Mosfellingur - 09.12.2021, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 09.12.2021, Blaðsíða 28
fyrir fjölskyldur og vini Ratleikurinn hefst í Álafosskvos. Fyrsta skiltið má finna neðst í áhorfendapöll- unum við Ásgarð. #mosoratleikur Tilgangur leiksins er að fá fjölskyldur, vina- og bekkjar- hópa út að leika og hreyfa sig í náttúrunni. Ekki er um kapphlaup að ræða heldur reynir á hugmyndaflug, styrk, skynjun og úrræðasemi þátttakenda. Ratleikurinn hefst í Álafosskvos, liggur um Reykjalundarskóginn og endar svo aftur í kvosinni. Um er að ræða 2,5 km leið og getur þátttakan tekið á bilinu 1-2 klst., allt eftir því hversu hratt er farið yfir. Stöðvarnar á leiðinni eru 20 talsins og allar númeraðar. Á hverri stöð eru fróðleikur, verkefni og leiðbeiningar um hvernig maður kemst frá einni stöð til annarrar. Verið endilega klædd eftir veðri og í góðum skóm. Ekki er verra að kippa með sér vatnsflösku og jafnvel hollu og góðu nesti ef fólk vill gera sér enn glaðari dag. Við hvetjum alla til að nýta þetta frábæra tækifæri til að njóta samveru úti í náttúrunni! Ratleikurinn er samstarfsverk- efni Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ, Ferðafélags Íslands og Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG Mosfellsbær vellíðan fyrir alla HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG lógó / dæmi um merkingu með bæjarfélagi og slagorði

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.