Mosfellingur - 01.04.2021, Qupperneq 8

Mosfellingur - 01.04.2021, Qupperneq 8
Mosfellsbær hlýtur jafnlaunavottun Jafnlaunavottun er ætlað að staðfesta að við launaákvarðanir séu málefnaleg sjónarmið höfð að leiðarljósi og að laun hjá Mosfells- bæ séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Þá er mikilvægt að þau viðmið sem lögð eru til grund- vallar launaákvörðunar feli ekki í sér kynjamismunun. Að minnka launamun kynjanna er einn liður í jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar. Jafnlaunavottun Mosfellsbæjar er unnin af BSI á Íslandi sem er faggild skoðunarstofa og byggir á úttekt á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum jafnlaunakerfis Mosfellsbæjar sem hefur áhrif á kjör karla og kvenna. Mosfellsbær hlaut jafnlaunavottun fyrst fyrir þremur árum og hefur gengist undir árlega úttekt fagaðila síðan þá. Í kjölfar síðustu úttektar hefur Mosfellsbær nú hlotið jafnlaunavottun til næstu þriggja ára. Með því hefur verið staðfest að jafnlaunakerfi Mosfellsbæjar hefur verið í stöðugri þróun, það verið rýnt reglulega og að það fellur undir þau skilyrði sem þarf til að standast jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum til maí 2024. Frá því að Mosfellsbær fékk vottunina fyrst hefur launa- munur kynjanna minnkað úr 6,5% í 4,0% þannig að viðmið og reglur um launasetningu hafa náð fram að ganga hjá bænum. Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 1. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is Bragi Bergmann Steingrímsson 2. varamaður bbergman@hive.is StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is nýjar reglur í félagsstarfinu :( Félagsstarfið er opið mánudaga - fimmtu- daga kl. 11-16 og föstudaga kl. 13-16 en aðeins 8-10 manns komast að í einu og mega mest stoppa í tvo klukkutíma í senn, svo sem flestir komist að og geti aðeins komist út ef fólk treystir sér til. Skrá þarf nafn og síma viðkomandi sem inn kemur og grímuskylda og 2 metra reglan er í gildi. Hópar sem eru á námskeiðum í félagstarf- inu halda áfram ef hópurinn er undir 10 manns. Eftir páska verður opið mán.-fim. 11-16 og föstud. 13-16. Þessar reglur verða til 13. apríl. Kveðja Félagsstarfið - Fréttir af Mosfellingum8 páska Gleðilega Mosfellsbær stendur fyrir rafrænum íbúafundi um málefni barna og ungmenna í Mosfellsbæ á Facebook síðu Mosfellsbæjar. Fundurinn verður haldinn þann 8. apríl 2021 og mun standa frá klukkan 17-18.15. Yfirskrift fundarins er „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ sem er afrískur málsháttur sem á alltaf við þegar við ræðum um velferð barna og ungmenna. Tilefni fundarins er meðal annars niðurstöður könnunar Rann- sókna og greininga sem voru kynntar í janúar á þremur rafrænum kynningarfundum sem Mosfellsbær boðaði til fyrir foreldra ung- menna í 8., 9. og 10. bekk. Þeir fundir voru vel sóttir og sköpuðust ágætar umræður um þessi mikilvægu mál. Vísbendingar um aukna áhættuhegðun Kannanir Rannsókna og greininga á högum og líðan ungmenna er lögð fyrir árlega hérlendis. Hjá Mosfellsbæ eru niðurstöður hvers árs rýndar og hagnýttar í forvarnarstarfi Mosfellsbæjar á hverjum tíma. Í síðustu könnun sem fór fram í nóvember og er aukakönnun vegna Covid-19 ástandsins, komu fram vísbendingar um að stækk- andi hópur ungmenna í Mosfellsbæ sýni í auknum mæli það sem kallast áhættuhegðun. Áhættuhegðun er skilgreind sem hegðunarmynstur sem getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklinga og ógnað heilbrigði þeirra. Í ljósi þeirrar stöðu er mikilvægt að eiga gott samtal við alla hagaðila og ræða hvað það er sem við getum gert sameiginlega. Fyrirkomulag fundarins Á fundinum verður boðið upp á innlegg frá aðilum sem hafa mikla reynslu á ólíkum sviðum forvarna og samskipta. Fjallað verður um þau atriði sem skipta máli til að skapa trausta og góða umgjörð um börn og ungmenni eins og mikilvægi samveru og samstöðu samfélagsins, forvarnargildi tómstunda- og íþróttastarfs hvað foreldrar geta gert til að standa saman og hvernig sveitarfé- lagið Mosfellsbær getur stutt við umgjörðina. Í Mosfellsbæ er unnið markvisst að forvarnarstarfi í skólum og félagsmiðstöðvum. Forvarnarteymi fundar reglulega, félagsmið- stöðvar vinna í samvinnu við skólana að einstaka verkefnum, halda námskeið og vinna með foreldrum að verkefnum eins og foreldrarölti sem er mjög mikilvægt verkefni. Þá kemur Barnavernd Mosfellsbæjar að fræðslu með áherslu á forvarnir, bæði við foreldra og börn. Skerpa á útivistartíma Áhrifaríkustu þættirnir sem lúta að foreldrum er stuðningur þeirra við reglur um útivistartíma, taka þátt í foreldrarölti, og vera í góðum samskiptum við þá sem barn þeirra umgengst eins og vini og foreldra. Sérstakir áherslupunktar í forvarnarstarfi núna eru að skerpa á útivistartíma barna og ungmenna með því að senda foreldrum upplýsingar og hvetja til samvinnu foreldra. Mikilvægt samtal við foreldra „Þessi fundur er mjög mikilvægur fyrir foreldra barna og ung- menna í Mosfellsbæ enda lykillinn að velgengni í forvörnum þétt samstarf heimila og skóla,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. „Þá hefur forvarnargildi tómstunda- og íþróttastarfs fyrir löngu sannað gildi sitt. Árangur okkar á þessu sviði hefur verið kölluð íslenska leiðin og hún byggir alfarið á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu. Ég hlakka til þessa fundar enda um að ræða mikilvægt samtal við foreldra þar sem við getum í sameiningu markað umgjörðina og varðað farsæla leið fyrir börnin okkar og samfélagið í Mosfellsbæ. Það þarf nefnileg heilt þorp til að ala upp barn.“ Rafrænn íbúafundur um málefni barna og ungmenna • Könnun á högum og líðan Heilt þorp til að ala upp barn Börn við stekkjar- flöt í MosfellsBæ

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.