Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 12
12
Fyrst barst talið að fortíðinni og þeim
erfiðleikum sem hafa einkennt starfsemi
og rekstur Reykjanesbæjar alllengi, orsök-
um þeirra og hvernig brugðist hafi verið við
vandanum.
Kjartan segir nauðsynlegt að ræða vanda
fortíðarinnar til að átta sig á stöðunni í dag
og hvað sé framundan hjá bæjarfélaginu.
„Staðreyndin er sú að Reykjanesbær hafði
verið mikið skuldsettur. Í tímans rás var starf-
semi Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli stór
hluti af atvinnulífinu í bænum. Þegar Varnar-
liðið fór skapaðist tómarúm sem menn
horfðu fram á að þyrfti að bregðast við. Til
að mæta atvinnusamdrættinum var lagt í
umtalsverðar framkvæmdir í bæjarfélaginu,
bæði við uppbyggingu í innviðum þess og
einnig í kringum höfnina og hafnarsvæðið í
Helguvík. Svo kom hrunið eins og flestir
þekkja og í kjölfar þess versnaði staðan
mikið, meðal annars fór atvinnuleysi yfir
15% um tíma.“
Skuldir langt ofan 150%
viðmiðunarinnar
Árið 2012 kom ákvæði í nýjum sveitarstjórn-
arlögum um að skuldaviðmið sveitarfélaga
mætti ekki vera meira en 150% af regluleg-
Reykjanesbær
rís úr öldu-
dalnum
- Tækifærin eru mörg,
segir Kjartan Már
Kjartansson bæjarstjóri
Rekstur Reykjanesbæjar hefur verið erfiður um langt skeið og bæjarfélagið verið afar
skuldsett. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur tekist að snúa rekstrinum við og nú horfir
allt til betri vegar. Atvinnulífinu hefur vaxið ásmegin, einkum með mikilli fjölgun
ferðamanna og vexti í starfsemi Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Nú er gert ráð fyrir að skuldaviðmið Reykjanesbæjar verði komið undir lögbundið við-
mið, sem er 150% af tekjum, árið 2022. Þá hefur mikil eftirspurn eftir húsnæði og
fjölgun íbúa einkennt bæjarfélagið að undanförnu og gert er ráð fyrir að þeir fari fljót-
lega yfir 20 þúsund íbúa markið og muni verða allt að 30 þúsund innan 12-15 ára.
Sveitarstjórnarmál settust niður með Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra á dögunum
og ræddu við hann um þær breytingar sem átt hafa sér stað.
Reykjanesbær
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarstjóri í Reykjanesbæjar.