Mosfellingur - 09.12.2021, Síða 28

Mosfellingur - 09.12.2021, Síða 28
fyrir fjölskyldur og vini Ratleikurinn hefst í Álafosskvos. Fyrsta skiltið má finna neðst í áhorfendapöll- unum við Ásgarð. #mosoratleikur Tilgangur leiksins er að fá fjölskyldur, vina- og bekkjar- hópa út að leika og hreyfa sig í náttúrunni. Ekki er um kapphlaup að ræða heldur reynir á hugmyndaflug, styrk, skynjun og úrræðasemi þátttakenda. Ratleikurinn hefst í Álafosskvos, liggur um Reykjalundarskóginn og endar svo aftur í kvosinni. Um er að ræða 2,5 km leið og getur þátttakan tekið á bilinu 1-2 klst., allt eftir því hversu hratt er farið yfir. Stöðvarnar á leiðinni eru 20 talsins og allar númeraðar. Á hverri stöð eru fróðleikur, verkefni og leiðbeiningar um hvernig maður kemst frá einni stöð til annarrar. Verið endilega klædd eftir veðri og í góðum skóm. Ekki er verra að kippa með sér vatnsflösku og jafnvel hollu og góðu nesti ef fólk vill gera sér enn glaðari dag. Við hvetjum alla til að nýta þetta frábæra tækifæri til að njóta samveru úti í náttúrunni! Ratleikurinn er samstarfsverk- efni Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ, Ferðafélags Íslands og Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG Mosfellsbær vellíðan fyrir alla HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG lógó / dæmi um merkingu með bæjarfélagi og slagorði

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.