Mosfellingur - 09.12.2021, Page 18

Mosfellingur - 09.12.2021, Page 18
 - Bókasafnsfréttir18 Bókasafn Mosfellsbæjar Jólin í bókasafninu Nú er aldeilis orðið jólalegt um að litast í barnadeild bókasafnsins. Jólaefni af ýmsu tagi hefur verið stillt upp; jólabókum, jólabíómyndum og jólatónlist. Barnagetraun safnsins hefur einnig fengið á sig jólalegan blæ og fyrir stuttu var nýjum spilum bætt við spilakost safnsins en fátt er huggulegra en að grípa í spil á þessum tíma ársins. Velkomin í Hamrahlíð Jólaskógurinn opnar laugardaginn 11. desember kl. 13 Jólasveinar á ferdinni Notaleg fjölskyldustund Mosfells­ kórinn syngur Bæjarstjórinn heggur fyrsta jólatréd HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG / hönnunarstaðlar GRAFÍSK HÖNNUN / HREYFIMYNDAGERÐ / MYNDSKREYTINGAR sími 898 4796 / stinamaja@atarna.is Skógarkaffi og súkkuladi jólatrjáasala í HamraHlíð við Vesturlandsveg 8.-23. desember Opið kl. 10-16 um helgar Opið vikuna 13.-17. des. kl. 14-17 og dagana 20.-22. des. kl. 12-17 Opið á Þorláksmessu kl. 10-16 Wellington og hreindýr vinsælt á veisluborð landsmanna • Vínið best borið fram við 16-18°C Vinir hittast og halda veislur... Matarhorn Mosfellings Hreindýravöðvi • Berið olíu á vöðvann og síðan ferskt timjan, rósmarín, pipar og smá salt og setjið í plastpoka eða filmu í 4-8 tíma. • Lokið steikinni á heitri pönnu í 2-3 mín á hlið. • Setjið í 60°C heitan ofn þar til steikin nær 55°C í kjarnhita fyrir medium rare eða 58°C fyrir medium eldun. • Látið steikina standa í ca. 8-12 mín eftir eldun áður en hún er borin fram. Vöðvarnir eru misstórir þannig að best er að leita upplýsinga um eldunartímann með hverjum bita. Nú teljum við niður dagana til jóla og matarboðin í algleymingi. Vinir hittast og halda veislur, borða saman jólamat. Hér má finna skotheldar eldunarleiðbeiningar frá Geira í Kjötbúðinni og að sjálfsögðu rautt við hæfi. Ungnauta Wellingtonlund • Forhitið ofninn í 220°C, penslið lundina með eggjarauðum. Setjið lundina inn í ofninn þegar hann hefur náð 220°C, ekki fyrr. • Eftir 15-10 mín, þegar deigið er orðið vel brúnt, lækkið þá hitann í 120°C og bíðið eftir að kjarnhit- inn nái 52-55°C fyrir medium rare eða 58°C fyrir medium eldun. • Látið steikina standa í ca. 8-12 mín eftir eldun áður en hún er borin fram. • Ath. eldunartími er misjafn eftir stærð steikarinnar en meðalsteik tekur um ca. 35-40 mín í ofni. Steikin látin Standa áður en hún er borin fram lokið Steikinni á heitri pönnu Við mælum með: Masi Costasera Amarone Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, mikil þroskuð tannín. Kirsuber, kakó, sveskja, jurtakrydd, eik. Verð: 4.299 kr. Við mælum með: Matua Pinot Noir Ljóskirsuberjarautt. Létt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungs- tannín. Jarðarber, hindber, laufkrydd, reykur. Verð: 2.999 kr.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.