Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Blaðsíða 8

Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Blaðsíða 8
6 íslenzkur iðnaður Á vaxta drykkir, Appelsín og Grape-Fruit. innihalda safa og merg nýrra ávaxta. margar alkunnar tegundir. Gosdrykkir Sódavatn Sendið jólapantanir sem fyrst. H.f. ölgerðin Egill Skall agrímsson, Sími 1390. — Símnefni: MJÖÐUR. á erlendum markaði, í harðri samkeppni við framleiðslu annara þjóða. En vitanlega er verksmiðjan ekki stofnuð með það fyrir augum fyrst og fremst, að fullnægja eftirspurn eftir niðursuðuvörum hér innanlands. Ætlunin er að vinna nýja markaði fyrir íslenzkar fiskafurðir víðsvegar um heiminn með því að matbúa þær samkvæmt kröfum hinna vandlát- ustu neytenda. Öllum er Ijóst, að það muni taka langan tíma að vinna markaði fyrir þfessar vör- ur. En nú er verið að byrja að senda sýnishorn til útlanda, og er vonandi, að þau gefist vel. Foorstjóri niðursuðuverksmiðju S. í. F. er hr. Þorvaldur Guðmundsson, en yfirumsjón og reikn- ingshald er í höndum framkvæmdastjórnar S. í. F. Auk þess starfar við verksmiðjuna sérfróður maður í öllu því, sem lýtur að niðurlagningu síldar, hr. Tryggvi Jónsson. Alls vinna um 20 manns í verksjniðjunni. Kostnaður við verksmiðjuna hefir orðið alls um 220 þúsund krónur. Verksmiðjan var vígð 1. október síðastliðinn af formanni stjórnar S. 1. F., Magnúsi Sigurðssyni bankastjóra. Miklar vonir eru tengdar við þetta nýja fyrir- Litla Bílstöðin er nokkuð sfór Opið allan sólarhringinn Upphitaðir bílar Sími 1380 tæki. Með þessu er gerð merkileg tilraun til þess að koma vandlátum neytendum í fjarlægum löndum í samband við framleiðsluna af hinum auðugu fiskimiðum við strendur íslands. Islenzka þjóðin á mikið undir því um afkomu sína, að þessi tilraun gefist vel. Árni Jónsson frá Múla.

x

Íslenzkur iðnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzkur iðnaður
https://timarit.is/publication/1690

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.