Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Blaðsíða 9
íslenzkur iðnaður
7
Verkaskipting í
byggi
Ég hefi verið beðinn að rita nokkur orð um
byggingaiðnaðinn í rit þetta og geri það mjög
fúslega. Þó vildi ég taka það fram, að ég tel á
engan hátt, að ég hafi skilyrði á við ýmsa aðra,
sem meiri reynslu hafa, til að skrifa um þennan
iðnað, og mun ég því takmarka grein þá, sem
hér fer á eftir við verkaskiptingu innan bygg-
ingaiðnaðarins.
Byggingaiðnaðurinn er svo veigamikill þáttur
í fjárhags- og atvinnulífi Reykjavíkur, að hon-
um ber að veita sérstaka athygli. Þessi iðnaður á
sér mýmargar hliðargreinar, sem gleypa mikið
fé og verulegan vinnukraft, og eru þannig einnig
þýðingarmiklar fyrir bæjarbúa.
Tala þeirra, sem vinna við höfuðgreinar bygg-
Utvegum
Vélar og efni
til idnaðar.
G. Helgason k Melsted h.f.
Simar 1644. Símnefni Melsted.
ngaiðnaöinum.
ingaiðnaðarins sýnir Ijóslega hve hér er um
mikið atvinnuatriði að ræða, en skiptingin er sem
næst þessi:
Húsameistarar (arkitektar) með æðri mennt-
un 10, og aðrir, sem að meira eða minna leyti
starfa að húsateikningum 11.
Síðan koma meistarar og handverksmenn, og
skiptast þeir þannig:
Múrarameistarar..... 28 — sveinar 100
málarameistarar.....84 — sveinar 75—80
pípulagningameistarar .. 18 — sveinar 28
veggfóðrameistarar .... 12 — sveinar 8
Trésmíðameistarar og sveinar 4—500, og auk
þess allmargir rafvirkjar.
Hinir síðarnefndu fá langflestir eða nær allir
undirbúningsmenntun sína innanlands og fer
kennslan að verulegu leyti fram á verkbólunum.
En Iðnskólinn er einnig mjög verðmæt stofnun
fyrir uppeldi þessarra manna, og tel ég ekki vafa
á, að sá skóli veiti góða menntun miðað við sam-
bærilegar stofnanir erlendis, og árangurinn er
sá, að við eigum mjög góða stétt fagmanna í
byggingaiðnaðinum, sem er vel hæf til þess að
leysa af hendi verkefni sín, hver á sínu sviði.
Allar þessar mörgu faggreinar eru mjög vak-
andi um hagsmuni sína, og vernda þá með harð-
snúnum stéttasamtökum, enda er það nauðsyn-
legt atriði fyrir velfarnað í byggingamálum, að
verkaskiptingin sé einmitt glögg, og ekki starfi
nema sérlærðir menn að hverju verkefni.
Húsameistararnir hafa það hlutverk innan
byggingaiðnaðarins, að leggja verkefnin fyrir
hina einstöku hópa fagmanna, sem síðan vinna
hver sitt hlutverk.
í Iðnskólanum eru kennd undirstöðuatriði í
húsateikningu, en menn verða að athuga það vel,
að sú kennsla miðar eingöngu að því, að fag-
mönnunum gangi betur að skilja og útfæra þær
teikningar, sem húsameistarinn leggur að mörk-
um. En þessi undirbúningur í Iðnskólanum er