Viljinn - 01.10.1939, Page 9

Viljinn - 01.10.1939, Page 9
- 9 - S M Á M U N I R Ungur maður varðí öllum arfi sínum til þess að mennta sig undir lífsstöðu, tók sér bólfestu í borg, sem var full af dug- legum lögfræðingum, og gerðist lögfræðingur þar. Einu sinni spurði einn af gömlu lögfræðingunum hann, hvernig hann gæti búist við að hafa atvinnu af þessari stöðu, eins og þá stóð á. "Eg vona, að eg geti fengió dálítið starf," svaraði hann hæversklega. "Mjög lítið mun það verða," svaraði lögfræðing- urinn. "Þá ætla eg að gera vel það lítið sem eg fæ að gera," svaraði ungi maðurinn ákveðinn. Og hann gerði það, sem hann ásetti sér. Smámunirnir, sem voru vel af hendi leystir, höfðu aðra stærri í for með sér, og á sínum tíma varð hann frábær- asti lögfræðingurinn í ríkinu. Aftur er sagt frá biskupi nokkrum, sem sótti mjög eftir að finna skrítna menn í afskqkktum byggðarlögum. Hann fór þá kynnisför um rólegt nágrenni. Einu sinni var hann á gangi með vini sínum og kom þá á krossgötu, þar sem fáein hús stóðu saman. . Meðal þeirra var lítil og snotnr skóbúð. Fyrir henni stóð gamall svertingi, og mátti á honum sjá, að honum farnað- ist vel. Bislcup nam staðar til að masa við gamla skósmiðinn. "Vinur minn," sagði hann, "ekki hélt eg, að svona lítilfjörlegt starf eins og það að bæta skó, myndi borga sig svona vel." Skó- smiðurinn svaraði: "Gato gamli hefur einkarétt á því að gera við skó í sínu urndæmi, enginn annar getur fengið handarvik." "Hvernig stendur á því, Gato," spurði biskup. "Það er nú einmitt svona," svaraði Gato.. "Það eru aðeins smábætur, sem tyllt er á með smásporum eða smátittum, en þegar eg tek stungu, þá er það stunga, og þegar eg rek titt í,þá heldur hann." Hér var aftur um að ræða smámuni, sem voru vel af hendi leystir. Biskupinn hafði svar gamla mannsins að texta í margri ræðu sinni eftir það. M.E.S. "Sá, sem elskar aga, elskar þekking, en sá, sem hatar umvönduns er heimskur." Orðskv.12,12

x

Viljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Viljinn
https://timarit.is/publication/1700

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.