Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Blaðsíða 12

Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Blaðsíða 12
10 íslenzkur í'ðnaður * iðnaöu r bæjardyrum sölumannsins, Það er nú svo, að hver hefir sinn drösul að draga, og því miður eru sölumennirnir engin und- antekning frá reglunni. Það er þetta með pönt- unarbókina, þegar í hana dettur að verða fram úr hófi langlíf, og allar tilraunir til þess að stytta henni aldur reynast árangurslausar. Við- skiptamennirnir hætta jafnvel að hafa áhuga fyrir því að tala um hina slæmu afkomu og gjaldeyrisvandræðin, og húsbændurnir fara að nefna nýjar söluaðferðir, en ekki meira um það. Vafalaust hafa margir sölumenn gert sér góðar vonir um nýja og betri tíma stétt sinni til handa, þegar innlendar iðngreinir risu hér upp hver af annari, því þá yrðu útlendir um- boðssalar óhjákvæmilega að víkja fyrir heima- mönnum. Þessar vonir hafa að nokkru leyti ræzt, en þó er enn þá við einn höfuðóvin að etja, sem er vantrú almennings á allri innlendri framleiðslu. Geta margir sjálfsagt bent á einstök dæmi, sem réttlæta hana, en ég fullyrði, að oftar stafar þetta af vanafestu og varkárni en hinu, að gerð- ur sé hlutdrægnislaus samanburður. Þá er þeir ekki ófáir, sem álíta, að flestar eða allar hinar nýju iðngreinir séu ekkert annað en gorkúlur á fjóshaug innflutningshafta og tolla. Ekki verða innlendir framleiðendur sakaðir um, að þeir vinni með hangandi hendi að því, að gera vöru sína útgengilega, og flestir þeirra hafa áður verið umboðsmenn erlendra firma og standa því mjög vel að vígi með að haga fram- Annað hvort tekur einhver bankanna iðnað og verzlun upp á sína arma ellegar að stofnaður verði iðnaðar- og verzlunarbanki. Þörfin er fyrir hendi og slíkur banki myndi fá næg verkefni. — Hann myndi vaxa og verða máttugur — ef vel væri á haldið — jafnhliða því, sem hann styrkti íslenzka framleiðslu og kaupsýslu og opnaði nýja atvinnumöguleika. leiðslu sinni eftir fyrri reynslu, hvað snertir kröf- ur manna hér um vörugæði og verðlag. Má í því sambandi benda þeim, sem telja okkur ekki hafa aðstöðu til þess að framleiða jafn fullkomnar vörur og þær fást beztar erlendis, á það, að á meðan hér var fullkomlega frjáls innflutning- ur á svo að segja öllum vörutegundum, var í flestum tilfellum meira litið á verðið en gæðin. Voru þá stundum hér á boðstólum svo lélegar vörutegundir, að líklega mundi nú verða kraf- ist að slík framleiðsla yrði bönnuð, ef hún ætti sér stað hér á landi. En það er eins og þetta sé nú allt gleymt, og allt er nú gott og blessað, ef það aðeins er út- lent, enda hefir framleiðendum hér reynzt vel að nota útlend nöfn á vörur sínar, eða þá að Smjörlí Þvergötu. Reykjavík. Símar: 2093 og 3928. Framleiðir: Smjörlíki Jurtafeiti Svínafeiti Bökunarfeiti. Allar þessar íegundir eru framleidd- ar í nýjum vélum, sem óhælf er að segja að séu þær fullkomnustu. sem til eru nú. kisgerðin Ljómi

x

Íslenzkur iðnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzkur iðnaður
https://timarit.is/publication/1690

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.