Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 20
20 Hækkun­ lágmarks­ íbúafjölda­ sveitarfé- laga­í­þrepum.­Hluti­af­tekjum­Jöfnunar- sjóðs­ sveitarfélaga­ verði­ nýttur­ til­ að­ auðvelda­ sameiningar­ þeirra.­ Fjármögn- un­ sveitarfélaga­ stuðli­ að­ hagkvæmu­ skipulagi­ sveitarstjórnarstigsins.­ Stjórn- völd­taki­markvissari­þátt­í­verkefnunum­ um­ styrkingu­ sveitarstjórnarstigsins­ og­ fjárfesti­ í­ því.­ Verkefni­ verði­ flutt­ til­ sveitarfélaga.­Ábyrgð­sveitarfélaga­á­op-­ inberum­fjarmálum­og­samspili­þeirra­við­ hagstjórn­ verði­ styrkt­ og­ sérstök­ höfuð- borgarastefna­ verði­ mótuð­ í­ samvinnu­ við­ Reykjavíkurborg­ og­ önnur­ sveitarfé- lög.­ Þetta­ eru­ meginniðurstöður­ starfs- hóps­ sem­Ólöf­Nordal,­þáverandi­ innan- ríkisráðaherra,­ setti­ á­ laggirnar­ í­ árslok­ 2015. Verkefnið nefndist Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga og var ætlað að greina tækifæri og leiðir til þess að styrkja sveitar- stjórnarstigið enn frekar. Skýrsla hópsins kom út í júlí í fyrra. Formaður var Eyrún Ingi- björg Sigþórsdóttir, viðskiptafræðingur og fyrrum sveitastjóri á Tálknafirði og ein af eigendum ráðgjafastofunnar Ráðrík. Eyrún spjallaði við Sveitarstjórn- armál af þessu tilefni á dögunum. Markmiðin náist í nokkrum þrepum Hún segir róttækustu tillögur starfshópsins snúa að því að fjölga íbúum í sveitarfélögum með því að takmaka lágmarksfjölda þeirra í þrepum. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að til þess að ná því markmiði að efla sveitarstjórnarstigið þurfi sveitarfélög- in að vera sjálfbærar þjónustu- og rekstrar- einingar. Af þeim sökum þurfi að fækka sveitarfélögum og skilgreina þau verkefni sem þau geti sinnt ein og óstudd. Miða verði við að þau verði fær um að sinna allt að tveim þriðju af verkefnum er heyra undir A-hluta miðað við kostnað þeirra. Þannig urðu þær tillögur sem við settum fram til en þær miðast við að ná þessum markmiðum í áföngum eða í þrepum.” Lágmarksfjöldi íbúa hækkaður í áföngum til 2026 Hugmyndir starfshópsins gera ráð fyrir að í byrjun árs 2019 taki gildi lagasetning þess efnis að árið 2020 skuli lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélagi vera 250, vera kominn upp í 500 tveimur árum síðar, það er árið 2022 og verða kominn í 1.000 árið 2026. „Við töldum nauðsynlegt að gefa þessu nokkra aðlögun. Annað sem vert er að vekja athygli á í þessu sambandi er að hópurinn gerir ráð fyrir að þær sameiningar sveitar- félaga sem þarf til að ná þessum íbúamörk- um verði ekki bornar undir íbúa í atkvæða- greiðslum.“ Eyrún segir ljóst að þessi mál verði ekki leyst til hlítar ef íbúar þurfi að kjósa um hverja einustu sameiningu, það segi sagan okkur þegar horft er til sameiningarátaka undanfarna áratuga. Einnig var horft til Danmerkur, Grænlands og Álandseyja sem öll hafa farið þessa leið. Fækkun sveitarfélaga og langtímastefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið - eru meginniðurstöður starfshóps um stöðu og framtíð sveitarfélaga Sameining sveitarfélaga Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir hjá Ráðrík og formað- ur starfshóps um stöðu og framtíð íslenskra sveitar- félaga.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.