Mosfellingur - 01.04.2021, Page 31
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
Deiliskipulagsbreyting
4. áfanga Helgafellshverfis
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að breytingu
á deiliskipulagi í Helgafellshverfi, skv. 1. mgr.
43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umrætt svæði er nýr íbúðasvæði suðaustast í
Helgafellshverfi sunnan nýs Skammadalsvegar.
Breytingin felur í sér að tæplega 1 ha. spilda sunnan
Sauðhóls bætist við skipulagssvæðið. Íbúðum
fjölgar um 10 í hverfinu ýmist sem einbýli eða íbúðir
í fjölbýli. Fjölbýli nyrst breytast líttilega. Hliðrun á
nokkrum raðhúsum. Ný húsagerð einbýlis á tveimur
hæðum skilgreind í greinargerð. Minniháttar
breytingar eru á flestum götum og gangstéttum.
Gildandi skipulag var staðfest 29.04.2020.
Smækkuð mynd af breytingu
Tillagan verður aðgengileg á vef Mosfellsbæjar,
mos.is/skipulagsauglysingar, og á Upplýsingatorgi,
Þverholti 2, svo þeir sem vilja geta kynnt sér hana
og gert athugasemdir. Athugasemdir skulu vera
skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda,
og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti
2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í
tölvupósti á skipulag@mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 1. apríl 2021
til og með 16. maí 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Dróttskátarnir í Mosverjum fóru í útilegu
í Lækjarbotnaskála helgina 12.-14. mars
ásamt dróttskátum úr Skjöldungum og
Ægisbúum í Reykjavík. Hér kemur frá-
sögn frá þrem Mosverjum sem vildu deila
með ykkur upplifun sinni af helginni.
Yfir helgina gerðist margt og mikið. Úti-
legan var raftækja- og tímalaus sem lagði
áherslu á að lifa í núinu og að draga úr
stressi. Þegar spurt var um tíma var alltaf
svarað “korter í sjö”, vegna þess að klukkan
í Ægisbúaheimilinu var föst á þeim tíma í
10 ár. Það var nokkuð pirrandi en á sama
tíma fyndið.
Skálinn var mjög snyrtilegur og vel um
genginn. Með honum fylgdi rennandi vatn,
nothæf klósett og rafmagn. Við eyddum
miklum tíma úti í leikjum eða inni að spila
og vingast við aðra skáta. Hvert félag sá um
einn stóran leik sem allir gátu tekið þátt í.
Við, Mosverjar, vorum með næturleik rétt
eftir komu okkar á föstudaginn. Í honum
áttum við að finna stað í grennd við skál-
ann, kallað hreiður, þar sem við földum
litaða steina sem við kölluðum egg. Mark-
mið leiksins var að finna hreiður annarra
og stela eggjum frá þeim.
Morguninn eftir vorum við vakin með
dúndrandi tónlist í risastórum hátölurum
en í þetta sinn var það þó ekki hin týpíska
Latarbæjartónlist. Eftir morgunverð fórum
við í tveggja tíma göngu og stoppuðum á
eins konar leikvelli. Þar lékum okkur og
fórum svo í leik sem Skjöldungar voru með
sem kallast “Capture the flag”.
Markmið hans er að tvö lið eru með stað
fyrir fánann sinn og reyna svo að stela fána
hins liðs. Svo gengum við aftur í skálann
og fengum mjög langan frjálsan tíma. Eftir
það fórum við í Löggu og bófa í umsjón
Ægisbúa. Þá var okkur boðið upp á pylsur
og við byrjuðum kvöldvökuna.
Í henni var hvert félag með atriði og
við sungum og dönsuðum aðeins saman.
Tveir aðilar áttu afmæli yfir helgina þannig
sungið var fyrir þá og þeir fengu köku. Upp
úr þurru koma skátaforingjar klæddir í her-
mannabúningum og stálu Skjöldungafor-
ingjanum Signýju. Við fengum þá verkefnið
að finna hana og fengum vísbendingu hjá
henni hvert ætti að fara næst. Þá enduðum
við fyrir utan lítinn helli og þar voru nýir
skátar vígðir. Við fórum þá aftur í skálann
þar sem maður gat valið að hafa það rólegt
eða dansa við sturlaða tónlist.
Næsta dag vöknuðum við á okkar eigin
hraða og byrjuðum að pakka niður og þrífa
skálann. Þegar það allt var búið fengum
við loksins að vita tímann og við fórum í
nokkra leiki. Foreldrar/forráðamenn sóttu
okkur um eittleytið og þá var útilegunni
lokið.
- Takk fyrir okkur, Eberg, Kristófer og Óliver.
Raftækja- og tímalaus útilega
Aðsendar greinar - 31
RÖSK
vinnustofa
Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum
- púdar - veggplattar - ísskápsseglar -
Kíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com
R S
vinnustofa
Sérhæfum okkur í pren á persónulegum gjöfum
- púdar - veggplattar - ísskápsseglar -
Kíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com