Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Blaðsíða 11
íslenzkur iðnaður
9
ánsfjár
rms.
Iðnaðar- og verzlunarbanki.
Það sem einna mest háir innlendum iðnaði og
raunar allri hagnýtingu á auðlindum landsins,
er skortur á fé til framkvæmda.
Sparifjáreigendur eru ákaflega tregir til að
leggja fé sitt í atvinnufyrirtæki. Ástæðan er
augljós. Það er undantekningalaust nokkur á-
hætta, að leggja fé í fyrirtæki, og það, sem hægt
er að bera úr bítum — þegar bezt gengur •—
stendur ekki í neinu hlutfalli við þá áhættu. —
Skattarnir sjá fyrir því. Þetta verður og enn þá
skiljanlegra, ef menn hafa það í huga, að örugg
skuldabréf (veðdeildarbréf o. s. frv.) gefa næst-
um jafnháa vexti og atvinnufyrirtækin í góð-
ærum.
Þá er því einngið haldið fram af ýmsum, að
fjöldi manna leggi fé sitt í veðdeildarbréf, til
Líffryggingar
og
brunatryggingar
Vátryggingaskrifsíofa
Sigfúsar
Sighvatssonar
Sími 3171.
þess að eiga auðvelt með að svíkja skatt (veð-
deildarbréf eru handhafabréf). Til þess að koma
í veg fyrir slíkt, hefir komið fram á Alþingi
frumvarp um vaxtaskatt. Það þýðir sennilega
lítið um það að tala, að svo komnu máli, en það
er áreiðanlega skilyrði fyrir þróttmiklu og heil-
brigðu athafnalífi á íslandi, skilyrði þess að hin-
ir ótæmandi möguleikar landsins verði hagnýtt-
ir, að skattalöggjöfinni verði gjörbreytt. Það á
ekki að verðlauna deyfðina, framtaksleysið, kyr-
stöðuna, heldur dugnaðinn og framtakið.
Upphaf nýrra fyrirtækja er oftlega þannig,
að dugnaðar- og áhugamaður leggur fram allt
sitt fé (nokkrar þúsundir, stundum nokkra tugi
þúsund króna) og fær í lið með sér kunningja
,eða venslafólk. Fyrirtækið er stofnað. Stundum
verður starfsfólk fyrirtækisins að leggja með sér
peninga. — Það fé, sem þannig fæst, er í flest-
um tilfellum allendis ónóg. Það nægir rétt til
þess að koma fyrirtækinu á laggirnar, hleypa
því af stokkunum — en svo byrjar baslið. Eng-
in af lánsstofnunum vorum telur það vera hlut-
verk sitt að lána iðnaðinum.
Þannig hafa ýms iðnfyrirtæki orðið að sæta
illum kjörum um vexti og afföll „á frjálsum
markaði“, til þess að geta haldið í horfinu. —
Það hefir þróast nýr atvinnuvegur á landinu, en
sú þróun hefir ekki náð til lánsstofnana.
Það er því fullkomlega tímabært, að ráðandi
menn í stjórn og atvinnulífi þjóðarinnar taki að
hugleiða, hvað hægt sé að gera til þess að bæta
úr hinni knýjandi þörf iðnaðarins fyrir reksturs-
fé. Og að síðan fylgi framkvæmdir.
Ýms stór og viðurkennd verzlunarfyrirtæki
hafa margoft kvartað yfir því, að bankarnir geti
ekki fullnægt heilbrigðri þörf þeirra fyrir rekst-
ursfé, þótt í boði séu örugg veð. Þau eiga mjög
erfitt með að selja vöruvíxla sína.
Þessar raddir verða sífellt háværari, og það er
víst að ástandið er svo óviðunandi, að við það
verður ekki búið til lendgar. ,
Það virðist ekki vera nema um tvennt að ræða.