Austurglugginn


Austurglugginn - 14.11.2014, Blaðsíða 9

Austurglugginn - 14.11.2014, Blaðsíða 9
 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 14. nóvember 9 Sælkerar vikunnar Bjarni Þór Haraldsson er sælkeri Aust- urgluggans að þessu sinni og nýtir sér afurðir sláturtíðarinnar. Þegar maður velur uppskriftir sem birtast eiga á prenti fyrir allra augum er voðalega freistandi að vera með gorgeir og velja einhverskonar „go- urmet“ uppskriftir sem eru flóknar, með illfáanlegum kryddum og fok- dýru hráefni. Ég var mjög nálægt því, var búinn að fiska fram humar frá Hornafirði og var að draga fram allskyns framandi krydd, en þar sem ég hef verið í eins konar Bárð- ar ham Búrfells undanfarið ákvað ég að heiðra haustið og veturinn. Ég er einn af þeim sem er vitlaus í þennan svokallaða haust-/þorra- mat. Í minni æsku var haustið mikill matartími og mamma mín alveg á útopnu að útbúa mat fyrir veturinn. Oft var svo mikill og góður matur klár fyrir veturinn að pabbi hafði á orði að þó það kæmi kjarnorkuvetur syltum við ekki. Kindakæfa Mig langar að byrja á rétti sem mér finnst algjörlega ómissandi að eiga á lager en það er kindakæfan. Kinda- kæfa er oft búin til úr slögum. Þegar keyptir eru skrokkar koma slögin með þeim, en fyrir þá sem kaupa bara súpukjöt í pokum er gráupplagt að nota bitana sem fólki líst ekki á. 2 kg. lambakjöt 4 laukar Saxið laukinn fínt með flugbeittum hníf, skellið í pottinn ásamt kjötinu og kryddið eftir smekk. Ég nota kraft (nauta eða lamba) og salt. Þegar kjötið hefur soðið nógu lengi er það látið kólna. Því næst er fitan veidd ofan af soðinu og mest af fitunni tekið af kjötinu. Þó verður að vera smá fita í kæfu, það er að minnsta kosti mitt mat. Beinhreinsið síðan og hakkið í hakkavél. Því næst er hakkið sett í pott og soðið sem var í pottinum notað til að þynna soppuna. Ég mæli eindregið með því að setja svo allt saman í hrærivél og hnoða í smá stund. Þarna er gumsið smakkað til og hér er síðasti séns að laga bragðið til eins og maður vill hafa það. Kæfan er svo sett í lítil ílát sem menn hafa hirt s.s. af smurostum eða álíka. Borðið og gefið og breiðið út boðskapinn. Rúllupylsa Þar sem allir hirða slögin á haustin er upplagt að gera líka rúllupylsur bæði saltaðar og reyktar. Slög Gróft salt (Smá nítratsalt í bland til að fá rauða litinn) Pipar Laukur (Þó ekki ef reykja á pylsuna) Hreinsið himnur og mest af fitunni af slaginu. Ef ég er með auka kjöt s.s. þindar eða annað set ég það líka í slagið og svo er þessu rúllað upp nokkuð þétt og sett í garn eða net. Mér finnst svo ómissandi að setja pylsuna í pækil í svona 7 til 10 daga. Þetta er svo soðið í 1.5 tíma og sett í rúllupylsupressu. Svo er líka æðis- lega gott að reykja rúllupylsu. Lifur Hún gekk ekki vel í mig sem barn en þessi uppskrift hefði glatt mig. 1 kg. (Smátt skorin í þunnar sneiðar) 1-2 laukar í sneiðum 1 bréf beikon (Sem lyftir allri mat- argerð á æðra plan!) Krydd (Season all eða Kød og grill og basilíka) Smávegis rjómi (Sem má ALLS EKKI sleppa) Steikið lauk og beikon saman. Lifr- in er síðan steikt sér og krydduð. Blandið öllu saman og hleypið að- eins upp á þessu. Ef lifur er soðin of lengi verður bölvað moldarbragð af henni og allir verða leiðir. Það er skylda að hafa með þessu mús og rabarbarasultu. Ásgrímur Sigurðsson ferilseigandi í Alcoa er næsta matargat. Bjarni Þór Haraldsson Fisktegund Bakka- fjörður Vopna- fjörður Borgar- fjörður ey. Seyðis- fjörður Reyðar- fjörður Nes- kaupst. Eski- fjörður Fáskrúðs- fjörður Stöðvar- fjörður Breið- dalsvík Djúpi- vogur Horna- fjörður Samtals fiskteg. Þorskur 12 9 10 47 0 89 154 0 85 36 701 49 1192 Ýsa 3 8 3 2 0 6 11 0 17 7 66 20 143 Ufsi 0 0 0 5 0 26 4 3 0 0 2 30 70 Karfi / Gullkarfi 0 0 0 16 0 2 2 0 0 0 5 3 28 Langa 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 9 10 Blálanga 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 1 2 Keila 0 0 0 0 0 1 0 0 2 0 36 1 40 Steinbítur 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 0 2 Skötuselur 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 3 Grálúða 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 1 0 2 Skarkoli 0 3 0 0 0 0 0 0 0 0 4 1 8 Langlúra 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 Djúpkarfi 0 0 0 3 0 0 0 3 0 0 0 0 6 Samtals botnfiskur 15 20 13 74 0 124 172 6 104 44 817 118 1507 Síld 0 0 0 0 1048 2654 34 0 0 0 0 1006 4742 Kolmunni 0 0 0 0 0 25 2 0 0 0 0 1 28 Samtals uppsjávarfiskur 0 0 0 0 1048 2679 36 0 0 0 0 1007 4770 Humar / Leturhumar 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 Samtals skel / krabbadýr 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 Lýsa 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 7 7 Tindaskata 1 0 0 0 0 0 0 0 0 1 14 0 16 Hlýri 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 3 0 4 Stórkjafta / Öfugkjafta 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 Samtals aðrar tegundir 1 0 0 0 0 0 1 0 0 1 17 10 30 Samtals alls 16 20 13 74 1048 2803 209 6 104 45 834 1135 6307 Sjávarsíðan Landaður afli eftir tegundum í austfirskum höfnum 2. – 8. nóvember 2014. Afli í tonnum upp úr sjó (óslægt). Tölur frá Fiskistofu.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.