Mosfellingur - 09.12.2021, Blaðsíða 32
- Fréttir úr bæjarlífinu32
Framsókn til framtíðar
Kæri sveitungi, eins og flestum
íbúum Mosfellsbæjar er kunnugt
þá verða sveitarstjórnarkosningar
þann 14. maí 2022.
Spennandi tími er fram und-
an og hægt að hafa góð og mikil
áhrif. Við framsóknarfólk ætlum
okkur að sjálfsögðu að mæta sterk
til leiks og höfum nú þegar hafið
kosningaundirbúning. Það er tilhlökkun í
okkar fólki og kominn tími til aðgerða og
sóknar og gera góðan bæ enn betri.
Þann 17. ágúst sl. var haldinn aðalfund-
ur Framsóknarfélags Mosfellsbæjar og ný
stjórn kosin:
Stjórnin er þannig skipuð: Halla Karen
Kristjánsdóttir formaður, Þorbjörg Sól-
bjartsdóttir varaformaður, Örvar Jóhanns-
son ritari, Kjartan Helgi Ólafsson gjaldkeri
og Leifur Ingi Eysteinsson meðstjórnandi.
Varamenn: Eygló Harðardóttir og Sigurður
E. Vilhelmsson.
Á félagsfundi okkar 10. nóvember sl.
var svo tekin ákvörðun um að við röðun
á framboðslista okkar fyrir kosningarnar í
vor verði notast við uppstillingu.
Á fundinum var einnig skipuð
uppstillingarnefnd sem þegar
hefur tekið til starfa og er það
Ævar Sigdórsson sem leiðir starf
nefndarinnar.
Við viljum hvetja alla sem hafa
áhuga á að koma á fundi hjá okkur,
mæta í gönguferðir eða taka þátt í
starfinu með okkur á einn eða annan hátt,
til að láta sjá sig á auglýstum viðburðum
eða hafa samband við okkur til að tryggja
að raddir sem flestra heyrist.
Þín rödd er mikilvæg og þú skiptir máli
fyrir bæjarfélagið. Það er okkur mikilvægt
að eiga gott samráð og samvinnu við ykkur
bæjarbúa.
Við erum traust og heiðarleg, ætlum að
vera með gleðina í fyrirrúmi og látum hana
drífa verkin áfram og heilbrigða skynsemi
ráða ferðinni.
Framsóknarkveðja
Halla Karen Kristjánsdóttir formaður
Jólatrjáasalan í Hamrahlíð við
Vesturlandsveg hefst laugardaginn
11. desember klukkan 14:00.
Jólasveinar munu mæta á svæðið
og verður því fjör í Jólaskóginum í
Hamrahlíðinni. Bæjarstjórinn mun
höggva fyrst tréð auk þess sem
Mosfellskórinn syngur nokkur lög.
Jólatrjáasalan er fyrir löngu orð-
inn fastur liður í undirbúningi jólanna hjá
mörgum íbúum Mosfellsbæjar og nærsvei-
tunga. Það er skemmtileg hefð að skunda í
skóginn og velja sér fallegt tré.
Oft er það nú þannig að því meiri vinna
og tími sem fer í að velja tréð, því meiri
merkingu hefur það í stofunni. Í Hamra-
hlíðinni er nægt úrval af blágreni, sitka-
greni og stafafuru sem verður vinsælla
jólatré með hverju árinu sem líður. Hvetj-
um við því sem flesta að mæta í fjallið og
skoða úrvalið í skóginum. Einnig er í boði
að velja sér tré úr rjóðrinu þar sem eru tré
sem hafa verið felld úr skógum félagsins.
Með kaupum á jólatrjám er stutt við starf
Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, en mest
af starfsemi félagsins er unnið í sjálfboða-
vinnu. Hluti af ágóða jólatrjáasölunnar er
nýttur til að gróðursetja allt að 30 tré fyrir
hvert selt tré. Með kaupum á mosfellskum
jólatrjám er því verið að stuðla að aukinni
skógrækt innan Mosfellsbæjar.
Hluti af þessum trjám eru gróðursett
milli annarra trjáa og vaxa því upp í skjóli,
og hluti gróðursettur í ný svæði
sem auka þar með flatarmál skóga
innan sveitarfélagsins. Þessar
gróðursetningar gefa af sér útivist-
arskóga, viðarnytjar og framtíðar-
jólatré. Með hverju seldu jólatré
er því margþættur ávinningur svo
ekki sé minnst á kolefnisbindingu
með trjágróðri. Búast má við að af
þessum 30 trjám sem gróðursett eru fyrir
hvert selt tré, muni 15 halda áfram vexti
og þar með binda kolefni næstu áratugina.
Hin 15 trén munu ýmist deyja í æsku, verða
nýtt sem grisjunarviður eða verða að fram-
tíðarjólatrjám.
Jólaskógurinn er því sjálfbær, það bætast
fleiri tré við en eru tekin út. Þetta er einnig í
takti við nýjustu áherslur ríkisstjórnarinnar
um aukna skógrækt til að ná markmiðum
um 55% samdrátt í losun gróðurhúsaloft-
tegunda fyrir árið 2030. Það þurfa allir að
taka höndum saman til að ná þessu mark-
miði. Þar skiptir auðvitað mestu að við
drögum sem mest úr losun.
Kaup á íslenskum jólatrjám eru góð leið
til að taka þátt í bindingu á móti losun. Það
sem skiptir þó mestu máli er að þið getið
mætt til okkar í jólatrjáasöluna í Hamra-
hlíðina og valið ykkur jólatré úr skóginum
eða rjóðrinu og notið svo jólanna við furu-
eða greniilminn. Gleðilega aðventu.
Björn Traustason
Formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar
Jólaskógurinn í Hamrahlíð