Mosfellingur - 09.12.2021, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 09.12.2021, Blaðsíða 2
Í þá gömlu góðu... Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 23. desember Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265 Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Ég fór í Hellisgerði í Hafnarfirði fyr- ir jólin í fyrra eins og annar hver Íslendingur og naut þar ljósadýrðar með fjölskyldunni. Mikið sem ég hugsaði þá hvað við í Mosfellsbæ værum mikill eftirbátur þeirra. Þar að auki voru þau með heilt jólaþorp. Ég ætlaði nú að vera búinn að skrifa um þetta en nú er það líklega of seint. Mosfellingar tóku sig saman á árinu og kusu Jólagarð til sögunnar í Okkar Mosó 2021 og nú er hann mættur. Þvílíkt sem hann vekur mikla gleði í hjörtum gesta, það er alveg magnað. Það þarf ekki alltaf mikið til að gleðja okkur, sérstaklega ekki á þessum síðustu og verstu. Næstu sunnudaga verða skemmti- legar uppákomur í Jólagarðinum kl. 13-17. Þá verður Hátíðarvagninn með heitt kakó og piparkökur, mosfellskir kórar syngja og jólasvein- ar láta sjá sig. Ég hvet Mosfellinga til að njóta dýrðarinnar í desember og fagna hátíð ljóss og friðar. Jólin alls staðar Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is - Fréttir úr bæjarlífinu62 Héðan og þaðan Fyrirsögnin blasir við okkur í Álafosskvosinni og hefur gert í áratugi. Starfsemi í húsinu hefur verið af ýmsum toga um langt skeið. Fyrir um 20 árum var þarna fyrirtæki í veitingarekstri sem bar nafnið ÁLAFOSS-FÖT BEZT. Bræðurnir Karl og Steinar Tómassynir og eiginkonur þeirra áttu og ráku staðinn. Auk veitinga var þarna umfangsmikið tónleikahald og ýmsir menningarviðburðir svo sem upplestur úr nýjum bókum á jólaföstunni. Efri myndin er úr úrklippusafni SkóMos. Þessi hópur var mikið á ferðinni og spilaði jólalögin jafnt í heimabyggð og á Laugaveginum í Reykjavík - Hilmar Gunnarsson, trompet, Tryggvi Gunnarsson, baritón, Baldur Rafnsson, trommur, Sigurður Valsson, túba, Ólafur Stefnir Jónsson, básúna, Jens Guðjónsson, trompet. ÁLAFOSS-FÖT BEZT í álafosskvos 5. desember 2021

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.