Mosfellingur - 09.12.2021, Page 26

Mosfellingur - 09.12.2021, Page 26
 - Íþróttir26 Með gjafakortinu er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakort í næsta útibúi eða á landsbankinn.is. Gjafakort Landsbankans LANDSBANKINN. IS Sunddeild Aftureldingar tók þátt í lands- átakinu Syndum.is sem haldið var í nóvem- ber á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Sundsambands Íslands (SSÍ). Verkefnið var hluti af Íþróttaviku Evrópu sem er verkefni sem styrkt er af Er- asmus+, styrkjakerfi Evrópusambandsins. Í vetur æfa 56 börn og ungmenni sund hjá Aftureldingu og voru foreldrar hvattir til að skrá vegalengd þeirra eftir upplýsingum frá þjálfurunum. Það er gaman að segja frá því að unga fólkið okkar synti heila 717 km. Það samsvarar að synda norðurleiðina austur í Bakkagerði og rúmlega það. Syntu 717 km í landsátaki mosfellingar skiluðu sínu Blakstelpurnar okkar, sem eiga Íslands- meistaratitil að verja, hafa byrjað leiktíðina vel og bara tapað einum leik það sem af er leiktíðar. Þær sitja í 2. sæti deildarinnar með einn leik til góða á KA sem situr í 1.sætinu. Strákarnir okkar eru í 3. sæti deildarinn- ar og hafa byrjað ágætlega einnig. Bæði lið eiga eftir einn leik eftir fyrir jólafrí. Jólafríið verður þó ekki bara frí því landsliðsverkefni verður á milli hátíða en A landsliðin í blaki halda til Lúxemborgar og keppa á Novotel Cup 27.-29. desember. Blakdeild Aftureldingar á átta leikmenn í æfingahópunum, 5 í kvennaliðinu og 3 í karlaliðinu. karlalið aftureldingar Tímabilið fer vel af stað kvennalið aftureldingar Helgin 29.-31. október var stór blakhelgi hjá Aftureldingu að Varmá. Á föstudeginum var haldið skólamót í blaki fyrir 5. og 6. bekk í Fellinu. Þar tóku þátt um 100 krakkar úr Lágafellsskóla, Var- márskóla og Helgafellsskóla og skemmtu sér vel. Þessa helgi hélt blakdeildin einnig fyrri hluta Íslandsmóts yngri flokka að Varmá. Afturelding átti 4 lið á mótinu sem öll stóðu sig með prýði. U-16 lið Aftureldingar gerði sér lítið fyrir og vann alla sína leiki og eru efst í sínum flokki. Seinni hluti Íslandsmótsins verður spilaður eftir áramót. Í fyrsta sinn í tvö ár fengu U-landsliðin í blaki að fara og spila erlendis, spiluðu á NEVZA mótinu sem er Norður-Evrópumót sem var haldið í Danmörku að þessu sinni. Afturelding átti tvo fulltrúa í U-17 landsliðunum, Jórunn Ósk Magnúsdóttir og Magni Þórhallsson. Stúlkurnar unnu mótið en það hafði aldrei gerst áður og strákarnir í 4. sæti. U-16 lið Aftureldingar efst Jórunn og magni

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.