Bræðrabandið - 01.11.1953, Síða 3
3 -
"Bræðrabandið11 10.IX' 53
of lítið og mátti heita að það væri að falli komið. Hefur
endurbygging þess og stækkun verið hið mesta átak fyrir
söfnuðinn þar, og hafa systkinin óspart lagt fram fé og
sjálfhoðaliðavinnu til þessarra framkvæmda. Enda er bygg-
ingin nú hin myndarlegasta og mjög hontug fyrir starfsemi
skólans og safnaðarins í heild, En skólahúsið hefur jafnan
verið notað fyrir starfsemi ungmennafélagsins og systrafél-
agsins, og hefur starfsemi þessarra fólaga staðið með miklum
blóma um margra ára skeið, þrátt fyrir erfið starfsskil-
yrði, sem stafað hafa af þröngu og ófullnægjandi húsnæði.
Bessa nýja áfanga í starfsemi safnaðarins var .
minnst á sórstakri sarnkomu, sem haldin var laugardagskvöld-
ið 24. þ.m.. Flutti Bragi Straumfjörð kennari skýrslu um
fjárhag byggingarframkvæmdanna og gang þeirra yfirleitt.
Str. Margrót Guðmundsdóttir flutti frumsamið ljóð og enn-
fremur frásögn um starfsemina í gamla húsinu, sem fell, og
vonirnar, seiií tengdar eru við rúmgóða húsið, sem risið er
af grunni. Skólabörnin komu fram, undirritaður talaði og
myndir voru sýndar.
Vctrarstarfsemi ungmennafólagsins er nú að hefjast,
barnaskólinn er í fullum gangi og fullskipaður nemendum.
Fjórir unglingar frá Vestmannaeyjasöfnuði eru nemendur í
Hlíðardalsskóla í vetur, en tveir útskrifuðust þaðan s.l.
vor. Megi blessun Drottins hvíla yfir söfnuði þessum fram-
vegis og megi honum auðnast að bcra mikinn ávöxt Guði
til dýrðar.
Haustsöfnunin
virðist hafa gengið greiðara í haust en nokkru
sinni fyrr. Að minnsta kosti er það svo hór í^Reykjavík,
að þátttakan í henni hefur verið almennari en áður, og svo
sem kunnugt er vinna margar hendur létt verk. Takmarkið,
sem okkur hafði verið sett, eru 55 þúsund krónur, Mun þeim
nú vera náð að mestu leyti. En eitthvað mun vera eftir
af blöðum ennþá, og ekki má unna sér neinnar hvíldar fyrr
en hvert blað er gengið út. Margir, bæði innan safnaöar-
ins og utan hans, hpifa látið í ljós ánægju sína með efni
blaðsins. Það á erindi til fólksins. Fað þyrfti að komast
inn á hvert heimili. Þeir, som enn hafa blöð undir höndum,
ættu að hraða sér að koma þeim út, og þau, sem eftir verða
þegar öll svæði eru búin, ætti að endursenda skrifstofunni
sem fyrst.
í síðastliðinni viku voru nemendur og starfsfólk
Hlíðardalsskólans öll í haustsöfnun. Hver nemandi og starfs-
fólkið allt tók þátt, og blaðið fór inn á hvert heimili í
nágrenni skólans.
Að lokum innilegar kveðjur til allra systkinanna
nær og fjær. Þótt við séum dreifð og gegnum hvert sínu
starfi, erum við öll eitt í þjónustu hins sama göfuga mál-
efnis.
Oft hugsum við til ykkar, sem fjarlæg eruð, tölum
um ykkur og biðjum fyrir ykkur. Tími vinnst ekki til að
skrifa einstaklingum, en Bræðrabandið er tengiliður milli