Viljinn - 01.10.1939, Page 4
- 4 -
unaraflið fá lausan tauminn hér, er oss hinsvegar ekki
bannað, heldur er það skylda vor að færa oss í nyt, hið á-
reiðanlega efni um siðu og háttu þeirra tíma, eða urn atburði
seinna á æfi hans, sem benda til hinna fyrrri ára hans, til
þess að sameina bernsku hans við frásögn guðspjallanna, þar
sem þau taka upp aftur þráðinn í æfisögu hans. Það er mögu-
legt á þennan hátt að fá að minnsta kosti að nokkru leyti
sanna hugmynd um, hvað hann var í bernsku og æsku, og undir
hvaða áhrifum hann þroskaðist svo mörg þögul ár.
Vér vitum undir hvaða heimilisáhrifum hann ólst upp. Heim-
ili hans var eitt af þeim, sem var prýði landi hans eins og
þau eru í voru landi - nefnilega heimkynni guðrækins og géf-
aðs verkafólks. Jósef - húsfaðirinn, var heilagur maður og
vitur. En að ekki er á hann minnst seinna í lífi Krists, er
venjulega talið vottur um, að hann hafi dáið, meðan Jesús
var í bernsku, og ef til vill lagt umönnun heimilisins é
herðar Jesú. Móðir hans hefur að líkindum haft hin eindrægn-
ustu áhrif á allan ytri þroska hans. Hvað hún var, getum
vér séð af þeirri staðreynd, að hún var kosin af öllum konum
í heimi til að vera krýnd æðsta kvenlegum heiðri. Söngurinn
sem hún orkti sýnir það, að hún hefur verið trúrækin kona og
föðurlandsvinur og hið besta skáld, hafði lesið ritninguna
og einkum um hinar miklu konur, því ljóðiö var þrungið af •
húgmyndum gamlatestamentisins og hagaðeeftir söng Hönnu.
Andinn er frábærilega auðmjúkur, og þó fær um aö meta til
fúllnustu þann heiður, sem henni var veittur. HÚn var eng-
in undursamleg himindrotning, eins og hjátrúin hefur gert
hana, heldur frábærilega hrein og heilög, elskurík og göfug-
lynd kona. Þetta er nægileg greinargerð henni til hánda.
Jesús ólst upp í elsku hennar og elskaði hana heitt á móti.
En það voru fleiri á heimilinu. Hann átti bræður og syst—
ur. íbheilagri ritningu höfum vór bréf frá tveimur bræðriim
hans, Jakobi og JÚdasi, og þar getum vér lesið, hvernig lund-
erni þeirra var. Það er ef tilavill ekki ótilhlýðilegt af
hinurn ströngu orðum í bréfum þeirra, að álíta að þeir hafi
verið harðir .og óvægir menn, meðan þeir voru vantrúaðir. Að
minnsta kosti er það víst, að þeir trúðu ekki á hann í lif-
anda lífi, og ekki líklegt, að þeir hafi verið vanir félagar
hans í Nasaret. Hann var að líkindum mjög einmana og til-
finningin í orðum hans - að spámaður væri hvergi minna met—
inn en í föðurlandi sínu og á heimili sínu - náði að líkind-
um til áranna, áður en hann hóf starf sitt. - Eramh.