Mosfellingur - 09.12.2021, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 09.12.2021, Blaðsíða 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Í eldhúsinu Jóla- pistill Þegar þetta er skrifað er annar í aðventu ... mér líður samt sem áður eins og það hafi verið í gær sem sagt var við mig að það væru rétt rúmir 150 dagar í jólin. Eins skrítið og það hljómar þá er þessi blessaði covid-tími bara frekar fljótur að líða, maður gerir ekki mikið annað en að halda sig innandyra og það sem var áður tilhlökkun í helgarfrí er orðið tilhlökkun í að komast í vinnu. Þegar Covid-tímar verða gerðir upp þá verður tekið undir það hvað það var nú auðvelt að hringja sig inn veikan í vinnu eða skóla „gjemli ég er tæpur í hálsinum ég held ég treysti mér ekki innan um fólk í dag,“ og það þrætir enginn við mann eða biður mann um að harka þetta af sér eða segir „mættu og svo sérðu bara til hvernig þú verður“. Það er ekki til í myndinni. En þetta átti að vera jólapistill, mikið er ég spenntur fyrir jólunum og þá kannski sérstaklega matnum þó svo það sé orðið alltof auðvelt að næla sér í hamborgar- hrygg löngu fyrir jól, þetta er orðið jafn hversdagslegt og lasagna í mötuneytum bæjarins. En mikið á að láta okkur vinna um jólin og það er kannski bara fyrir bestu að láta aðfangadag vera á föstudegi „óþarfa frí um jólin það tíðkaðist ekki hér á árum áður,“ myndi kannski einhver segja í pottunum, en þetta er betra fyrir veskið og sennilega aldrei eins gott eins og í janúar að fá fínt inn á heftið. Til jólasveinanna sem eru væntanlegir á næstunni vil ég segja passið að spritta ykkur vel og ekki vera að fara milli húsa ef þið eruð með minnstu einkenni. Það er ekki gott að senda alla í sóttkví yfir hátíðarnar en besta við það ef þið treystið ykkur ekki á sleðana þá getið þið heyrt í Heimkaup og þeir keyra þessu upp að dyrum fyrir ykkur. Heiða og Bragi skora á Laufeyju og Baldur að deila næstu uppskrift Aðalheiður Helgadóttir og Bragi Þor- steinsson deila að þessu sinni með okkur skemmtilegum uppskrifum af jólamöndl- um. Fyrri uppskriftin segja þau að sé tilvalin með uppáhalds jólabjórnum og seinni er tilvalin með góðum kakóbolla eða í jólapakkann. Jólamöndlunasl m/rósmarín og chili (Tilvalið með uppáhalds jólabjórnum) • 2 msk góð olía • 1 msk rósmarín • 1-2 tsk gróft salt • 1 tsk chiliduft • ½ tsk cayenne pipar (má sleppa) • 3 dl möndlur m/hýði og 3 dl pekanhnetur Blandið öllu saman í skál og setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír. Setið inn í 170° heitan ofn í 15-20 mín. og hrærið reglulega á meðan. Takið út, kælið og njótið. Klassískar jólamöndlur (Tilvalið með kakóbolla eða í jólapakkann) • ½ bolli vatn • 1 bolli sykur (+2 msk í lokin) • 1 msk kanill • 1 tsk vanillusykur • 2 bollar möndlur m/hýði Blandið saman vatni, sykri, kanil og vanillusykri á pönnu. Þegar suðan kemur upp er möndlunum bætt við og hiti lækkaður. Hrærið vel þar til allur vökvi hefur gufað upp (ca 15 mín). Stráið ca 2 msk af sykri í lokin yfir allt og hrærið nokkrum sinnum til viðbótar (ca 5 mín). Hellið möndlunum á bökunarpappír, kælið og njótið. bragi thor Jólamöndlunasl hjá heiðu og braga Kristinn Orri fæddist 7. júní 2021. Hann var 18 merkur og 53 cm. Foreldr- ar hans eru Tinna Sif Guðmundsdóttir og Daði Freyr Davíðsson. Eldri systur Kristins Orra eru Caritas Rós, 8 ára og Þóra Huld 3 ára. - Heyrst hefur...36 heyrst hefur... …að bæjarstjóri utan af landi sé búinn að vera að íhuga framboð í Mosfellsbæ. ...að Pósturinn sé að leita að staðsetn- ingu fyrir Póstbox í Mosó. ...að RÚV sé að fara að taka upp Stund- ina okkar í jólagarðinum við Hlégarð í næstu viku og verður Jólastundin með Ragnhildi Steinunni, Sveppa, Frikka Dór og fleirum sýnd á jóladag. ...að búið sé að ráða hljómsveitina Albatross ásamt góðum gestum til að skemmta á Þorrablóti Aftureld- ingar 22. janúar 2022. ...að Kolbrún Þorsteins ætli að gefa kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna þann 5. febrúar. ...að strákarnir í Kaleo séu að stefna að því að kveðja Mosfellinga á Barion á milli hátíðanna áður en þeir leggja í þriggja ára túr. ...að jólaskógurinn í Hamrahlíð verði opnaður á laugardaginn kl. 13. ...að mosfellski fimleikasnillingurinn Viktor Elí hafi landað silfrinu á EM í fimleikum ásamt íslenska karla- landsliðinu. ...að farið verði í hugmyndasamkeppni um lystigarð í Bjarkarholtinu í miðbæ Mosfellsbæjar. ...að Árni Magg og Thelma hafi eignast son á dögunum. ...að jólalest Coca Cola keyri í gegnum Mosfellsbæinn á laugardaginn upp úr kl. 17. ...að ötulum sjálfboðaliðum í kringum handboltann hafi verið hampað í Seinni bylgjunni. ...að Steindinn okkar eigi afmæli í dag. ...að knattspyrnudeildin muni aðstoða jólasveinana við að afhenda gjafir á aðfangadag. ...að rafmagnið sé alltaf að fara af Leirvogstungunni. ...að það verði fjölmenn skötuveisla á Blik á Þorláksmessu og Greta Salóme muni skemmta. ...að til standi að setja listaverk á hringtorgið sem kennt er við Kjarnann í miðbæ Mosfellsbæjar. ...að það verði uppákomur í Jólagarð- inum næstu tvo sunnudaga, heitt kakó, kórar, sveinkar og stemning. ...að Þorgeir Leó og Wentzel Steinarr verði með Barsvar á Barion í kvöld. ...að stefnt sé að því að Hlégarður verði tilbúinn eftir endur- bætur á fyrstu mánuðum nýs árs. ...að bæklingur með eldunarleið- beiningum frá Kjötbúðinni fylgi Mosfellingi í hvert hús í dag. ...að jólatréð á Miðbæjartorginu sé frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar. ...að Íris og Orri hafi eignast strák í vikunni. ...að Ási Stef og Constance Riam hafi trúlofað sig í Karíbahafinu. mosfellingur@mosfellingur.is Atli Óskarsson, fæddur 21. júní 2021. Foreldrar eru Hugrún Þorsteinsdóttir og Óskar Smári Haraldsson. Skagfirsk- ur Mosfellingur. Nýjustu frændsystkini Mosfellsbæjar. Drengur Benediktsson fæddur 13. október 2021 á Akranesi. Hann var 10 merkur og 47 cm. For- eldrar hans eru Benedikt Geir Jóhannesson og Sædís Rán Sveinsdóttir. Katla Maren Antons- dóttir fædd 10. apríl 2021 í Reykjavík. Hún var 15 merkur og 50 cm. Foreldrar hennar eru Anton Örn Kristjánsson og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.