Mosfellingur - 01.04.2021, Page 6
Opið fyrir umsóknir í
Klörusjóð til 15. apríl
Klörusjóður er nýsköpunar- og þró-
unarsjóður skóla- og frístundastarfs
í Mosfellsbæ. Markmið Klörusjóðs
er að stuðla að framþróun á skóla-
og frístundastarfi.
Heildar framlag
til sjóðsins árið
2021 eru tvær
milljónir og í
ár er áherslan
lögð á fjölbreytta
kennsluhætti.
Opið er fyrir
umsóknir í sjóðinn vefsíðu
Mosfellsbæjar til 15. apríl. Nafn
sjóðsins er Klörusjóður, til heiðurs
Klöru Klængsdóttur (1920-2011).
Klara útskrifaðist frá Kennaraskóla
Íslands árið 1939 og hóf sama ár
kennslu við Brúarlandsskóla. Hún
starfaði alla sína starfsævi sem
kennari í Mosfellsbæ.
- Bæjarblað allra Mosfellinga6
Kæri Mosfellsbæingur,
ég get bætt við mig eignum í sölu!
Ánægjuleg fasteignaviðskipti – það skiptir máli!
· Fasteignaráðgjöf og frítt verðmat þér að kostnaðarlausu
og án skuldbindinga
· Hafðu samband ef þú eða einhver sem þú þekkir
er í fasteignahugleiðingum
· Ég veiti framúrskarandi þjónustu sem skilar árangri
Ingimar Óskar Másson – Það er best að búa í Mosó!
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
ingimar@helgafellfasteignasala.is
612 2277
ingur,
Samkeppni um nafn
á eldri deildina
Við skiptingu Varmárskóla mun
yngri deildin bera áfam nafnið
Varmárskóli en finna þarf nýtt nafn
á eldri deildin sem tilheyrir 7.-10.
bekk. Efnt hefur verið til nafna-
samkeppni og eru allir áhugasamir
hvattir til að koma með tillögur að
nýju nafni á nýjum skóla. Hægt er
að skila tillögum inn í gegnum slóð-
ina mos.is/nafnasamkeppni2021.
Frestur til að skila inn tillögum er
til 10. apríl. Í dómnefndinni sitja
Bjarki Bjarnason, Anna Sigríður
Guðnadóttir, Ásta Kristbjörnsdóttir,
Margrét Lára Höskuldsdóttir og
Birgir D. Sveinsson.
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2020
var lagður fram á fundi bæjarráðs þriðju-
daginn 30. mars og ber reksturinn þess
merki að heimsfaraldur ríkti á árinu með
tilheyrandi kólnun í hagkerfinu
Rekstrarniðurstaða ársins er neikvæð
um 541 milljón sem er um 770 milljóna
lakari afkoma en gert var ráð fyrir í fjár-
hagsáætlun ársins. Það skýrist helst af
lægri tekjum vegna lækkunar launatekna
íbúa, minni íbúafjölgun í sveitarfélaginu,
minnkandi framlaga frá Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga til málefna fatlaðs fólks og
aukins fjármagnskostnaðar.
Endurspeglar skugga heimsfaraldar
Í tilkynningu frá Mosfellsbæ kemur fram
að rekstur málaflokka hafi gengið vel og sé
í góðu samræmi við fjárhagsáætlun. Þá var
töluvert framkvæmt á árinu bæði til þess
að geta tekið við fjölgun íbúa sem var hlut-
fallslega næst mest í Mosfellsbæ þegar litið
er til höfuðborgarsvæð-
isins og til að byggja
upp tæknilega innviði
sveitarfélagsins um leið
og áskorun stjórnvalda
um auknar opinberar
framkvæmdir var tekið.
„Ársreikningur fyrir
árið 2020 endurspegl-
ar þann skugga sem
heimsfaraldurinn varp-
ar á starfsemi sveitarfé-
laga en einnig sterka stöðu Mosfellsbæjar til
að mæta tímabundinni fjárhagslegri ágjöf,“
segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Bæjarsjóður rekinn með halla um sinn
„Við hjá Mosfellsbæ viljum vera til fyr-
irmyndar varðandi rekstur og þróun starf-
seminnar þannig að íbúar og starfsmenn
séu á hverjum tíma meðvitaðir um gæði
þjónustunnar og kostnað við að veita hana.
Minnkandi skatttekjur vegna áhrifa kór-
ónaveirunnar á efnahag sveitarfélaga hefur
neikvæð áhrif á afkomu sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið er rekið af ábyrgð með
áherslu á komandi kynslóðir og ársreikn-
ingurinn sýnir að við höfum hafið okkar við-
spyrnu um leið og við verjum þjónustu við
íbúa af öllu afli. Efnahagsleg áhrif faraldurs-
ins eru það mikil á rekstur sveitarfélagsins
að óhjákvæmilegt er annað en að bæjarsjóð-
ur verði rekinn með halla um sinn.“
Skilvirkur rekstur og sterk fjárhagsstaða
„Hinn möguleikinn hefði verið að skera
verulega niður í rekstri og þjónustu sveitar-
félagsins en það er ekki skynsamleg stefna
við ríkjandi aðstæður. Skilvirkur rekstur og
sterk fjárhagsstaða auðveldar okkur að taka
vel á móti nýjum íbúum og þjónustan er vel
metin af íbúum samkvæmt niðurstöðum
þjónustukönnunar Gallup.
Sem fyrr nota ég þetta tilefni til að þakka
starfsmönnum Mosfellsbæjar, kjörnum
fulltrúum og nefndarfólki fyrir þeirra þátt í
þeim árangri sem við höfum náð og brýna
okkur til góðra verka á næstu misserum.“
Ársreikningurinn verður til umræðu í
bæjarstjórn í apríl.
Árseikningur Mosfellsbæjar lagður fram • Rekstrarniðurstaðan neikvæð um 541 milljón
Reksturinn í takt við árferðið
• Tekjur ársins námu alls um 13.007 m.kr.
• Launakostnaður nam 6.666 m.kr.
• Annar rekstrarkostnaður nam 5.704 m.kr.
• Framlegð 638 m.kr.
• Veltufé frá rekstri nam 495 m.kr.
sem er um 3,8% af tekjum.
• Eigið fé í árslok nam 6.882 milljónum
og eiginfjárhlutfall 29%.
• Skuldaviðmið nemur 99,8%.
• Íbúar Mosfellsbæjar voru 12.565
1. desember 2020.
• Starfsmenn voru 818 í 673 stöðu-
gildum í árslok 2020.
helstu tölur ársins 2020
Haraldur Sverris-
son bæjarstjóri
Mosfellingar verða
brátt 13.000 talsins