Bræðrabandið - 01.11.1953, Page 10
10 -
"Brsðrabandið11 10.11’33
álíta það hluta af kristinni skyldu sinni aö sjá um skemmt-
anir fyrir sig og aðra til framdráttar málstað Krists.
Hægt en sígandi skilnaður frá Guði. - Gleymum því
ekki, að söfnuðurinn stckkur ekki í einu vetfangi skref sín
til fráfalls, heldur lætur hann hægt og sígandi undan álagi
og áleitni heimsins og villu óvinarins. Hví skyldum við
ekki gera Ritninguna sem mælikvarða og leiðsögn okkar í þessu
sem öðrum efnum? Það er ekki minnsta tilefni til þess gefið
í Ritningunni, að það sé skylda safnaðarins að skemmta fólk-
inu. Ef Frelsarinn hefði álitið slíkt vænlegt tæki til að
komast í samband við syndara, eða halda þeim, er þegar hefðu
öðlast afturhvarf, hefði hann áreiðanlega sýnt það með
fordæni sínu. Sumar kirkjudeildir hafa menntaða sórfræðinga
í þjónustu sinni til að sjá um skemmtanir fyrir unga fólkið.
Það er engu líkara en Kristi hafi yfirsést yfir það, því
við lesum; "Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru
postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og
kennarar, til þess að fullkomna hina heilögu, til að láta
þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar." Ef.4,11.
Hér er að engu leyti séð fyrir opinberum skemmtun-
um til að draga að unga eða gamla. Ef slíkt væri heppilegt
tæki til að vinna fólk til Boðskaparins, hofði Drottinn feef-
ið fyrirmæli um það. Þaö er ekki einungis að starf spámann-
anna og postulanna sé gersneytt slíku, heldur höfum við
sterka ástæðu til að halda, að allt slíkt sé af öðru sauða-
húsi komið.
Sláandi lýsing.
Eitt eftirtektarvert dæmi er framsett í Biblíunni
um mann í ábyrgðarstöðu, or lét undan beiðni óhelgaðra manna
um skemmtun, Hin óstyrka,eftirgefanlega stefna hans og
löngun í vinsældir var greidd ægilegu verði. Aron gerði
gullkálfinn og "lýðurinn settist niöur til að eta og drekka,
og þeir stóðu upp til að leika", en dómur Guðs kom yfir fólk-
ið og þrjú þúsund þeirra dóu á þeim degi.
"Hvers oft á vorum dögum er skemmtanafýsnin dulbúin,
"yfirskin guðhræðslunnar". Trúarbrögðin, sem loyfa fólki
að helga sig eigingjarnri eða holdlegri eftirlátssemi um
leið og trúarathafnir eru um hönd hafðar, eru jafnkær fjöld-
anum nú og á dögum Israels. Og enn eru eftirlátir Aronar
til, sem jafmframt því að hafa á hendi ábyrgðarstöðu í söfn-
uðinum, láta eftir óskum hinna óhelguðu, og ýta þannig undir
syndir þeirra." Patr. and Prof. 317•
1 annari skýringu um sama efni lesum við:
"Þar fór fram kæti og dans, glaðværð og söngur í
blindni, sem blekkti skynsemina, einnig eftirlátssemi úr
hófi fram, lostafullar tilfinningar, allt þetta blandaðist
saman í þessum viðbjóðslega atburði.... Eg get ekki nú
íhugað þessa sögu lengra, en eg bið ykkur í hverri borg,
hverjum bæ, á hverju heimili, eg bið hvern einstakling að
athuga þessa lexíu, þessi ritningarvers með hinum innblásnu
orðum í hugas "Sá, sem stendur, gæti sín, að hann ekki falli."
Ættu ekki feður og mæður að taka þessa alvarlegu aðvörun til
greina? Ættu þau ekki að benda æskufólkinu á hætturnar, sem