Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Blaðsíða 6
4
íslenzkur iðnaður
Stórmerkileg tilraun til þess að afla
sjávar afurðunum nýrra markaða.
Niðursuðuverksmiðja S. I. F.
Á aðalfundi Sölusambands íslenzkra Fisk-
framleiðenda 1937 var samþykkt áskorun til fé-
lagsstjórnarinnar um ,,að hefjast handa á yfir-
standandi starfsári til að koma á fót niðursuðu-
verksmiðju fyrir sjávarafurðir, svo og að byrja
starfrækslu með niðursuðu þeirra fisktegunda,
sem hún telur líklegastar til að ná sölu á erlend-
um markaði“.
1 tillögunni segir ennfremur, að verksmiðjan
skuli eigi í byrjun reist fyrir stóriðju, en að hún
geti þó framleitt nægilegt magn til þess, að geng-
ið verði úr skugga um framtíðarmöguleika ís-
lenzkra niðursuðuvara á erlendum markaði.
Undanfari þessarar samþykktar var sá, að
gerð var sú breyting á lögum S. í. F., að í stað
þess að starfssvið félagsins hafði fram til þessa
verið takmarkað við sölu á saltfiski, var félags-
stjórninni heimilt að annast „sölu hverskonar
sjávarafurða félagsmanna, ef þeir óska þess“.
En það, sem að baki liggur þessari rýmkun á
starfssviði S. í. F., er aftur sú nauðsyn, sem skap-
azt hefir vegna margvíslegra erfiðleika saltfisk-
framleiðenda hin síðustu ár. Markaðsskerðing
sú, sem orðið hefir í aðalmarkaðslöndunum, hefir
gert þörfina fyrir fjölbreyttari hagnýtingu fram-
leiðslunnar brýnni en áður var.
Þegar að afloknum aðalfundi í fyrra var tekið
að vinna að verksmiðjumálinu með fullum krafti.
Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir, að hægt
væri að komast af án þess að byggja sérstakt hús
fyrir verksmiðjuna. Var þá gert ráð fyrir, að taka
mætti á leigu einhverja af hinum ónotuðu fisk-
verkunarstöðvum. En að athuguðu máli þótti
hyggilegra að reisa þegar í upphafi eigið hús
handa verksmiðjunni, þótt útlagður kostnaður
yrði meiri í bili. Rekstur nýtízku niðursuðuverk-
smiðja krefst ýmislegs þess, ekki sízt hvað hrein-
læti snertir, sem ókleift er að fullnægja í húsa-
kynnum, sem gerð eru í allt öðru skyni.
Hús verksmiðjunnar stendur við Lindargötu í
Reykjavík, nr. 22, og er stórt steinsteypt port
umhverfis húsið. Byrjað var á verkinu í síðast-
liðnum marzmánuði, og var smíði hússins og upp-
setningu véla að mestu lokið í byrjun júlímán-
aðar.
Húsið er úr steinsteypu, 37 metrar á lengd og
11 metrar á breidd, tvær hæðir. Vélar voru keypt-
ar hjá A/S Kværner Brug í Oslo, og kom hingað
verkfræðingur frá firmanu, til þess að segja
fyrir um niðurskipun vélanna.
Þá var fenginn hingað þýzkur sérfræðingur,
dr. Metzner, til þess að sjá um, að tilbúningur
varanna væri samkvæmt fyllstu kröfum nútím-
ans. Dr. Metzner er þekktur vísindamaður og for-
stöðumaður „Forschungsinstitut fur die Fischin-
dustrie“, rannsóknarstofu þýzka fiskiðnaðarins í
Fyrírliggjandi:
Vanillestangir, Múskat,
Kakao, Negull,
Gerduft, Engifer,
Eggjagult, Karry,
Hjartasalt, Hunangskrydd,
Kremduft, Borðedik,
Kúmmen, Edikssýra,
Kanill, st., Matarlitur,
Pipar, st., Sósulitur,
Allrahanda, Ekta Kirsiberjasaft,
Kardimómur, Litað sykurvatn
EVU-FÆGILÖGUR.
GÓÐAR VÖRUR LÆGST VERÐ.
Eínagerð Friöriks Magnússonar
Sími: 31UU- Símnefni: „Wholesale“.
Pósthólf U05. REYKJAVÍK.