Austurglugginn


Austurglugginn - 14.11.2014, Blaðsíða 2

Austurglugginn - 14.11.2014, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 14. nóvember AUSTUR · GLUGGINN Söluferli stendur nú yfir á sjö eigna- söfnum á vegum Íbúðalánasjóðs. Þar af eru tvö eignasöfn sem innihalda samtals yfir 110 íbúðir á Austurlandi. Fram kemur í gögnum sjóðsins að leiguverð í landsfjórðungnum sé með því hærra sem gerist á lands- byggðinni. Í fyrra eignasafninu eru 40 íbúðir sem eru alls 3.724 fermetrar. Fast- eignamat þeirra er um 574 milljónir og brunabótamat um 964 milljónir. Uppistaðan í safninu eru þrettán íbúðir í fjölbýlishúsi við Blómvang 2 á Egilsstöðum en þar eru einnig íbúðir í rað- eða parhúsum við Kvíabrekku, Tungumel og Búðarmel á Reyðarf- iðri auk fimm íbúða í fjölbýlishúsi við Hlíðargötu á Fáskrúðsfirði. Ell- efu þessara íbúða eru ekki í útleigu, þar af tvær því þær eru á söluskrá. Þorri eignanna í fjölbýlishúsum Í seinna eignasafninu eru 74 íbúðir sem eru alls 6.659 fermetrar. Fast- eignamatið hljóðar upp á 1,2 millj- arða króna og brunabótamatið 1,8 milljarð króna. Íbúðirnar eru í fimm blokkum, annars vegar 40 íbúðir í Hamragerði 3 og 7 á Egilsstöðum og hins vegar 44 íbúðir í Melgerði 9, 11 og 13 á Reyðarfirði. Meira en helmingur íbúðanna, fjörutíu talsins, eru ekki í útleigu en af þeim hafa 36 verið á söluskrá. Austfirsku húsin eru byggð á árun- um 2004-2007 utan blokkarinnar á Fáskrúðsfirði sem er frá árinu 1981. Íbúðalánasjóður selur í þessari lotu alls 400 íbúðir sem eru hluti af þeim 2.100 eignum sem undanfarin ár hafa verið yfirteknar með fullnustugerðum. Hluti íbúðanna er í útleigu og segir í tilkynningu sjóðsins að áhersla verði lögð á að selja þær til aðila sem haldi þeim áfram í útleigu. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá samningum við nýja eigendur í síðari hluta janúar og eignirnar afhentar 1. febrúar 2015. Fleiri samningar en minni velta Fjárfestar hafa nú skilað inn óskuld- bindandi tilboðum í eignirnar en í greiningu Íbúðalánasjóðs segir að tækifæri séu á fasteignamarkaði þar sem skortur sé á leiguíbúðum. Miðað við fyrstu sjö mánuði ársins fjölgaði þinglýstum leigusamningum um íbúðarhúsnæði á Austurlandi um 8% frá í fyrra, úr 110 í 119. Það helst í hendur við landsmeðaltal en mest er fjölgunin á suðvesturhorninu. Þá segir í samantektinni að húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins hafi lækkað að raunvirði á árunum 2007-2013. Í júlí síðastliðnum var 14 samningum þinglýst og heildarveltan 286 millj- ónir króna, eða 20,4 milljónir á hvern samning. Fyrir ári var hún 379 millj- ónir og í janúar 2013 516 milljónir. Meðalleiguverð á fermeter í þriggja herbergja íbúð á Austurlandi er 1.228 krónur og 921 króna fyrir 4-5 her- bergja íbúð. Það er í hærra lagi miðað við það sem gerist á landsbyggðinni, annars staðar en á Akureyri, og langt undir meðalverðinu í Reykjavík. GG Fasteignamarkaður Íbúðalánasjóður selur yfir 100 íbúðir á Austurlandi Stór hluti eignasafnanna er í fjölbýlishúsunum við Melgerði á Reyðarfirði. Mynd: GG Flóð niður Þjórsá frá eldgosi í Bárðar- bungu myndi hafa víðtæk efnahags- leg áhrif á flesta landsmenn. Flóð til norðurs eða suðurs gæti haft umtals- verð áhrif á fjarskipti, samgöngur og rafmagnsflutninga til Austurlands. Flóðahætta er ekki talin til staðar í fjórðungnum en öskufall gæti orðið á afmörkuðum hluta svæðisins. Þetta kemur fram í greiningu á áhrifum flóða í kjölfar eldgosa í Bárðarbungu sem starfshópur á vegum Almanna- varnadeildar Ríkislögreglustjóra og Viðlagatryggingar Íslands skilaði af sér fyrir skemmstu. Í skýrslunni eru settar upp þrjár líklegar sviðsmyndir flóða, niður Jökulsá á Fjöllum, Skjálf- andafljót eða Þjórsá. Vinna er lengst komin við viðbrögð vegna flóðs niður Jökulsá á Fjöllum. Möðrudalur á Fjöllum er næsta byggða ból eða 90 km frá jökulend- anum. Gert er ráð fyrir að hlaupið nái hámarksrennsli á hálendi við jökul- inn á nokkrum tímum og flóðtoppur breiði síðan úr sér á flötum söndum ofan Lambafjalla, milli Möðrudals og Grímsstaða, sem verði sem eyja þegar flóðið kvíslast austur fyrir þau í átt að Möðrudal. Ekki er þó gert ráð fyrir að flóðið nái alla leið þangað. Gera má ráð fyrir að það taki flóðtoppinn um fjóra tíma að komast inn á þetta svæði en ferðatími hans þar á undan frá eldstöð í Bárðarbungu að jökul- jaðri er um 1-1,5 tímar. Byggðalínan frá Kröflustöð liggur yfir Jökulsá við Lambafjöll og þjóðvegurinn liggur við Grímsstaði en þar voru gerðar ráðstafanir þegar gosið hófst í haust. Mest áhrif af flóði niður Þjórsá Búist er við kröftugustu flóði fari það niður Jökulsá, með 20 þúsund rúm- metra rennsli á sekúndu, samanborið við 5-6 þúsund rúmmetra fari flóð- ið niður Skjálfandafljót eða Þjórsá. Flóð í Þjórsá er talið hafa alvarleg- astar afleiðingar fyrir þjóðarbúið en truflanir á orkuframleiðslu gætu leitt til rekstrartruflana hjá fyrirtækjum víða um land. Gert er ráð fyrir að flóð tæki um hálfan sólarhring að ná niður í byggð eftir Skjálfanda- fljóti en um 30 tíma niður Þjórsá. Flóðin eru almennt sögð geta haft í för með sér röskun á raforkufram- leiðslu eða -flutningi, fjarskiptum og samgöngum. Mest hætta á gjósku innst í Fljótsdal Egilsstaðir er sá kaupstaður sem hvað næstur er miðju Bárðarbungu en þangað eru 150 kílómetrar í beinni loftlínu, samanborið við 155 kíló- metra á Húsavík. Ef öskugos brýst út er talið að gjóska í 100 kílómetra fjarlægð verði innan við einn sentí- metra á þykkt en þó er tekið fram að gjóska gæti orðið nokkrir sentímetrar á þykkt innst í Fljótsdal. Tilmælum er beint til bæði almennings og viðbragðsaðila í lok skýrslunnar. Sérstaklega er minnst á fjarskipti og að menn þurfi að hugsa fyrir því að geta notað heimasíma í rafmagns- leysi. Þá virki þráðlausir símar ekki heldur séu „einföld gamaldags sím- tæki sem hægt er að stinga í samband við koparvír“ nauðsynleg. Einnig er bent á að vinna þurfi forgangslista um skömmtun rafmagns, undirbúa mótvægisaðgerðir vegna fjarskipta- truflana og gera úttekt á hugsanlegu vegarofi og hvernig hægt sé að tengja saman vegi að nýju. GG Almannavarnir Flóð í Jökulsá um fjóra tíma að ná að Möðrudal Möðrudalur er sá staður í byggð sem næstur er áhrifasvæði hlaups niður Jökulsá á Fjöllum. Mynd: GG

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.