Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 14
14 fremur stuttar. Stutt að fara í skóla og leik- skóla og oft hægt að fara gangandi þar á milli enda skólar í öllum hverfum.“ Hann segir það líka hafa hjálpað til að umtalsvert laust íbúðarhúsnæði var til staðar á Ásbrú – húsnæði sem Varnarliðið hafi byggt og notað þar til það fór á brott. „Það húsnæði er nú komið að mestu leyti í not og nú eru umtalsverð byggingaráform í undir- búningi.“ Keilir, gagnaver og nýsköpun á Ásbrú Kjartan snýr talinu að menntunarmálum á Suðurnesjum. Hann segir að löngum hafi menntunarstig verið lægra þar en víða á landinu. „Það skýrist einkum af því að fólk gat fengið vel launuð störf hjá Varnarliðinu án mikillar menntunar. Fólk sótti í þessi störf eins og menn þekkja. Við þessu þurfti að bregðast sem var gert með stofnun Keilis. Keilir hefur nú starfað í áratug og margir hafa notið skólagöngu þar. Þarna er starf- andi svokölluð háskólabrú. Hún veitir fólki. aðgang að námi sem gefur rétt til háskóla- náms og einnig er lögð áhersla á tæknifræði auk kennslu til atvinnuflugmannsréttinda.“ Hann segir áhrifin af Keili þegar farin að koma fram og telur að þetta skólastarf eigi eftir að breyta miklu í framtíðinni. Hann bendir á að umfangsmikil starfsemi í þágu gagnavera sé á Ásbrú og þar sé einnig verið að vinna að ýmiss konar frumkvöðulsstarfi sem nýti húsnæði sem Varnarliðið skildi eftir. „Hinn stóri möguleiki okkar er þó flug- völlurinn og uppbygging landssvæðis og sveitarfélaga í kringum hann. Þar sjáum við mikla framtíðarmöguleika. Við vinnum eftir hugmyndafræði sem kennd er við John Cassarda en hún gengur út á það hvernig bæir og borgir hafa myndast í tengslum við flugvelli.“ Kjartan segir flugið öflugasta samgöngu- mátann hér á landi og það fari mikið eftir því hvernig það þróast hvernig byggðin á Reykjanesi kemur til með að vaxa og líta út í framtíðinni. „Verði mikill vöxtur í þessari atvinnugrein gæti það þýtt enn hraðari vöxt byggðarinnar en við gerum ráð fyrir í dag. Kjarninn í þessari hugmyndafræði er að þar sem flugið er, þar myndist stórir bæir og borgir.“ Reykjanesbær Hafnargatan, sem er aðalgatan í Reykjanesbæ, er blómleg á sumrin. Gatan var endurgerð fyrir nokkrum árum en eftir að bandaríska varnarliðið hvarf úr landi var m.a. ráðist í margvíslegar framkvæmdir við innviði og umhverfi í bæjarfélaginu. Gerbreytt atvinnulíf Mikil­breyting­hefur­orðið­á­atvinnulífinu­í­Reykjanesbæ­á­tæpum­5­árum.­ Alls­störfuðu­17%­í­ferðaþjónustu,­samgöngum­og­við­flutninga­í­febrúar­ 2013­en­nú­er­fjöldi­starfsfólks­í­þeim­greinum­26%.­Hæsta­hlutfall­vinnandi­ fólks­er­jafnframt­í­þeim­geira­og­þar­er­Keflavíkurflugvöllur­með­75%­starfs- fólks.­ Aldrei­hafa­færri­starfað­við­verslun­og­sölu­og­nú­eða­7%.­Hlutfallið­var­ hæst­12%­í­október­2014.­Störfum­í­menningarstarfsemi,­fræðslu­og­þjálfun­ hefur­einnig­fækkað­úr­17%­í­febrúar­2013­í­10%­nú.­ Hlutfall­atvinnurekenda­er­nú­13%­í­Reykjanesbæ­en­var­lægst­7%­í­ október­2013.­Launþegum­hefur­einnig­fjölgað­á­tímabilinu­febrúar­2013­­ til­október­2017,­úr­56%­í­67%­og­atvinnuleitendum­fækkað­á­sama­tíma­úr­ 7%­í­2%.­Flestir­vinna­í­100%­stöðuhlutfalli­eða­83%­vinnandi­fólks­í­ Reykjanesbæ.­Þar­er­hlutfall­karla­94%­á­móti­67%­kvenna.­ Þetta­kemur­fram­í­Atvinnumálakönnun­sem­var­framkvæmd­af­MMR,­ Markaðs-­og­miðlarannsóknum,­fyrir­Reykjanesbæ­og­Vinnumarkaðsráð­ Suðurnesja­seint­á­liðnu­ári.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.