Mosfellingur - 17.03.2022, Page 36

Mosfellingur - 17.03.2022, Page 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Í eldhúsinu hæfi- leikar Nú er loksins búið að opna á nánast allt félagslíf, mikið vona ég að við náum að halda því opnu. Það er svo mikið að gerast út um allt núna. Mig langar til þess að byrja á því að hrósa hópi af unglingum sem fóru fyrir hönd Bólsins á Landsmót Samfés fyrr í mánuðinum, þau stóðu sig frábær- lega og voru flottar fyrirmyndir fyrir Mosfellsbæ! Það er svo gaman að sjá styrkinn í þessum krökkum og hvað þau hafa gaman. Það er margt fram undan hjá unglingunum okkar. Til dæmis hélt félagsmiðstöðin Bólið söngkeppni síðastliðinn föstudag þar sem fjórir hæfileikaríkir krakkar stóðu á sviði og sungu fyrir okkur hin, það var magnað að sjá hvað það eru miklir talentar í bænum okkar. Emilía Rán stóð síðan uppi sem sigurvegari og mun keppa fyrir hönd Bólsins í söngkeppni Kragans, en það er undankeppni fyrir söngkeppni Samfés. Sama dag og söngkeppni Kragans verður haldin verður danskeppni Samfés haldin fyrir aldurshópinn 10-18 ára. Auk þess keppa hópar frá okkur í Stíl, hönnunarkeppni unga fólksins. Eins og sést er margt um að vera! Fyrir söngkeppnina okkar sl. föstudag voru græjur færðar úr Kjallaranum og upp í VarmárBól, það hlakkar í mér að mæta í vinnuna þar sem það er svo mikið stuð; dans, karaoke, söngur og tónlist. Að fylgjast með hæfileikum ungl- inganna er magnað, það eru svo miklir hæfileikar á ferð út um allt og að koma auga á þá er frábært! Það er svo mikilvægt að við í Mosfellsbæ búum til vettvang og svigrúm til þess að allir hæfileikar fái að njóta sín. Að lokum langar mig til þess að hrósa unglingunum okkar fyrir að vera frábær og skemmtileg, sjálfum sér, fjölskyldum sínum og bæjarfélaginu sínu til sóma! Svandís og Guðjón skora á Theódóru og Anton að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Svandís Heiða Pálmadóttir og Guðjón T. Sigfússon deila að þessu sinni með okkur uppskrift að ljúffengum kjúklingarétti. Hráefni: • 2 sætar kartöflur • 1 poki spínat • 1 krukka fetaostur • 4-6 kjúklingabringur • 1 krukka mangó chutney • Ritzkex Aðferð: Kartöflur skornar í sneiðar og lagðar í eldfast mót - sett inn í ofn í 10 mínútur. Spínatinu dreift yfir og fetaosturinn fer ofan á spínatið. Skerið kjúklingabringurnar í þrennt og lokið þeim á pönnu ásamt mangó chutney. Setjið bringurnar í mótið og myljið ritzkexið yfir. Hitað í ofni við 200 gráður í 30 mínútur. Borið fram með fersku salati og hrísgrjónum.       Verðiykkuraðgóðu! Emma ÍrEn Kjúklingaréttur hjá SVANDÍSI OG GUÐjÓNI Ernir Ingi Orrason fæddist þann 7. desember á Akranesi. Hann var 4076 gr. og 53 cm. Foreldrar hans eru Íris Dóra Halldórsdóttir og Orri Karl Karlsson en fyrir eiga þau Elmar Halldór sem er 5 ára. heyrSt hefUr... ...að laugardaginn 30. apríl verði árgangamót Aftureldingar í fótbolta í Fellinu og steikarkvöld í Harðarbóli um kvöldið. ...að Alli Rúts sé að reyna að fá Hlégarð leigðan fyrir flóttamenn frá Úkraínu. ...að GDRN ætli að halda tónleika á heimavelli í Hlégarði 2. apríl. ...að Afturelding sé að auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra félagsins en Kristrún er að hætta. ...að Lovísa Jóns hafi sigrað Valdimar í skoðunarkönnun Viðreisnar og kemur líklega til með að leiða listann í sveitarstjórnarkosningunum í vor. ...að Kjalnesingar vilji kjósa um það í vor hvort þeir eigi að slíta sig frá Reykjavík og jafvel sameinast þá Kjós eða Mosó í framhaldinu. ...að Páll Óskar hafi troðið upp á árshátíð Lágafellsskóla. ...Sigga Kling verði á Barion á föstu- dagskvöldið þar sem frítt verður inn á karókíkvöld. ...að Raddý hafi verið kosin Harðar- félagi ársins á árshátíð hestamanna- félagsins um helgina. ...að Sorpa sé farin að rukka 500 kr. fyrir svarta ruslapoka en allir pokar skulu vera glærir. ...að Aftureldingu sé spáð 8. sæti í Bestu deild kvenna í sumar í ótímabærri spá fotbolti.net. ...að Þórey Björg sé fimmtug í dag. ...að Mosfellingurinn Silja Rún ásamt hljómsveitinni Sucks to be a Nigel komi fram á styrktartónleikum á Húrra í kvöld fyrir flóttafólk frá Úkraínu. ...að skátarnir séu farnir að undirbúa páskaáskorun á fellin í kringum Mosfellsbæ. ...að Þorkell Jóels og félagar í hljómsveitinni Blek og byttur ætli að blása til sveitaballs á Barion fyrsta laugardag í apríl. ...að fótboltagengið í Reykjahverfi fá brátt betri lýsingu á fótboltavöllinn en verkbeiðni um lýsingu er komin til Orku náttúrunnar. ...að Mosfellingarnir í Kaleo séu að selja Aftureldingartreyjur á túrnum sínum sem farinn er af stað. ...að handknattleiksmaðurinn Elvar Ásgeirs sé búinn að skrifa undir tveggja ára samning í Danmörku. ...að Danskeppni Samfés fari fram í Hlégarði um næstu helgi. ...að Andrea Þorkels hafi eignast tvíbura 1. mars. ...að Árni Bragi, lykilmaður í hand- boltaliði Aftureldingar, sé frá út tímabilið vegna meiðsla. ...að Kjarninn hafi verið lýstur upp litum úkraínska fánans. ...að Emilía Rán hafi sigrað söng- keppni Bólsins og keppi því í Söng- keppni Kragans um næstu helgi. mosfellingur@mosfellingur.is - Heyrst hefur...36

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.