Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Blaðsíða 14

Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Blaðsíða 14
12 Islenzkur iðnaður Iðnrekendur eiga að ráða meiru! Að reka iðnað hér á landi er í flestum tilfell- um erfiðara en í nokkru öðru landi á þessari jörð. 1. Vegna þess að skilningur ríkisstjórnar og Alþingis hefir eigi verið fyrir hendi — á þeim málefnum, sem tilheyra iðnaði og framleiðslu. Iðnaðinum hefir alltaf vantað fulltrúa á Alþingi til þess að tala sínu máli — en svo má ekki ganga lengur. 2. Til þess að iðnaðarmál okkar komist á þann rekspöl — að þau verði að því liði í þjóð- félaginu sem vera ber — sem atvinnu-, fjárhags- og menningaraukning — þarf hið opinbera vald að hafa samstarf við iðnaðinn og framleiðsluna, til þess að þær stofnanir, sem byggðar eru upp af þessari starfsemi, geti unnið og starfað að því eina og rétta takmarki sem fyrir liggur — og það er að byggja hér upp heilbrigðan iðnað, sem fær staðist öll utanaðkomandi áföll, hvernig sem allt snýst í hinum erlenda heimi. Hingað til hefir ekkert samstarf átt sér stað, og þessvegna hafa gífurleg mistök og misrétti komið í ljós í iðnaði og iðnaðarmálum okkar ís- lendinga — til stórskaða fyrir fjárhag lands- ins — en það er eitt af því, sem mest á ríður, að nota hinn litla erlenda gjaldeyri rétt. Ég vona, að samheldni iðnrekenda komi ríkisvaldinu í skilning um það, hvað mikla þýðingu iðnaðurinn hefir fyrir þjóðina, og það verði í tíma séð fyrir því, að iðnaðurinn hér á landi mæti ekki óyfir- stíganlegum erfiðleikum. Islenzkur iðnaður hefir átt, og hefir háð, harða baráttu við alla þá, sem hafa hagsmuna að gæta um innflutning á erlendum vörum, og okk- ur, sem eigum við innlenda framleiðslu, þykir * Eg drekk á hverjum morgni einn bolla af FREYJU- SUKKULflÐI

x

Íslenzkur iðnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzkur iðnaður
https://timarit.is/publication/1690

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.