Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 22
22 unarsjóðs sveitarfélaga. „Þar sem sú nefnd starfaði á sama tíma og við þá setjum við fram tillögur er byggja að stærstum hluta á skila- boðum sveitarstjórnarfólks um allt land sem telur að taka verði reglu- verk sjóðsins til gagngerrar endurskoðunar og að hætt verði að nota hann til þess að setja plástra á núverandi kerfi. Ég vona að okkar til- lögur varðandi jöfnunarsjóð fari inn í endurskoðunarnefndina og fái umræðu þar.” Fjárhagslegir hvatar nauðsynlegir „Í minni nefnd lögðum við áherslu á það einstaka tækifæri fyrir ráð- herra samgöngu- og sveitarstjórnarmála að taka á málefnum sveitar- stjórnarstigsins af festu með þá málaflokka undir sem tilheyra hans ráðuneyti. Sveitarstjórnarfólk lítur svo á að fjárhagslegir hvatar séu nauðsynlegir og jafnvel forsenda sameininga og fækkun sveitarfé- laga.“ Hún segir að afnema þurfi alla fjárhagslega hvata sem vinni gegn sameiningu sveitarfélaga. „Þá þarf að viðurkenna að við sameiningu sveitarfélaga úti um land, þar sem myndast landfræðilega stór sveitar- félög, er og verður dýrara að veita þjónustu óháð því að sveitarfélagið „stækki“ með aukinni höfðatölu.“ Einstakt tækifæri fyrir ráðherra „Ég vil líka vekja athygli á því víðtæka samráði sem haft var við sveit- arstjórnarfólk úti um allt land. Okkur taldist til að um 300 manns hafi komið að vinnunni og haft tækifæri til að segja sína skoðun. Skýrslan er skilaboð frá sveitarstjórnarstiginu og því einstakt tækifæri fyrir ráð- herra að hafa slíkt samráð á bak við sig við ákvarðanatöku er varðar framtíðarskipulag sveitarstjórnarstigsins,” segir Eyrún Ingibjörg að lokum. Skuldir sveitarfélaga lækka og rekstraraf- gangur fer vaxandi. Þetta kemur fram í ný- lega útkomnu fréttabréfi Hag- og upplýs- ingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem farið er yfir fjárhagsáætlanir sveitar- félaganna fyrir árin 2018 til 2021. Saman- tektin byggir á fjárhagsáætlunum 64 sveitar- félaga af 74 þar sem búa um 99% lands- manna. Áhugavert er í þeim spám sem koma fram að skuldir og skuldbindingar lækka sjö- unda árið í röð sem hlutfall af tekjum og fara úr 106% árið 2018 í 95% árið 2021. Helstu niðurstöður aðrar eru að gert er ráð fyrir betri rekstrarniðurstöðu hjá A-hluta á árinu 2018 en kom fram í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Þar munar 2,2% af tekjum í stað 1,2%. Samkvæmt áætlununum mun rekstraraf- gangur sveitarfélaga fara vaxandi sem hlut- fall af tekjum og verða 5,6% árið 2021. Skuldirnar gætu aukist Fjöldi sveitarfélaga hefur ekki enn tekið tillit til uppgjörs gagnvart Brú – lífeyrissjóði starfs- manna sveitarfélaga í fjárhagsáætlunum sín- um. Gert er ráð fyrir að þau munu taka lán til að gera upp við lífeyrissjóðinn og gætu skuldir orðið hærri af þeim sökum en fjár- hagsáætlanir gera ráð fyrir. Fréttir Fjárhagsáætlanir­sveitarfélaga: Skuldir lækka og rekstrarafgangur vex Skuldir flestra sveitarfélaga fara lækkandi og rekstrarafgangur vex. Mynd: BB. Sameining sveitarfélaga

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.2018)
https://timarit.is/issue/424035

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.2018)

Aðgerðir: