Austurglugginn - 14.11.2014, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 14. nóvember AUSTUR · GLUGGINN
aftur til Noregs með fullt af upplýs-
ingum og þurfti að endurskrifa stóran
hluta bókarinnar. Þegar haldin var
Síle-hátíð í Stavanger, þar sem ég bjó,
fannst okkur tilvalið að bjóða þeim.
Þar styrktist vinskapurinn og þau
spurðu hvort við vildum ekki opna
með þeim veitingastað í Mexíkó þegar
hún væri búin í náminu. Það endaði
reyndar með því að þeir urðu þrír.
Ég kvaddi síðan þessa vini mína til
að fara í frí sem ég kom aldrei aftur
úr. Ég skildi allt eftir. Ég lagði inn
fjárfestingu inn í þennan rekstur og
þau líka og mér datt ekki í hug að
fara að skemma hann með að selja
minn hlut þegar ég fór. Ég hef oft
sagt að peningar séu eins og rútur.
Þeir koma og fara. Stundum á maður
nóg, stundum ekki neitt. Þeir stoppa
á ákveðinni stoppistöð og fara svo en
skilja oft lítið eftir. Það er svo margt í
lífinu sem maður getur misst og kemur
aldrei aftur á meðan þeir koma alltaf
aftur eftir hvernig hlutirnir æxlast. Ég
var því ekki að eltast við þá.“
Skemmd matarmenning
Þráinn komst að raun um að Mexíkó-
ar ættu sér afar ríka matarmenningu
sem Vesturlandabúar þekki ekki. Þeir
þekki bara TexMex sem sé þróað í
Bandaríkjunum. „Það voru engin
dýr þarna áður en Evrópumaðurinn
kom. Því nota þeir til dæmis mikið
engisprettur og orma. Engisprett-
urnar eru fínar...“ Hann bendir á að
matarmenning fleiri landa, svo sem
Kína og Ítalíu, hafi verið afbökuð á
sambærilegan hátt. „Það er búið að
fara illa með matarmenningu margra
þjóða sem er þó kannski það dýrmæt-
asta sem þær eiga. Bandaríkjamenn
hafa markaðssett pizzur á Vestur-
löndum sem eiga ekkert skylt við
þær ítölsku. Ég hef margoft horft á
Bandaríkjamenn koma inn á mexí-
kóskan matsölustað og hella sér yfir
þjónana, þetta sé ekki mexíkóskur
matur, það sé svoleiðis í götunni
heima. Þeir líta niður á Mexíkóana
en lyppast niður þegar þeir koma inn
í eldhús og sjá Evrópumann.
Það var fínt að vera hvítur Evrópubúi
í Mexíkó þótt það væri stundum sér-
stakt. Launin þarna voru lág. Konan
mín neitaði að borga út í fyrsta skipti
því hún kunni ekki við að rétta fólk-
inu svona lítinn pening. Við höfum
hins vegar ekki leyfi til að ráðast inn
í þetta samfélag og breyta því og
spenna upp alla hluti,“ segir Þráinn.
Hann segir það hafa verið erfiðara
að vera Evrópubúi í Egyptalandi.
Mexíkóarnir hafi borið hóflega virð-
ingu fyrir hvítingjanum en hún verið
óhófleg í Egyptalandi. „Þessi bölvaða
virðing,“ eru orðin sem Þráinn notar.
„Þetta var allt að því lotning en þú
getur ekki verið dónalegur við fólk
fyrir að sýna þér virðingu.“
Aleigan var 100 dollarar í
stuttbuxnavasanum
Að fólk stæði upp fyrir Þráni í neð-
anjarðarlestunum eða gæfi honum
af mat sínum var samt ekki stærsta
vandamál hans þar. „Í hálfan mánuð
átti ég ekki fyrir mat eftir að hafa sinn-
ast við vinnuveitandann og þegar þú
býrð á stað eins og Egyptalandi ferðu
ekki heim til pabba og mömmu í mat.
Ég var svo heppinn að við höfðum
verið að gera tilraunir með samlokur
og ég átti 3-4 brauð í frysti. Ég borð-
aði franskbrauð með tómatsósu og
drakk klórvatn úr krananum.“
Þráinn orðar það beint út þannig að
hann hafi ekki átt „bót fyrir boruna“
þegar hann þvældist um heiminn. „Ég
lenti á flugvellinum í Kairó um mið-
nætti. Mér leist ekki á blikuna þegar
allir aðrir voru farnir og ég stóð eftir
því sá sem átti að sækja mig var ekki
kominn. Ég var á miða aðra leiðina
með bakpokann á bakinu og í stutt-
buxum með 100 dollara seðil í vas-
anum. Það var aleiga mín.“
Vinnuveitandinn birtist að lokum og
kom Þráni á réttan stað. „Ég fékk góða
íbúð í fjölbýlishúsi og þegar ég labb-
aði inn í forstofuna í kolniðamyrkri
spruttu upp hálf skítugir karlar í kufli
undan stiganum. Mér varð um og ó
en vinnuveitandinn benti mér á að
þetta væri húsvörðurinn. Hann svaf
undir tröppunum og fjölskyldan hans
öll! Ég hrylltist líka á fætur klukk-
an fimm um nóttina, hárin á mér
stóðu út í loftið og ég spurði hvað
væri í gangi. Ég bjó rétt við mosku
og morgunbænin var að byrja. Svo
hætti ég að heyra hljóðin en þetta var
svakalegt í fyrsta skiptið í myrkri því
ég vissi ekki hvað þetta var.
Ég hef stundum fengið á tilfinn-
inguna: Hvað er ég búinn að koma
mér út í? Þannig er samt ævintýra-
mennskan. Ég var alltaf til. Maður
getur ekki látið svona tækifæri sér úr
greipum ganga. Ég hefði ekki fengið
alla þessa reynslu sem ég bý yfir í dag
með því að sitja hér heima.“
Kannski var það ævintýramennskan
sem varð til þess að Þráinn lét slag
standa og tók að sér kennsluna á
Hallormsstað. Þar átti hann að byrja
1. mars 2002. „Það var svo kolvitlaust
veður að ég komst ekki frá Egils-
stöðum. Það er eini dagurinn sem
ég hef ekki komist í Hallormsstað.“
Honum líkaði vel þar og réði sig aftur
næsta vetur. Þriðja veturinn var hann
orðinn skólameistari og því starfi
sinnti hann til síðustu áramóta. Hann
segist hafa fengið mikinn stuðning
hjá bróður sínum en einnig lært af
Lárusi Stefáni. „Hann var stóri læri-
faðirinn, að fylgjast með honum og
vesenast. Ég lærði ofboðslega mikið
af honum og hans þrautagöngu. Að
sjá hvað hann glímdi við gaf mér
innsýn í ýmislegt sem ég þurfti að
eiga við. Að vissu leyti má segja að
hann hafi verið ástæðan fyrir að ég
fór út í þetta.
Ég átti yndislega tíma þarna og
stundum finnst mér ótrúlegt hvað
ég entist því þetta var oft erfitt. Ein-
staklingar í skólanum glímdu við erfið
mál sem maður tók inn á sig. Ég sá
kannski aðeins aðra sýn á lífið. Ég
uppgötvaði að fólk bjó við veruleika,
félagslegan bakgrunn, sem ég hélt að
væri ekki til hér á Íslandi.“
Talinn skrýtinn að byggja
kortéri eftir hrun
Fyrst bjuggu Þráinn og Þurý Bára í
Fellabæ en keyptu síðan húsið Hjalla
á Hallormsstað. Þau ætluðu að vera
hætt öllum hótel- og veitingarekstri
en húsið var stórt og bauð upp á
möguleika. Íbúðin á neðri hæðinni
var leigð þeim sem voru með rekstur
í barnaskólanum og Hússtjórnarskól-
anum á sumrin. Eftir fyrsta sumarið
hætti rekstraraðili Hússtjórnarskólans.
Þráinn segist ekki hafa vitað hvernig
hann ætti að tækla það, ekki hafi verið
sama hver tæki við húsinu en hann
troðið konunni sinni í verkið. „Hún
talaði ekki við mig í nokkra daga.“
Boðið var upp á gistingu og morg-
unmat. Þráinn segir það hafa kveikt
í Þurý Báru en hann hafi haldið sig
fjarri. Tveimur árum síðar hafi hann
komið inn eftir að Fosshótel, sem voru
með hótel í barnaskólanum, neituðu
gestum þeirra um mat.
Þar með hófst veitingasala í Hús-
stjórnarskólanum og hún vatt upp á
sig. Þegar hrunið varð haustið 2008
ætluðu þau að bæta við sig og byggja
bjálkahótel en frá því var horfið þeg-
ar krónan féll. Þau keyptu í staðinn
hlutafé í Hallormi sem átti byggingu
við barnaskólann sem Fosshótel leigðu.
Fyrsta verkið var að byggja veitingasal
við húsið. „Við byrjuðum að byggja
kortéri eftir hrun. Menn héldu að ég
væri eitthvað skrýtinn. Hrunið varð
í október og á meðan allt var brjálað
í nóvember, desember og janúar var
ég að undirbúa að byggja. Auðvitað
veltum við fyrir okkur hvernig við
ætluðum að gera þetta en ég sagði að
ef við gerðum þetta ekki þá misstum
við allt því reksturinn gengi ekki án
veitingastaðar. Ég held að við höfum
byggt á hárréttum tíma því þetta
varð grunnurinn að því sem ég er
búinn að gera.“
Verðlagið í hruninu reyndist líka hag-
stætt og þegar veitingasalurinn var
tilbúinn vorið 2010 hélt Þráinn áfram
og byggði nýja álmu við hótelið. „Þá
héldu menn að ég væri endanlega
orðinn brjálaður en ég las umhverfið
þannig að ég gæti byggt hagstætt og
það varð raunin. Ég hefði ekki viljað
gera þetta ári síðar.“
Há flugfargjöld og misvitur
markaðssetning
Með Hússtjórnarskólanum og heima-
vist barnaskólans býður Þráinn upp á
81 herbergi á Hallormsstað sem gerir
hótelið þar að því stærsta á Austur-
landi. Hann segir staðinn og fjórð-
unginn í heild eiga mikil sóknarfæri.
Tvennt spilli þó einkum fyrir, há flug-
fargjöld og skilningsleysi stjórnvalda.
„Við eigum flottar hugmyndir en ég
þori ekki að framkvæma þær því við
búum við fáránlegt verðlag á flutn-
ingi á fólki og þurfum á stóla á það.
Fargjöld upp á 50 þúsund krónur
fram og til baka slá alla möguleika
út af borðinu. Maður þarf að meta á
hvaða tímapunkti er rétt að stökkva
og það er dýrt að gera mistök svo
ég ætla ekki að gera óþarfa mistök.
Ég held að hvert einasta ríki í heim-
inum væri búið að senda rútuflugið í
Egilsstaði. Það myndi minnka bygg-
ingaþörfina í Keflavík því þar eru
alltof margar flugvélar sem ekki eiga
að vera þar. Hvergi nokkurs staðar í
heiminum er rútufluginu beint inn
á sömu staði og daglega fluginu. Í
rútufluginu skiptir hins vegar engu
máli hvar ferðamaðurinn sem ætlar
til Íslands kemur inn í landið. Og
hugsið ykkur hvað gæti byggst upp
í kringum þetta!“
Markaðssetningin er annar hand-
leggur. „Hvaða heilvita manni datt
í hug að nota peningana í að mark-
aðssetja svæðið í kringum Eyjafalla-
jökul eftir gosið? Það þurfti alls enga
auglýsingu. Hví ekki að nota hann í
önnur svæði og draga fólk þangað. Á
Suðurlandi kvarta menn núna undan
of mörgum ferðamönnum en það er
ekki átroðningurinn hér. Við getum
bætt við okkur helling.
Við höfum líka verið kjánar. Við
erum svo upptekin af því að eiga
svo mikið að við menn vilja ekki
taka ákvörðun um 1-2 táknmyndir
til að selja, okkar Eiffelturn. Það er
svo mikill hrepparígur að ef þessu
er hampað þá þarf að hampa hinu.
Hvað heldurðu að Höfn hafi grætt
mikið á Jökulsárlóni? Af hverju er
ekki allt hitt auglýst? Fólk kemur
til að skoða þetta eina og þá er hægt
að selja því meira. Við erum með
stysta dvalartíma ferðamanna hér á
landinu og því þarf að breyta. Hver
klukkustund í viðbót skilar okkur
ómældum tekjum,“ segir Þráinn en
veltir um leið upp hugmyndinni að
bjóða Egilsstaði fram sem hvíldar-
stað. „Allsstaðar annars staðar er
áreiti að sjá þetta og gera hitt en við
verðum þá að bæta okkur í þjónustu
og afþreyingu.“
Ekki er samt annað að heyra en hann
kunni vel við svæðið. „Mér finnst
Egilsstaðir af þægilegri stærð. Hér
búa ekki of margir. Það er líf og fjör á
sumrin, fallegt og rólegt á veturna og
þjónustustigið hátt miðað við fjölda
íbúa og veðráttan fín. Fólkið tók mér
líka strax vel. Ég man að ég skutlaði
lækni heim sem hafði skoðað við
mig og þegar hann fór út úr bílnum
sagði hann við mig: „Héraðið þarf
á manni eins og þér að halda.“ Það
eru forréttindi að búa hér.“
GG