Mosfellingur - 01.04.2021, Qupperneq 17

Mosfellingur - 01.04.2021, Qupperneq 17
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl 2021 Sækja skal um starfið á ráðningarvef Mosfellsbæjar, www.mos.is/storf. Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar veitir Linda Udengård framkvæmda- stjóri fræðslu- og frístundasviðs í síma 525-6700 eða á linda@mos.is og Atli Guðlaugsson skólastjóri Listaskólans í síma 864-8019 eða á atli@mos.is. Um framtíðarstöðu er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Fjölbreyttur skóli — Skapandi umhverfi Mosfellsbær er í fararbroddi í nýbreytni í skólastarfi. Listaskóli Mosfellsbæjar skipar fastan sess í skóla- og menningarlífi bæjarins. Markmið hans er að bjóða börnum og ungmennum upp á tónlistarnám og þátttöku í öðrum listgreinum. Undir hatti skólans starfa tónlistardeild og skólahljómsveit, sam- starfssamningar eru við Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Leikfélag Mosfellsbæjar. Listaskólinn starfar í eigin húsnæði og í öllum grunnskólum bæjarins. Við tónlistardeildina eru starfandi bæði klassísk og rytmísk deild og kennt er á öll helstu hljóðfæri auk söngs. Strengjasveit og rytmískar hljómsveitir eru starfandi við skólann auk fjölmargra annarra samspila. Skólastjóri Listaskólans ber ábyrgð á að starfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá tónlistarskóla og stefnu- mörkun Mosfellsbæjar. Hann ber ábyrgð á starfsemi skólans, veitir honum faglega forystu og er daglegur stjórnandi tónlist- ardeildar. Mosfellsbær leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, býr yfir skapandi hugsun og leiðtogafærni til að leiða starfsfólk og nemendur Listaskól- ans áfram inn í framtíðina. Mosfellsbær leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, býr yfir skapandi hugsun og leiðtogafærni til að leiða starfsfólk og nemendur Listaskól- ans áfram inn í framtíðina. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á sviði tónlistar skilyrði • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- og menntunarfræða skilyrði • Þekking á stjórnsýslu, fjármálastjórnun og stefnumótunarvinnu • Reynsla á sviði stjórnunar og faglegrar forystu í mennta- og menningarstofnunum • Reynsla af tónlistarflutningi og tónlistarkennslu • Þekking á sviði upplýsingatækni • Frumkvæði, sjálfstæði og góðir skipulagshæfileikar • Lipurð og færni í samskiptum • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Almenn tungumálakunnátta Skólastjóri LiStASkóLA MoSFeLLSbæjAR

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.