Mosfellingur - 09.12.2021, Qupperneq 12

Mosfellingur - 09.12.2021, Qupperneq 12
 - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ12 Miðbæjartréð fellt Jólatréð sem nú prýðir Miðbæjartorgið var fellt með viðhöfn á dögunum en það kemur nú í fyrsta sinn frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar. Tréð er um 30 ára gamalt og hefur vaxið og dafnað í Þormóðsdal þar sem finna má gull og græna skóga. Haraldur Sverris- son bæjarstjóri var fenginn í verkið og naut aðstoðar skógræktarfólks í Mosfellsbæ. bæjarstjóri, garðyrkjustjóri og félagar úr skógræktarfélaginu Landsbyggðarkaup- félag á Múlalundi Á Múlalundi er eina ritfanga- verslunin í Mosfellsbæ. Reyndar er verslunin ekki einungis rit- fangaverslun heldur eins konar „landsbyggðarkaupfélag“ sem selur alls konar. Í versluninni fást ritföng, bækur, ljósritunarpappír, púsl, jólavörur, ljósaseríur úti og inni, límbönd, prjónar, kaffi og kex svo eitthvað sé nefnt. Nú er tími til að setja upp ljósaseríur úti sem inni, á Múlalundi fást flestar gerðir af Led ljósaseríum. „Við erum alltaf að heyra af Mosfellingum sem ekki vita af búðinni. Margir halda að hér séu bara seldar möppur og plöst til fyrirtækja og átta sig ekki á hinu fjölbreytta vöruúrvali og lága verði sem hér er,“ segir Björn Heimir verslunarstjóri. „Vefverslunin okkar www.mulalundur.is er alltaf að eflast. Við höfum opið milli 8 og 16 á daginn en lokað um helgar. Það eru allir velkomnir á Múlalund.“ Hugarró í Nordic angan á aðventunni Í bakhúsi í Álafosskvosinni má finna vinnustofu og verslun Nordic angan. Gestir eru velkomnir að líta við á mánudögum frá 16-18 og kynna sér starfsemina en þar kennir ýmissa grasa. Hægt er að skella sér í ilmsturtu og upplifa íslenska náttúru, fá kynningu á eimingar- og ilmhönnunarstarfseminni og nýta tækifærið til að versla í heimabyggð fyrir jólin. Allar vörur eru unnar út frá vistfræðilegu sjónarmiði og notast er einungis við íslenskar ilmkjarnaolíur og náttúruleg hráefni í framleiðslunni. Vinsælustu vörur Nordic angan eru unnar úr íslensku greni. Pain Remedy og Forest Therapy líkamsolíurnar eiga uppruna sinn að rekja meðal annars til mosfellskra trjáa og skilja engan eftir ósnortinn. Einnig er hægt að panta heimsóknir fyrir einstaklinga og hópa með því að senda tölvupóst á sales@nordicangan.com.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.