Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 17
17 Lengri tíma markmið að sameina allt Reykjanesið Kjartan segir að nábýlið við höfuðborgar- svæðið sé sveitarfélögunum á Reykjanesi hagstætt og byggðirnar á Suðurnesjum muni koma til með að vaxa meira saman. Nú þegar sé verið að sameina Sandgerði og Garð. „Spurningin er hvað gerist á næstu 10 til 20 árum. Ég held að þegar við verðum komin fyrir vind í fjármálum Reykjanesbæjar verði orðinn góður grundvöllur til að sam- eina hið nýja sveitarfélag og Reykjanesbæ. Byggðin er þétt og mun þéttast enn frekar. Það er trúlega lengri tíma markmið að sam- eina allt Reykjanesið og fer eflaust eftir því hver þróunin verður í skipan sveitarstjórnar- stigsins,” segir Kjartan Már Kjartansson að lokum. Rokksaga Íslands og 100 ára fullveldi Sýningin Hjartastaður – Þingvallamyndir úr safni Sverris Kristinssonar verður í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum 9. febrúar til 15. apríl 2018. Sýningin er framlag Reykjanesbæjar til 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Duus Safnahús eru opin alla daga kl. 12:00 – 17:00. Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokk- tónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu má m.a. sjá tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Í Rokksafni Íslands er að finna Rokkbúðina en þar má fá ýmsan varning tengdan rokksögunni. Rokksafn Íslands er opið alla daga kl. 11:00 – 18:00. Sýningarsalur Listasafns ReykjanesbæjarRokksafn Íslands í Hljómahöll Framkvæmdir við Hlíðahverfi í Reykjanesbæ.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.