á hvernig aðrir upplifa okkur. Löngunin í að hafa samskipti er forrituð í okkur öll. Við getum bara ekki þagað endalaust. Við tölum um veðrið og hvað á að vera í matinn í kvöld en mest þó um það sem aðrir eru að tala um. Samtöl okkar á milli tryggja að við skilj- um hvert annað, við erum stödd á sömu plánetu. Við hefjum yfirleitt samræður til að efla félagsleg tengsl og einnig af einskærri forvitni. Þetta á líka við á netinu. Fólk upp- færir stöðu sína til að skapa tengsl, jafnvel þegar fólk er landfræðilega fjarlægt. Stöðuuppfærslur innihalda oft félags- legar ábendingar eða spurningar og fólk bregst oft við með því að „líka við” eða skrifa athugasemdir. Ekki vegna þess að því líkar við efnið heldur vegna þess að það vill senda frá sér einföld skilaboð til að ýta undir áhuga þinn á málefninu. Í mörgum tilfellum er svo sam- talið sem kemur í kjölfar stöðu- uppfærslu mun mikilvægara eða skemmtilegra en stöðuuppfærslan sjálf. Þó að fólk tali saman til að gera líf sitt auðveldara, til að mynda félagsleg tengsl og til að hjálpa öðrum, eru flest samtöl okkar eins konar markaðssetning á okkur sjálfum. Við upphefjum okkur sjálf með því að segja frá persónulegri upplifun okkar eða jafnvel slúðra um hver sé að gera hvað með hverjum. Yfirleitt er aðeins örlítill hluti gagnrýni eða neikvæðni. Langflest þessara samtala eru jákvæð þar sem við erum alltaf að passa upp á okkar ímynd. Sjálfsmynd okkar mótast stöðugt af sam- tölunum sem við eigum við aðra. Hvort sem þú vilt eða ekki er gildum okkar og skoðun- um deilt áfram, út frá fyrri samtölum við fjölskyldu, vini og frá fólkinu sem þú hittir, jafnvel örstutt á förnum vegi eða þú rekst á á rafrænni götu. Gerum Mosfellsbæ betri með því að tala saman. Heilsumst út á götu, köstum kveðju á aðra í heita pottinum, gefum jákvæða strauma á netmiðlum. Tökum þátt í samtalinu en virðum skoð- anir annarra og veljum að taka það samtal sem okkur líður best með. Geymum gargið og hávaðann innra með okkur á meðan við vinnum úr því og eyð- um síðan orkunni sem myndast í eitthvað jákvætt. Hilmar T. Guðmundsson. Höfundur er í 9. sæti á framboðslista Framsóknar í Mosfellsbæ. Samtalið gerir Mosfellsbæ að betri bæ Öflugt atvinnulíf er forsenda verð- mætasköpunar og á sama hátt er traustur og ábyrgur rekstur hvers sveitarfélags undirstaða velferðar borgaranna og góðrar þjónustu við þá. Við Sjálfstæðismenn höfum alltaf lagt áherslu á að fara vel með fjármuni til þess að geta eflt enn frekar góðar stofnanir bæjarins í að veita sem besta þjónustu. Þjónusta í þína þágu, kæri Mosfellingur, hefur alltaf verið markmið bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og það markmið verður áfram okkar leiðarstef. Ég er stolt af því að búa í Mosfellsbæ og kalla mig Mosfelling. Nálægðin við ósnortna náttúru og víðátta móta sérstöðu bæjarins. Við sem höfum valið að búa hér lítum á Mosfellsbæ sem valkost númer eitt hjá fólki sem kýs sambýli við náttúruna og fallegt umhverfi frekar en ys og skarkala borgarinnar. Þess vegna þarf að halda í þessi ómetanlegu gæði og vanda vel skipulag bæjarins inn í fram- tíðina til þess að tryggja að hér verði áfram betra að búa en ann- ars staðar. Öflugir inniviðir eru fjárfesting til framtíðar fyrir íbúa Mosfellsbæjar. Mosfellsbær er sannarlega útivistar– og íþróttabær. Öflugt íþrótta– og æskulýðsstarf hrífur til sín fólk á öllum aldri, styrkir það félagslega og líkamlega og vekur okkur öll til umhugsunar um gildi góðrar hreyfingar og holls lífernis. Traustur rekstur er grundvöllur þess að hægt sé að byggja íþróttamannvirki s.s. íþróttahús, sundlaugar, knattspyrnu-, golf- og reiðvelli, göngu-, hjóla- og reiðstíga. Við viljum vinna með íþróttafélögum og bæjar- búum að framtíðarsýn þessara mála. Í Mosfellsbæ eru öflugir leik– og grunn- skólar sem hafa á að skipa frábæru fagfólki og það er metnaðarfullt markmið að vilja verða leiðandi í skólastarfi. En til þess að svo megi verða þarf að auka enn frekar sjálfstæði skólanna því rannsóknir sýna að það skilar sér í betra námi fyrir nemendur og meiri starfsánægju innan skólanna. Okkar markmið eru skýr, við viljum samráð og samvinnu við skólasamfélagið og foreldrafélögin með hagsmuni barn- anna okkar að leiðarljósi. Þess vegna er mikilvægt að hér verði áfram traustur og skilvirkur rekstur bæjarsjóðs. Í bænum okkar, Mosfellsbæ, þar sem all- ir skipta máli, viljum við Sjálfstæðismenn tryggja öruggan, ábyrgan og skilvirkan rekstur. Við viljum veita íbúum á öllum aldri framúrskarandi þjónustu og við viljum opin samskipti við íbúa bæjarins um mál- efni sem snerta okkur öll. Kæri Mosfellingur, ég segi XD fyrir enn betri bæ, XD fyrir fólk eins og þig og mig og vona að þú viljir verða mér samferða. Ragnheiður Ríkharðsdóttir Mosfellsbær – bærinn minn og þinn Skipulagsmál eru eitt þeirra lögbundnu verkefna sem sveit- arfélögum ber að sinna. Með skipulagsvaldinu er kjörnum full- trúum gert kleift að móta ásýnd og umhverfi sveitarfélagsins og setja fram framtíðarsýn um uppbygg- ingu innan þess. Aðalskipulag - deiliskipulag Stóra myndin í hverju sveitafélagi er sett fram í aðalskipulagi sem er stefnumótun til lengri tíma og ber að endurskoða með reglubundnum hætti. Allt annað skipulag, s.s. rammaskipulög og deiliskipulög sveit- arfélaga, þarf að taka mið af aðalskipulagi. Nú er það svo að borgir og bæir eru sjaldnast byggðir að fullu í einu lagi. Bæir stækka oftast jafnt og þétt eftir því sem íbúum fjölgar og atvinnulífið blómstrar. Því eru óbyggð landsvæði deiliskipulögð í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Eins getur það hent að eldri deili- skipulög séu tekin upp og þeim breytt til þess að mæta breyttum þörfum eða áherslum. Það er því hverju sveitarfélagi mikilvægt að hafa mótað sér stefnu í skipulagsmálum sem fyrst og fremst tekur mið af þörfum íbúa, núverandi sem og væntanlegra, og framtíðarsýn um þróun samfélagsins. Uppbyggingarreitir á nýju eða áður skipu- lögðu landi taki síðan mið af þeirri stefnu og framtíðarsýn. Skipulag á forsendum hverra? Í Mosfellsbæ er því þannig háttað að mestallt land er í einkaeigu eða á forræði lóðarhafa sem leigja það af bæjarfélaginu. Eðlilega vilja þeir sem með þessi réttindi fara hámarka þann arð sem þeir geta haft af uppbyggingu þar. Hagsmunir þeirra aðila þurfa þó ekki endilega að fara saman við hagsmuni meg- inþorra íbúanna. Uppbyggingu í bæjarlandinu á ekki að vera stýrt á forsendum verktaka, lóðarhafa eða landeigenda heldur forsendum okkar íbúanna sem munum búa hér áfram með okkar fjölskyldum. Það er því mjög mikilvægt að skipu- lagsvaldinu sé beitt með þeim hætti fyrir núverandi íbúa og þá sem seinna koma að bærinn okkar haldi sínum einkennum, bjóði upp á fjölbreytt byggðamynstur, þróist í takt við nýjar áskoranir, stuðli að félags- legri blöndun og fjölskylduvænu umhverfi í tengslum við okkar dásamlegu náttúru. Að þessu munum við jafnaðarmenn stefna og berjast fyrir almannahagsmunum gegn sérhagsmunum nú sem fyrr. Ólafur Ingi Óskarsson, skipar 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar Skipulagsvald sveitarfélaga Þrennt gott Ég var þátttakandi í alþjóðlegu samstarfsverkefni fyrir nokkrum árum. 10 manns frá 8 mismunandi löndum unnu saman í nokkrar vikur að sameiginlegu verkefni. Á hverjum morgni voru haldnir stuttir fundir sem gengu út á að draga fram það sem við höfðum gert vel daginn áður og nýta það til þess að gera enn betur í dag. Hver og einn átti að nefna eitthvað þrennt sem hafði gengið vel og mátti á þessum fundi ekki minnast orði á það sem hafði ekki gengið vel – það var rætt á öðrum vettvangi. Við byrjuðum daginn því með um 30 jákvæð atriði í kollinum og hugmyndir að því hvernig við gætum byggt ofan á þau. Þetta var snúið fyrst. Sumir áttu mjög erfitt með að halda sig frá því að tala um það sem gekk ekki vel, en fundarstjórinn stýrði öllu með myndarbrag og leyfði bara stuttar og jákvæðar setningar. Smám saman lærðu þeir sem voru vanir að einbeita sér að því sem illa gekk og betur mætti fara, að fókusera á það sem þeir og aðrir höfðu gert vel. Í lok verkefnisins vann hópurinn saman sem smurð vél og átti í engum vandræðum með að nefna þrennt gott á morgunfundunum. Ég tók þátt í sams konar verkefni ári síðar. Þá voru þessir fundir ekki á dagskránni, menn gáfu sér ekki tíma í þá. Það var verið að prófa nýja tækni, sem krafðist mikils tíma, og hún átti allan hug og hjörtu stjórnenda. Mér fannst það miður, saknaði jákvæðu morgunfundanna sem minntu okkur öll reglulega á hvað við værum að gera góða hluti og hvöttu okkur áfram á uppbyggi- legan hátt. Prófaðu þetta á sjálfum þér í eina viku: Spurðu þig yfir morgun- bollanum hvað þú gerðir þrennt gott í gær og hvernig þú getir nýtt þér það til að gera enn betur í dag. Með þér alla leið 569 7000 | Lágmúla 4 | miklaborg.is Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar Bókið skoðun og fáið frítt verðmat Ef þú ert í söluhugleiðingum hafðu samband við Jón Rafn í síma 695 5520 eða með tölvupósti jon@miklaborg.is eða við Óskar í síma 691 2312 eða með tölvupósti osa@miklaborg.is Óskar S. Axelsson aðst. fasteignasala Sími: 691 2312 osa@miklaborg.is Jón Rafn Valdimarsson lögg. fasteignasali Sími: 695 5520 jon@miklaborg.is Jón& Óskar Erum með áhugasama kaupendur sem Mosó hafðu samband

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.